Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 04.05.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 4. maí 1984 VÍKUR-fréttir Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja 15 ára: Ekki villutrúarfélag - þó ekki trúfélag Biður þó fyrir sjúkum, friði o.fl. ( þessum mánuði á Sálar- rannsóknarfélag Suður- nesja 15 ára af mæli og verð- ur þess minnst sérstaklega á afmælisfundi 12. mai n.k., sem haldinn verður í húsa- kynnum Tónlistarskólans i Keflavík. Þar verður m.a. rakin saga félagsins en á fundinn er boðið ýmsum þeim sem komið hafa ná- lægt starfi félagsins öll þessi ár. En hvers konar félag er Sálarrannsóknarfé- lag? Er það villutrúarfélag, félag sem starfar á móti kirkjunni, eða einhver leyni- félagsskapur? Til að fá svör við þessum spurningum fengum við þá Jón B. Kristinsson núver- andi formann félagsins, og Ólaf Þorsteinsson, sem var varaformaður í mörg ár ásamt því sem hann starfaði mikið m.a. með Hafsteini Björnssyni miðli o.fl., til að sitja fyrir svörum um félagið og uppbyggingu þess. Sögðu þeir félagar að Sálarrannsóknarfélagið væri opið öllum leitandi mönnum, hverrar trúar sem þeir væru, og væri það reynsla þeirra sem nálægt þessu kæmu, að hún frekar styrktist en veiktist. „Maðurinn öðlast betri skilning á lífinu og hvernig maður á að haga sér í lífinu. Enda er mikið til sama fólkið sem er virkt í þessu félagi og sækir kirkjuna. Þá eru margir prestar mjög virkir í Sálarrannsóknarfé- lögum. í lögum SRFS stendur m.a. aftirfarandi: ,,Tilgang- ur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum málum yfirleitt, en þó sér- staklega að veita fræðslu um árangur af sálarrann- sóknum nútímans". Þess- um tilgangi hyggst félagið ná með fyrirlestrum og út- breiðslu bóka og tímarita, ennfremur með því að athuga miðilsefni og stuðla að þjálfun þeirra svo og að ráða miöla í þjónustu fé- lagsins eftir því sem unnt reynist". Þá er svo farið, að mikið af starfsemi félagsins bygg- ist á trúnni og er bænin þar númer eitt. Má þar nefna að nú eru starfandi hjá félag- inu tveir bænahringir þar sem þó nokkur fjöldi fólks kemur saman einu sinni í hverri viku og biður saman fyrir sjúkum, fyrir friði og hungruðum heimi, svo eitt- hvað sé nefnt. Flestir miðlar byrja fundi sína með smá bæn og svona má lengi telja. Flestir eru á því að annað líf sé eftir þetta og þá er spurningin hvort fólk vilji fá að vita hvað taki við, og eins að ná sambandi við ein- hvern látinn. Og þar sem flest okkkar erum forvitin um þessi mál viljum við fá að vita meira um þessi mál og því þjöppum við okkur saman um það samband sem þessi félög ná oft í þessum efnum, eða miðlar á þeirra vegum. Mjög algengt er að fólk leiti ásjár félagsins í sorgum sínum MYNDATOKUR VIÐ ALLRA HÆFI. Hafnargótu 26 Siml 1016 eða þungum þönkum, sem viðkomandi léttir síðan af sér eftir góðan miðilsfund. Enda hefur enginn haft illt af slíkum fundum." En hver er ástæðan fyrir stofnun þessa félags? Því svaraði Ólafur þannig: „Tildrög að stofnuninni var sú að mikill fjöldi fólks hér syðra voru félagar í Sál- arrannsóknarfélagi (slands, bæði til að fá fræðslu og eins til að fá fund með Haf- steini Björnssyni miðli. Út úr þessari þörf fólksins kom hvatning frá Guðmundi Einarssyni forseta SRFÍ, um stofnun sér félagsdeildar hér syðra og var fyrsti for- maður SRFS kosin Ingi- björg Danivalsdóttir og gegndi hún því starfi í 11 ár.“ I dag eru starfandi bæna- hringir þeir sem áður er getið, þá er miðill í fullu starfi og þeir hafa oft á tíð- um verið tveir í einu i sliku starfi á vegum félagsins. Fé- lagið hefur fengið erlenda miðla til starfa og er einn væntanlegur með haustinu. En á þeim 15árum sem liðin eru frá stofnun félagsins hafa margir komið til starfa og fyrirlestrahalds hjá fé- laginu, enda er félagið með fasta félagsfundi mánaðar- lega yfir haust- og vetrar- mánuðina og hafa sumir fyrirlesarar komið árlega að jafnaði. Þegar rætt er um þá miðla sem starfað hafa hjá félag- inu koma þrjú nöfn efst í hugann, þau Hafsteinn Björnsson, sem starfaði mikið hér áður fyrr, og miðlarnir þær Jóna Kvar- an og Ósk Guðmundsdótt- ir, en sú síðastnefnda hefur starfað á vegum félagsins í um 11 ár og starfar að fullu ennþá. Á ofanrituðu sést að Sál- arrannsóknarfélag Suður- nesja er ekki villutrúarfélag, það starfar í anda kristinnar trúar, þó það sé ekki neitt sérstakt trúarfélag, enda eru að megin uppistöðu sami kjarninn sem sækir kirkjur landsins og fylgistaf áhuga með málefnum sál- arrannsóknarfélaga. Rúm- lega 600 manns eru full- gildir félagar í SRFS og á þess vegum hittist fólk í bænahringjum vikulega til að biðja fyrir sjúkum, friði og hungruðum heimi. [ næsta blaði verður nán- ar getið um afmælisfund fé- lagsins. - epj. Misjafnt verð í verslunum Margar góðar verslanir Á þessu getum við séð, að eru hér á Suðurnesjum og töluverður munur er á hin- er vöruverð óvíða lægra en um ýmsu vörutegundum hér. Konan mín fót um dag- eftir hvert þú ferð að versla. inn í þrjár matvöruverslanir Ég hygg, að fólk ætti að í Keflavík. Þær eru: Víkur- qera qera meira af því að bær Hafnargötu, Kaupfé- fara og gera álíka verðsam- lagið Hafnargötu og Nonni anburð, vegna þess að það & Bubbi. Hún tók nokkrar hlýtur að skapa aðhald vörutegundir að gamni varðandi þá álagningu, er sínu, og hér sjáum við sam- kaupmenn geta leyft sér að anburð á verði verslananna: hafa á vörunni. Víkur- Hafnar- Nonni & bær gata 30 Bubbi Smjör, askja 87,80 92,30 92,30 Smjörvi 69,40 65,85 65,50 Sólblómi .. 58,30 48,00 48,00 Alpa 56,15 48,00 48,00 Ljóma smjörlíki .. 37,45 25,95 29,45 Mayonaise, Gunnars .. 50,55 51,15 49,40 Mayonaise, 400 g .. 36,30 36,85 35,30 Tekex .. 18,95 15,50 22.50 Flórsykur, 1 pk .. 11,90 15,10 12,30 Sykur, 2 kg .. 31,30 23,40 29,90 Púðursykur, 1 pk .. 14,20 16,25 16,90 Púðursykur, 1 kg 31,05 34.30 32,40 Hveiti, 2 kg 54,65 21,00 28,70 Hrísgrjón, 1 pk .. 24,85 24,65 22,50 Rækjur, 250 gr . . 75,70 82,85 72,50 Reykt síld, 1 pk . . 25,60 27,10 23,95 Unghænur, 1 kg 69,00 89,00 80,00 C-11 þvottaefni 37,65 41,30 39,00 ATH. Hjá Kaupfélaginu er smjörlíki, tekex, sykur og hveiti á til- boðsverði. Hjá Víkurbæ er um Pillsbury Best hveiti að ræða, en Juvel hveiti hjá Kaupfélaginu og Nonna & Bubba. N.B.S. Biblían talar " Símsvari: 1221 ,,Far aftur heim til þín og seg þú frá, hve mikið Guð hefur fyrir þig gjört“. - lú. 8.39. Söfnuður Sjöunda Dags Aðventista Blikabraut 2, Keflavík Verið vandlát og auglýsið i VÍKUR-fréttum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.