Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.08.1984, Side 9

Víkurfréttir - 23.08.1984, Side 9
VIKUR-fréttir Fimmtudagur 23. ágúst 1984 9 ,,Ævinlega þegar við höfum minria til að lána, þá minnkum við heildarútlán- in og lánum mörgum smærri upphæðir og það fer nánast enginn með alvöru tölu út úr Spari- sjóðnum í dag. í framhaldi af þessu verð ég að geta þess, að í fyrsta skipti í starfssögu minni hér finnst mér örla á því að ákveðnir hópar eigi miklu bágra en nokkru sinni áður, þ.e. mér finrist örla á fátækt og erfið- leikum. Það er segin saga, að neikvæðar sveiflur í þjóðfélaginu auka á allan mismun og kemur þvi verr niður á þeim sem illa eru staddir. Þeir sem eru með hærri laun bjargaséralltaf". f seinni tið hafa stjórnvöld og Seðiabanki varað við of mikilli einkaneyslu. Hvað vilt þú segja um það? „Þessu er ég mjög sammála. (fjárvana þjóð- félagi sem er með erlend- ar skuldir i hástigi og þarf að framkvæma mikið, þá auðvitað er einkaneysla á íslandi alltof mikil um þessar mundir. Stjórnvöld vilja breyta þessu og það eru ýmsar leiðir til þess. Ein fljótvirkasta leiðin til að hægja á einkaneyslu er að stöðva eða hægja á af- borgunarkerfinu í þjóðfé- laginu. Við getum verslað svo til hvað sem er á víxl- um. Þú ferð til sólarlanda á víxlum, færð þér hús- gögn eða hljómflutnings- tæki. Síðan eru þessir víxlar seldir í bönkum og sparisjóðum. Ef það væri komið í veg fyrir þetta væri náttúrlega meira af peningum til þess að stýra í aðra þætti. Þá vil ég og minnast á það og mun þykja gamaldags fyrir það, en frekar hafa stjórnvöld aukið á þetta í seinm tíð. Til dæmis ganga nú allir þjóðfélagsþegnar fyrir kreditkortum. Meira að segja neyslan er komin í lánveitingar í formi greiðslukortanna". Nú hefur þú starfað sem sparisjóðsstjóri í rúm 10 ár, Páll. Hvernig kanntu við starfið? „Þetta starf sem við Tómas gegnum hér er eins og með önnur störf, oft ánægjulegt og stundum ekki eins skemmtilegt. Það er mjög gaman að vinna hjá fyrirtæki sem gengur vel og getur látið gott af sér leiða. Öll þessi ár hafa verið býsna góð hér i Sparisjóðnum, aukningatölur hafa verið fyrir ofan meðallag og , stundum gott betur. Spari- | sjóðurinn er gríðarlega I mikið afl i lífi fólksins á Suð- i urnesjum og það finnst þegar við getum lánað minna, hversu stóru hlut- verki stofnunin gegnir. Það getur verið óþægilegt að vera sparisjóðsstjóri þegar illa gengur og maður getur lánað minna. En þetta er eins með öll störf í lífinu,- Sigraði í afrekskeppni lögregiumanna Nýlega var háð afreks- ! keppni meðal þeirra lög- ! reglumanna sem starfa við lögregluna í Keflavík og Grindavík. Gaf Hagtrygging verðlaun til keppninnar, sem byggðist upp á fjórum þraut- um, þ.e. langstökki, spjót- kasti, 400 m hlaupi og 100 m bringusundi. Sigurvegari varð Einar Gunnarsson, lögreglumaður í Keflavík, en hann hafði mest- an heildarstigafjölda, auk þess sem hann sigraði í sundinu. i 2. sæti varð Þor- steinn Bjarnason og í 3. Stef- án Hjálmarsson. - epj. Tæknimenntaður verksmiðjustjóri Sjóefriavinnslan hf. auglýsir hér meö starf verksmiðjustjóra laust til umsóknar. Starf þetta miðast við að umsækjendur hafi tæknimenntun og starfsreynslu í stjórnun. Skriflegum umsóknum sé skiiað til skrif- stofu félagsins, Vatnsnesvegi 14,230 Kefla- vík, fyrir 28. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 92-3885. | það skiptast áskin og skúrir j og maður verður bara að taka þvi, öll él birtir upp um j síðir". Lokaspurning, Páll, ertu erfiður bankastjóri? ,,Það ætla ég að vona að ég sé ekki. En ég vil jafn- framt taka það fram, að þegar ég vinn fyrir Spari- sjóðinn þá eru hagsmunir hans ævinlega í fyrirrúmi. Grundvallaratriðið er ekki hvort maður er vinsæll eða ekki, það skiptir mig engu máli. En ég er sanníærður um það að þegar erfiðlega gengur og maður getur minna lánað, er næst besta svarið NEI. Þá er maður ekki vinsæll bankastjóri", sagði Páll jónssori að lokum. - pket. VÍKUR-fréttir - Blað Suðurnesjamanna FRÁ BÍLASÖLU BRYNLEIFS KAWASAKI mótorhjól GPZ 1100 árg. 81, ekið 11 þús. km. Hugsanleg skipti á bíl. Fjölbreytt úrval bifreiða á skrá, bæði á úti- og inni-sýningarsvæði. Opið alla virka daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10-16. BÍLASALA BRYNLEIFS Vatnsnesvegi 29a - Keflavik - Simi 1081 : VÖRULISTI HÚSBYGGJANDANS Nú bjóðum við eftirtaldar vörutegundir af lager: LOFTPLÖTUR undir málningu í stærðum 58x120 cm, 28x120 cm og 28x250 cm. - Verð frá 190 kr. m2. VIÐARÞILJUR full-lakkaðar í stærð- um 28x250 cm og 19x250 cm, í eftirtöldum viðartegundum: Furulamel, perutré, antik-eik, brún-eik, beyki, furu og eik. - Verð frá kr. 390 pr. rrF. VEGGKLÆÐNINGAR og MILLIVEGGIR undir málningu, í stærðum 38,5x253 cm og 58,5x253 cm. Verð frá 177 kr. m2. GRENIPANILL Parama Pine panill í miklu úrvali. Verð frá 325 kr. m2 TRÉ-X TRÉ-X AXIS INNIHURÐIR afgreiddar af lager i eftirtöldum viðartegundum: Undir málnmgu: antik-eik, hnotulamel, perutré, brún-eik, furulamel, eik, beyki og ask. - Aðrar tegundir framleiddar eftir pöntunum. Verð frá kr. 2.950. FATASKÁPAR frá Axel Eyjólfssyni í miklu úrvali. GREIÐSLUSKILMÁLAR? Já, við erum sveigjanlegir í samningum. Allt í húsið í einum pakka. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. Iðavöllum 6 - Keflavik - Simi 3320 Opiö frá kl. 8-17 alla virka daga. TRÉ-X ER NÝJA VÖRUMERKIÐ OKKAfl.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.