Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 1. nóvember 1984 VÍKUR-fréttir Lifandi blað ÞAKKARÁVARP Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og velvild okkur til handa á gullbrúökaups- degi okkar, 29. september sl., sem verður okkur ógleymanlegur. Lifið heil. Kær kveója. MARTA EIRÍKSDÓTTIR og ÓLAFUR INGIBERSSON, Miðtúni 1, Keflavik Rekstrarstjóri Umsóknarfrestur um stöðu rekstrarstjóra við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, sem auglýst var laus til umsóknar í Víkur-frétt- um 4. okt. sl., erframlengdurtil 15. nóv. n.k. Leitað er eftir laghentum manni til að stjórna rekstri og viðhaldi Sorpeyðingar- stöðvarinnar. Helst vönum stjórnun og eigin frumkvæði, sem getur hafið störf fljót- lega. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskastsend- ar Eiríki Alexanderssyni, Brekkustíg 36, 230 Njarðvík, sem gefur nánari upplýs- ingar. Stjórn Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja ÚTBOÐ Flugstöð á Keflavíkurflugvelli Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkur- flugvelli óskar eftir tilboðum í skolplögn og vatnsveitu vegna flugstöðvarinnar. Verkið nær til tveggja aðskildra verkþátta og má bjóða í annan hvorn eða báða. a) Skolplögn um 6,8 km að lengd frá flug- stöð til sjávar skammt sunnan við Staf- nes. Vídd lagnar 45 cm. b) Vatnsveitu um 3,8 km að lengd frá flug- skýli B 885, norðan núverandi flug- stöðvarbyggingar, að nýju flugstöðinni. Vídd röra 300 mm. Ljúka skal verkinu 1. september 1985. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Varn- armáladeildar utanríkisráðuneytisins að Skúlagötu 63, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 25. október 1984 kl. 09:00, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðum skal skila til byggingarnefndar eigi síðar en fimmtudaginn 15. nóvember 1984 kl. 14:00. Reykjavík, 24. október 1984. Byggingarnefnd flugstöðvar Hvers vegna svarar lögreglan ekki talstöðvarútkalli? Lengi hefur veriö hamraö | á því aö fyrstu minúturnar geti skipt sköpum varðandi björgun fólks úr slysum. Er þá átt viö aö fyrstu viðbrögð séu hin einu réttu, þ.á.m. að tilkynna strax um slysið. Með þetta í huga gripum við sem komum fyrstir að um- ferðaróhappi í Njarðvík fyrir stuttu, til talstöðvarinnar og kölluðum á lögregluna á FR rás 17, sem er þeirra hlust- unarrás. En þrátt fyrir það að við kölluðum og kölluðum, svaraði hvorki lögreglan í Keflavík né Keflavíkurflug- velli kalli okkar. Samtvitum við að þeir hafa FR-stöð uppi á vegg hjá sér, sem að sjálfsögðu á að vera opin. Hins vegar svaraöi lögregla á höfuðborgarsvæðinu okkur, en þar sem símsam- band milli staða var mjög slæmt, gátu þeir ekki komið boðum. Að lokum tókst að kalla á lögreglu og sjúkra- bíl í gegnum hið slæma símakerfi okkar Suður- nesjamanna, en þá höfðu dýrmætar mínútur farið for- görðum. Því vil ég fá svar við þeirri fyrirspurn, hvers vegna lög- reglan í Keflavík svarar ekki neyðarköllum á FR rás 17? Og hvers vegna eru þeir með talstöðina uppi á vegg hjá sér fyrst þeir hlusta ekki á hana? FR-félagi Rásin misnotuð, og því ekki notuð sem skyldi Vegna bréfs ,,FR-félaga“ hafði blaðið samband við lögregluna í Keflavík og spurði um notkun átalstöð- inni og rás 17. Var spjallað almennt um notkun rásar- innar, en ekki sérstaklega umrætt atvik, sem bréfritari tekur fyrir. Leikfélagið æfir í Hollywood Hann er eflaust ekki til, sá sem veit ekki hvar Holly- wood á íslandi er. Auðvitað Hafnirnar. Nú er óhætt að segja að staðurinn standi undir nafni, því Leikfélag Keflavíkur æfir nú í barna- skólanum á staðnum leik- ritið,,Fjölskyldan“ eftir Claes Anderson, undir stjórn Ásdísar Skúladóttur. Með eitt aðalhlutverkið fer sjálfur Rikki úr Höfn- unum. Eins og oft áður hefur gengið mjög illa að fá sýn- ingarhúsnæði, því allir hugsanlegir og óhugsan- legir staðir í Keflavík og Njarðvík eru uppteknir. Að þessu sinni verður þó sýnt í Staþanum, og verður frumsýning 11. nóvember. g.ben. Kom fram að stöðin er yfirleitt opin m.a. vegna þess að fjárgæslumaðurinn á Reykjanesbraut er í beinu sambandi við lögregluna á þessari rás. Hins vegar hefur borið mikið á ónæði á rásinni sem m.a. orsakar það að hlustvarsla verður oft minni. FR-félagar notuðu þessa rás sem al- menna talrás og eins væri mikið um sterkar stöövar sem væru ,,upptjúnaðar“ og heyrðist í gegnum margar rásir í þeim. Þetta hvort tveggja orsakaði það aö stundum væri dregið niður í stöðinni, því lögreglan hefur annað gera en að hlusta á tal ýmissa talstöðv- areigenda. Þá veit blaðamaður að ýmsir talstöðvareigendur þurfa, þegar þeir eru komnir í ölvunarástand, að kalla í lögregluna til þess eins að röfla. Eins er hon- um kunnugt að mikið er um að tæki frá sólbaðsstofum trufli rásir 15-18 með ákveðnum hljóðum, en þessi tæki koma inn ásömu tíðni og talstöðvar. Á þessu sést að af bæði tæknilegum ástæðum sem og af misnotkun talstöðvar- eigenda, er hlustunarvarsla kannski ekki sem skyldi. Verður því að lagfæra þessi atriði ef bæta á ástand þess- ara mála. - epj. Hvort hlusta þessir á rás 17 eða rás 2? Skrifstofustarf Fyrirtæki í Keflavík óskar að ráða starfs- kraft á skrifstofu fyrir hádegi. Umsóknir sendist Víkur-fréttum, Hafnargötu 32, merkt „Dugleg og stundvís“, fyrir 6. nóv- ember n.k. Vanan stýrimann sem leyst getur af skipstjóra, vantar á 30 tonna línubát frá Keflavík. Upplýsingar gefnar í síma 1351. Kvenfélag Keflavíkur Hátíðarfundur í tilefni 40 ára afmælis félagsins verður haldinn laugardaginn 3. nóvember n.k. kl. 15 á Glóðinni. Félagskonur eru hvattar til að taka þátt í hátíðinni. Stjórnin Kælitækjaviðgerðir M.a. viðgerðir á ísskápum og frystikistum. GÍSLI WÍUM Hátúni 11, Keflavík, sími 92-2598

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.