Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Föstudagur 4. maí 1984 13 Fram að þessu hefur það verið lítið vandamál fyrir unglinga að öðlast réttindi til aksturs léttra bifhjóla, svonefndra skellinaðra. Viðkomandi hafa fengið út- gefin æfingaleyfi í hálfan mánuð og síðan hafa þeir farið í próf eftir að hafa lært algjörlega upp á eigin spýt- ur. Enda hefur árangurinn oft verið eftir því, þeir hafa ekki kunnað að fara með hjólin eða beita þeim. Þá eru þeir hræddir við ýmsa hluti, s.s. að nota fram- bremsur, sem er rangt, því að hemlunarvegalengdin er 70% á framhjól og hafa orðið slys sem má beint rekja til þessarar vankunn- áttu viðkomandi öku- manna. Komu þessar upp- lýsingar fram i viðtali blaðs- ins við Bendt Pedersen lög- reglumann, en hann ásamt Þorgrími Árnasyni lög- reglumanni, hafa tekið að sér kennslu á létt bifhjól. Nú hefur orðið breyting þarna á i kjölfar reglugerð- arbreytingar um fram- kvæmd þessara prófa, en lögreglustjóri hefur í fram- Frá námskeiöinu á Patterson-velli sl. sunnudag. Nemend- úrásamt lögreglumönnunum Bendt Pedersen og Þorgrimi Árnasyni. haldi breytingarinnar sett upp ákveðnar reglur um framkvæmdina. Þurfa þeir sem sækja um leyfi fyrir létt bifhjól nú, að sækja um námskeið hjá lögreglunni sem stendur í 3-4 daga, og í framhaldi af því fara þeir í próf í umferðarlögum hjá Bifreiðaeftirlitinu. Ef þeir hafa staðist það próf fá þeir útgefið æfingaleyfi sem gildir í hálfan mánuð og eiga að mæta til lögregl- unnar í verklegar æfingar. Þær felast í jafnvægisæf- ingum, hemlunaræfingum og kynna þeim hjólið í heild, hvaða eiginleikum það er búið og hvað þeir þurfa að varast. Sagði Bendt að þeir færu í próf hjá Bifreiðaeftir- litinu að loknum þessum námskeiðum, og ef þeir standast ekki prófið þá falla þeir og fá ekki að fara í próf- ið aftur fyrr en eftir viku.en í framtíðinni verður mánuður að líða á milli prófa. Við verklega námskeiðið er stuðst við fyrirmynd frá góðaksturskeppni á vél- hjólum sem Bindindisfélag ökumanna hefurstaðiðfyrir árlega. En hér syðra er eini staðurinni sem þessi fram- Lögreglumennirnir aðstoða við viðgerðir á námskeiöinu. kvæmd er komin í gang hér- lendis. Fara námskeiðin fram fyrsta mánudag hvers mánaðar og þarf umsókn að vera komin til bæjarfó- geta með eigi minnaen viku fyrirvara og þarf umsækj- andi að vera orðinn 15 ára að aldri. Blaðamaður fylgdist með námskeiðinu sem haldið var uppi á Patterson-velli sl. sunnudag, og sást þá best hvað slíkt námskeið getur Verslið við fagmanninn. Þar er þjónustan. R.Ó. Hafnargötu 44 - Keflavik Simi 3337 verið stór liður í auknu sam- starfi milli viðkomandi unglinga og lögreglu í þeim efnum, að ástand hjólanna verði betra og meira tillit verði tekið til samborgar- anna. Enda var full sam- vinna milli aðila, því ungl- ingarnir sáu þarna að lög- reglan er ekki eingöngu eftirlitsaðil verið félag góð. - ep hún getur líka , ef samvinna er ALLT TIL PÍPULAGNA Á SAMA STAÐ GERUM FÖST VERÐTILBOÐ í NÝLAGNIR, ENDURLAGNIR og UPPSETNINGU Á HREINLÆTIS- TÆKJUM: HÖFUM TIL SÖLU ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA. EINNIG HREINLÆTISTÆKI. NÝ GERÐ OG STÍLHREIN. AUKIÐ BIL MILLI BYRÐA. MEIRI VARMAGJÖF. OFNASMIÐJA NJARÐVÍKUR Sími 3611 PANEL- OFN SAMKVÆMT I.S.O. STUÐLI. Samþykkt af Iðntæknistofnun íslands. Við framleiðum og seljum tengikassa fyrir hitaveitutengingar og gerum föst tilboð í ofna. PÍPULAGNINGAVERKSTÆÐI SUÐURNESJA Heiðarbakka 3 - Keflavík - Sími 3611 Nýtt fyrirkomulag á útgáfu ökuleyfa léttra bifhjóla Meiri samvinna milli lögreglu og unglinga

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.