Víkurfréttir - 01.11.1984, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 1. nóvember 1984
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717.
SPARISJÓÐURINN
Keflavík NJarðvík Garöl
Sími 2800 Sími 3800 Sími 7ioo
Loðnuaflinn:
10 þús. tonn komin á land á Suðurnesjum
Spurningin:
Notar þú
endurskinsmerki?
14 Suðurnesjabátar mega veiða alls
51.700 tonn á þessu veiðitímabili
Eins og fram kemur ann-
ars staðar í blaðinu, eru
nokkrir Suðurnesjabátar að
verða búnir að veiða loðnu
upp í kvóta sinn, og aðrir
eru þegar búnir. Alls fengu
14 Suðurnesjabátar úthlut-
að 51.700 tonna kvóta á
þessu veiðitímabili og skipt-
ist hann þannig milli þeirra:
Nafn tonn
Albert ............. 3.600
Dagfari ............ 3.500
Erling ............. 3.300
Gígja .............. 3.900
Grindvíkingur...... 4.500
Hákon............... 4.000
Harpa .............. 3.700
Hrafn ............. 3.700
Jöfur .............. 3.400
Keflvíkingur ...... 3.500
Sjávarborg ........ 3.900
Víkurberg ......... 3.500
Þórshamar ......... 3.600
Örn ............... 3.600
Nú í vikubyrjun höfðu
borist alls 10.305 tonn af
loðnu á land á Suðurnesj-
um. Var Sandgerði hæsti
löndunarstaðurinn með
4.985 tonn, síðan kom
Grindavík með 3800 tonn
og loks Njarðvík með 1520
tonn. Er loðnan brædd í
Sandgerði og Grindavík, en
fer í meltu í Njarðvík. - epj.
TT
r*'
Loðnubáturinn Keflvíkingur KE 100 kemur meö loðnu-
farm til Njarðvikur i siðustu viku.
Hjólbarðaþjónustan,
Aðalstöðinni:
Hjólin farin að snúast
á nýjan leik
Hjólin hjá þeim Bjarna og
Kobba á Hjólbarðaþjónust-
unni, Aðalstöðinni, eru far-
in að snúast á ný eftir 3%
mánaða hvíld. Fyrirtækið
opnaði nýlega eftir gagn-
gerar breytingar, en hús-
næði þess er nú tæpir 400
fermetrar, en var áður um
70. Er nú komin aðstaða til
að taka inn 3 bíla og boðið
er upp á 3 lyftur.
Sem fyrr er boðið upp á
alhliða hjólbarðaþjónustu
fyrir allar tegundir bíla
nema vörubíla, þar með
talin „tölvu-ballansering",
og hjólbarða er hægt að fá
nýja sem sólaða af mörg-
um stærðum og gerðum.
„Þetta er allt annað líf,
aðstaðan er allt önnur og
betri og þjónustan verður
vonandi eftir því“, sögðu
þeir Bjarni Valtýsson og
Jakob Jónsson, eigendur
Hjólbarðaþjónustunnar.
pket.
Óvenju rúmgott og bjart hjólbarðaverkstæði.
\
Verkfall BSRB:
Símakerfið í molum
Nú síðustu dagana
höfum viðSuðurnesjamenn
svo sannarlega fengið að
finna fyrir slæmu símakerfi.
Hefur síminn verið dauður
svo tímum skiptir, eða þá að
ekki hefur verið hægt að ná
sambandi við þau númer
sem hringt er í. Má því segja
að símakerf ið sé algjörlega í
molum þessar vikurnar.
Stafar þetta að mestu
leyti af því að þeir símvirkj-
ar sem sjá um daglegt við-
hald og eftirlit á símakerf-
inu, eru í verkfalli, sem
félagar i BSRB. Meðal bæj-
arbúa hafa heyrst þær sög-
ur að ástæðurnar séu
skemmdarverk starfs-
manna Pósts og sima í verk-
fallinu. Slíkar sögur eru
algjör firra og því vísum við
þeim á bug. Hér er einungis
því um að kenna, að vegna
verkfallsins geta þeir sem
annast viðhaldið ekki séð
um þá hluti. Að loknu verk-
fallinu ættu þessi mál að
komast í viðunandi horf að
nýju. - epj.
Kristinn Ásgrímsson:
„Nei, aldrei komist upp á
lagið með það“.
Valgeir Helgason:
„Nei, ég þarf þess ekki,
ég er svo stór og fallegur".
Kristján Sveinsson:
„Það er ákaflega sjaldan,
því ef ég ferðast er ég á bíl".
Arnar Þorleifsson:
„Nei, ég hef nú ekki gert
það, ég ferðast ekki mikið í
myrkri".