Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.1984, Síða 6

Víkurfréttir - 23.08.1984, Síða 6
6 Fimmtudagur 23. ágúst 1984 VIKUR-fréttir mun {úUii Blaðið sem vitnað er í. ATVINNA Starfsfólk vantar í snyrtingu og pökkun hálfan eða allan daginn. Unnið eftir bónus- kerfi. Upplýsingar gefur verkstjórinn í síma 1888 eða 1444. / Frá Tónlistarskóla Sandgerðis Innritun ferfram áskrifstofu Miðneshrepps Tjarnargötu 4, daglega til 7. september. Þeir sem enn eiga ógreidd skólagjöld frá síðasta vetri, vinsamlegast greiöi þau nú þegar. Skólastjóri Hjúkrunarforsjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs er laustil umsókn- ar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist stjórn Sjúkra- húss Keflavíkurlæknishéraðs fyrir 15. sept- ember 1984. Staðan er veitt frá 1. janúar 1985 eða eftir rtánara samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikurlæknishéraðs Fjölbrautaskóli Suðurnesja Oldungadeild Lokaskráning í öldungadeild haustannar 1984 fer fram á skrifstofu skólans dagana 20.-31. ágúst frá kl. 9-16. Innritunargjald er kr. 1.800 og greiðist við skráningu. Eftir- taldir áfangar verða kenndir: Bókfærsla 103 Bókfærsla 303 Danska 102 Danska 103 Danska 202 Enska 102 Enska 103 Enska 302 Franska 103 íslenska 102 íslenska 103 íslenska 313 Saga 103 Stærðfræði 102 Stærðfræði 103 Stærðfræði 202 Tölvufræði 103 Vélritun 101 Vélritun 202 Þýska 103 Nemendur öldungadeildar eru beðnir að mæta til fundar og töfluafhendingar mið- vikudaginn 29. ágúst kl. 18. SKÓLAMEISTARI Hitaveitulögnin til Grindavikur, og er sú sem er nær á myndinni bráöabirgðalögn. Of mikið súrefni? Stuttu eftir að Grindvík- ingar fengu heitt vatn frá Hitaveitu Suðurnesja fóru ofnar að leka hjá mörgum þeirra, sem kostaði þá stór- fé. Menn veltuauðvitaðfyrir sér hvers vegna þetta væri. Margir héldu þvi fram að þetta væri út af því að of mikið súrefni væri i vatninu, en þá tærast ofnarnir að innan. Einn þeirra sendi ofn til Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og þar var þetta staðfest. Starfsmenn hjá Hitaveit- unni vildu þó ekki viður- kenna þetta og sögðu við hann að þetta hefði alveg eins getaö gerst þegar olíu- kyndingin var. Þeir sem halda fram „tæringarkenn- ingunni" segja að í miðlun- artanki sem stendur á Selhálsi við Þorbjörn, hafi súrefnið myndast og hann hafi líka verið tærður að innan, því hann hafi verið tekinn í gegn um svipað leyti. Eins og Grindvíkingar og þeir sem leggja leið sína þangaö hafa eflaust tekið l eftir, er hitaæðin til bæjar- ins farin að leka töluvert og í þá finnst „tæringarkenn- ingarmönnum" að ekki : þurfi fleiri sannanir. í hinum byggðarlögunum hefur ekki orðið vart við þetta, en þeir segja að súlfið, en það er súrefniseyðandi, hafi verið sett í vatnið til þeirra, en mjög seint til Grinda- vikur. Blm. Víkur-frétta ræddi viö þá Braga Eyjólfsson vél- stjóra og Guðmund Þór- oddsson, verkfræðing, um þetta mál, en þeireru starfs- menn hjá Hitaveitunni. Þeir sögðu að það væri mögu- leiki að ofnarnir hefðu tærst I Að versla heima - má ekki vera dýrara vegna of mikils súrefnis í vatninu og ef það myndað- ist þá væri það i tanknum, því þegar það kæmi út úr húsinu hjá þeim, væri súr- efnismagnið óverulegt í því. Það er mælt tvisvar á dag. Þeir sögðu rétt að tankur- inn hefði verið tekinn í gegn fyrir tveimur árum, hreins- aður og sandblásinn. En það hefði ekki verið vegna tæringar heldur til að hreinsa leir sem hafði safn- ast fyrir í honum. Um lek- ann á hitaæðinni sögðu þeir að það væri vegna ryðs utan frá. Að ,,álkápa“ sem er utan um rörið við stólana, þ.e.a.s. þar sem það er fest niður, hefði brugðist. Það hefði komist vatn í einangr- unina og rörin hefðu ekki verið nógu heit til að þurrka hana og þá hefðu þau auð- vitað farið að ryðga. Viðgerð hefst fljótlega og sögðu þeir að starfsmenn H i t ave i t unnar myndu leggja bráðabirgðalögn úr áli meðfram æðinni, um600 m í einu, en síðan væri búið að bjóða út viðgerðá rörun- um sjálfum og það myndi kosta 323.700 kr. Bútarnir sem eru ryðg- aðir verða sagaðir í burtu og nýir settir í staðinn og síðan verður mun betur gengið frá þessu en áður. Þetta verður gert á 60 stöðum. Teknar hafa verið stikkpruf- ur á Njarðvíkuræðinni, en þar er allt í stakasta lagi, enda var mun betur gengið frá henni i byrjun. Aðspurðir sögðu þeir aö rétt væri, að súlfiið hafi ekki verið sett strax saman við vatnið til Grindavikur, en mjög fljótlega til Njarðvikur. Verið er að gera tilraun með mottu sem á að setja i miðl- unartankana, sem á að koma í veg fyrir súrefnis- myndunina. - eþg. Ég hef verið meðmæltur því að Suðurnesjamenn versluðu frekar heima, en það að fara t.d. til Reykja- víkur til að versla. Því má sú þjónusta sem við fáum hér heima ekki vera það miklu dýrari en svo, að það borgi sig að taka frí úr vinnu og skreppa til Reykjavíkur og versla þar. En slíkt kom einmitt upp hjá mér nú fyrir nokkrum dögum, þegar þvottavélin mín varð ónýt. Að sjálf- sögðu hafði ég samband við verslun hér heima og fékk uppgefið að verðið væri kr. 28.350 á þeirri vél sem ég hafði hug á að eign- ast. En til gamans hringdi ég í umboðið í Reykjavík, sem var Fönix, og þar fékk ég þau svör að sama vél kostaði þar kr. 26.500. Mismunurinn var því 6,98% eða 1850 kr., sem það var dýrara að kaupa þvotta- vélina hér heima. Þar sem ég gerði mér í hugarlund að eitthvað kostaði að flytja vélina hingað suður, athug- aði ég hvað kostaði að senda leigubíl eftir vélinni til Reykjavíkur og var svarið 970 kr. Var mismunurinn því enn 880 krónur sem ég sparaði á því að versla í Reykjavík, jafnvel þó ég notaði dýrari flutnings- kostnað en viðkomandi verslun hefur yfir að ráða. Því tók ég mig til og sótti vélina sjálfur til Reykjavík- ur og sparaði með því 1880 kr., þannig að í þessu tilfelli var dýrara að versla heima. Leiðir það hugann að því, hvort það sé almennt vafa- mál hvort ódýrara sé að versla heima. Keflvikingur Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tímabilinu 1. september til 1. maí, er börn- um 12 ára og yngri ekki leyfilegt aö vera á almannafæri eftir kl. 20 nema í fylgd meö fullorðnum. Sömuleiöis er börnum yngri en 15 ára óheimil útivist eftir kl. 22 nema í fylgd meö foreldrum eöa á heimleið frá viöurkenndri æskulýðsstarfsemi. Barnaverndarnefnd Keflavíkur Næsta blað kemur Út' 30. ágúst.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.