Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Side 10

Víkurfréttir - 23.05.1985, Side 10
10 Fimmtudagur 23. maí 1985 VÍKUR-fréttir ílFFUSlOK awww \ \ \ \ \ \ \ mimnmii ; / / / / 4W//////V///////////////// I SptííiííCHW MP sign Séð yfir hluta af hinum stórglxsilega Wembley-leikvangi. Inga Birna á Wembley Getraunaspekingur Víkur-frétta 1985 fór með Víkingaferðum til London og fylgdist með úrslitaleik bikarkeppninnar á Wembley. - „Ólýsanleg stemming“ ‘ „Ég var búin að ímynda mér að þetta væri rosalegt, en svona... og sigur hjá mínu liði í þokkabót. Ég get ekki sagt miklu meira, orð fá þessu varla lýst, slík var stemm- ingin“, sagði Inga Birna Hákonardóttir, getraunaspekingur Víkur-frétta 1985, er hún var spurð hvernig henni hefði fundist að vera á bikarúrslitaleik Man. Utd. og Everton á Wembley um síðustu helgi. Já, Inga Birna skellti sér til London með Víkinga- ferðum og stefndi á Wembley. Svo var bara að treysta á guð og gæfuna, því engir miðar voru fyrir liendi. Undirritaður slóst í för með getraunaspekingn- um, því frásögn varð að sjálfsögðu að fylgja með myndum frá þessum stóratburði. Miðana átti svo að reyna að fá fyrir utan leikvanginn. Þar eru alltaf fjöldi manna að selja miða (var okkur sagt) en að sjálf- sögðu á hærra verði en gengur og gerist. Það fór þó allt vel. Þrátt fyrir dökkt útlit um það bil hálftíma áður en leikurinn átti að hefjast, vegna mikillar tafar á farþegalestinni sem flutti okkur á Wembley, þá urð- um við okkur úti um miða. Þá voru heldur ekki nema um 10 mín. í leikinn. Inn á leikvanginn vorum við komin þegar flautað var til Ieiks. Innan um lOOþúsund brjálaða stuðningsmenn liðanna, hvílík stemming! Hreint ólýsanlegt. Eftir 90 mín. leik var jafnt, hvorugt lið hafði skorað þrátt fyrir nokkur tækifæri, og því var fram- lengt. Þá tókst Man. Utd. að tryggja sér sigur, þó þeir væru aðeins 10 á móti 11 Everton-leikmönnum. Þegar rauðu djöflarnir skoruðu markið, hélt ég hreinlega að stúkan myndi hrynja, slík voru lætin. Eins þegar flautað var til leiks- loka. Stuðningsmenn liðs- ins slepptu sér alveg. Það l Manchester Utd.-aðdáandinn og getraunaspekingur Víkur-frétta, Inga Birna Hákonardóttir, tilbúin í slaginn. gerðu þeir líka þegar einn leikmaður Man. Utd. var rekinn út af. Mjög strang- ur dómur að flestra mati og Man. Utd. aðdáendur urðu æfir. Hvað um það, sigur vannst hjá þeim rauðu og í lokin sungu áhangendur - ,,We love United, we love United . . . “ Blaðamaðurinn og get- raunaspekingurinn voru ekki einir Islendinga á leiknum. Magnús Helga- son, flugmaður með meiru hjá Suðurflugi, slóst með í förina og á leiknum hittum við Halldór Einarsson (Henson) og fleiri Valsara. HENSON gaf sem kunnugt er æfingagalla í keppnina milli DAGS og Víkur- frétta. Það var ekki ætlunin að hafa þetta neina langloku, og því látum við myndirn- ar um afganginn. - pket. Olýsanlcg stemming meðal áhorfenda. Hópur íslendinga fór í pílagrímsför til Mekka knattspyrnunnar.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.