Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 1. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir VÍKUR fititti Utgefandl: VlKUR-fréttir hf. Rltstjórar og ábyrgöarmenn: Emil Páll Jónsson, sími 2677 og Páll Ketilsson, simi 3707 Afgrelösla, rltstjóm og augl.: Hafnargötu 32, II hæö Simi 1717 - Pósthólf 125 - 230 Keflavík Setning og prentun: GRÁGÁS HF.. Ketlavík Vatnsleysustrandarhreppur: Nýr skrifstofustjóri og byggingafulltrúi taka til starfa Sveitarstjórn Vatnsleysu- strandarhrepps hefur ráðið sé nýjan skrifstofustjóra, Brimhildi Jónsdóttur, Ara- gerði 9, Vogum. Tekur hún við starfi Grétars Símonar- sonar, sem nú hefur ráðið sig til Kaupfélagsinsá Þing- eyri. Brimhildur var áður I þessu starfi fyrir nokkrum árum, en hefur í millitíðinni starfað við endurskoðunar- skrifstofu í Keflavík. Þá hefur sveitarstjórnin ákveðið að ráða frá og með 1. nóv. n.k. nýjan bygginga- fulltrúa og er hér um að raeða Gest Björnsson, Hábæ, Vogum. Fram að þessu hefur Gísli (sleifsson I Keflavík veitt Vatnsleysu- st randar mön n u m þá þjónustu sem embætti byggingafulltrúa veitir. epj. ATVINNA Röskan mann vantar til sorphreinsunar- starfa. Upplýsingar í síma 2111. NJARÐTAK SF. en annars staðar? Nei. Er prentvillupúkinn staðinn að verki? Já, svo um munar. Eins og lesendur (von- andi sem fæstir) tóku eftir, kom hann aldeilis við sögu I auglýsingu Samkaupa í síð- asta tölublaði. Tilboðsverð á úrbeinuðum fylltum kart- öflum!! átti að vera áfylltum frampörtum, sérlega Ijúf- fengum. Engu að síður runnu „kartöfluframpart- arnir“ út eins og heitar lummur (úrbeinaðar)? Já, svona getur prent- villupúkinn gert óleik. Við biðjum Samkaup innilegrar afsökunar á þessum mis- tökum og vonum að eftir- spurnin eftir úrbeinuðum fylltum kartöflum fari minnkandi... Afmæli 60 ára verður á morgun, föstudaginn 2. nóvember, Eyjólfur Kr. Snælaugsson, Kirkjubraut 16, Innri-Njarð- vík. Hann tekur á móti gestum í Safnaðarheimili Innri-Njarðvíkur kl. 18sama dag. Smáauglýsingar Tll leigu 3ja herb. íbúð. Laus strax. Uppl. í síma 2896. Snyrtistofa Huldu Sjávargötu 14, Njarövík auglýsir: Opið alla virka daga og á laugardögum I vetur. Verið velkomin. Sími 1493. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Fasteignaþjónusta Suðurnesja KEFLAVÍK: 2ja herb. íbúð við Faxabraut, góðir greiðsluskilmálar .. 780.000 Nýstandsett 2ja herb. íbúð við Kirkjuveg ........... 1.080.000 3ja herb. íbúð við Háteig, aðeins sex íbúðir í húsinu .. 1.500.000 3ja herb. nýl. íbúðir við Heiðarhvamm, verð frá .... 1.400.000 Góð 2ja til 3ja herb. íbúð við Faxabraut ........... 1.150.000 4ra til 5 herb. efri hæð við Miðtún ................ 1.500.000 160 m2 efri hæð við Háaleiti með tvöföldum bílskúr ... 2.500.000 140 m2 efri hæð við Hátún með bílskúr .............. 1.900.000 Parhús við Suðurgötu, mikið endurnýjað m/nýl. bílskúr 1.900.000 135 m2 raðhús við Greniteig með bílskúr ............ 2.600.000 Viðlagasjóðshús í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Heiðar- hvamm eða Heiðarból. Nýlegt einbýlishús við Háteig. ,,Góð eign“ með tvöföldum bílskúr. Eignaskipti möguleg ....................... Tilboð Fokhelt einbýlishús við Suðurvelli til sölu í skiptum fyrir rað- hús eða aðra sambærilega eign. Teikningar fyrirliggjandi. Til leigu eldra einbýlishús með húsgögnum. Hlíðarvegur 74, Njarðvík: 110 m2 endaraðhús við Miðgarð, ásamt bílskúr. Góð eign. Nánari uppl. á skrifstofunni. NJARÐVÍK: 87 m2 góð íbúð við Hjallaveg ........................ 1.550.000 126 m2 einbýlishús við Kirkjubraut I l-Njarðvík ..... 2.400.000 120 m2 nýlegt einbýlishús við Kópabraut 10, l-Njarðvík 2.300.000 Gott raðhús við Brekkustíg ásamt bílskúr............. 1.800.000 Góð 140 m2 íbúð við Brekkustíg ...................... 1.550.000 Efri hæð og ris við Brekkustíg ásamt bílskúr......... 1.900.000 3ja herb. efri hæð við Klapparstíg. Möguleiki að taka bif- reið upp í útborgun ................................. 1.200.000 Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hafnargötu 31, II. hæð - Keflavfk - Sfmi 3441, 3722 Borðar prentvillupúkinn úrbeinaðar kartöflur? Eru úrbeinaðar fylltar j metisverslun ríkisins? Nei. kartöflur nýjung hjá Græn- ! Eru kartöflurnar I Sam- kauDum eitthvað öðruvísi „Hef aldrei tippað“ „Jú, ég fylgist mikið með ensku knattspyrnunni, en ég hef aldrei á minni ævi fyllt út seöil", segir Högni Júlíusson, 14 ára nemandi í Holtaskóla ÍKeflavík. Högni er mikill áhugamaður um íþróttir og sagður heimilis- köttur (Högni, sko . . . ) í Iþróttahúsinu í Keflavík. „Þetta eru erfiðir leikirog liðið mitt, Man. Utd., er ekki á fyrsta seðlinum sem ég fylli út, er það nú. Það verða margir útisigrar um næstu helgi og fá jafntefli, en það er best að hafa nokkra heimasigra líka á seðlinum. Þaö verður aldrei svo að ekkert lið vinni heima", sagði Högni og var greini- lega að tala við sjálfan sig og mjög djúpt hugsi. Efstu liðin? „Ekkert vandamál, vinur. Mitt lið að sjálfsögðu, Man. Utd. í 1. sæti, og svo Arsenal i öðru“. Högni var að lokum spurður hvernig honum liði eftir að hafa fyllt út fyrsta getraunaseðilinn á ævinni. „Bara vel". Heildarspá Högna: Leikir 3. nóvember: Aston Villa - West Ham 2 Everton - Leicester .... 1 Ipswich - Watford ..... 2 Luton - Newcastle .... 2 Sheff. Wed. - Norwich . 1 South'pton - Nott'm For. 1 Stoke - Liverpool ..... 2 Sunderland - Q.P.R. ... 2 Tottenham - W.B.A. ... 1 Brighton - Man. City .. X Charlton - Leeds ...... 2 Notts Co. - Grimsby .. X „Lundúnatríó“ á toppnum Það er orðið Lundúnatríó á toppnum i getraunaleikn- um okkar. Gunnar Þórar- insson, síðasti spámaður, náði 6 réttum um sl. helgi. Það var ekki svo slæmt miö- að við að 2 efstu liðin töp- uðu bæði frekaróvænt. Veit ég þó aö Logi Þormóösson, einn af „tríótippurunum" og West Ham-aðdáandi með meiru, er mér þar ekki sammála. „Þetta var mjög öruggur sigur minna manna á „fallbyssuliðinu, þeir voru hreinlega skotnir niður". Já, 3 tipparar eru nú með besta árangur í get- raunaleiknum meö 6 rétta. Þaö eru þeir Steinar Jó- hannsson, Logi Þormóðs- son og Gunnar Þórarins- son. Þeirhaldaallirmeðlið- um frástórborginni London og skipa þar af leiðandi „Lundúnatrió". nket l-X-2

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.