Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.05.1985, Qupperneq 14

Víkurfréttir - 23.05.1985, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 23. maí 1985 VÍKUR-fréttir Ferðamálasamtök Suðumesja Almennur félagsfundur verður haldinn í kvöld, fimmtudag, í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík. - Ávörp flytja: Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, og Jón Böðvarsson. Rætt verður um fyrirhugaðar ferðir um Suðurnes. - Frjálsar umræður. Allt áhugafólk um ferðamál er hvatt til að mæta. , Stjórnin íbúð til leigu í Höfnum Leiguíbúð hreppsins að Djúpavogi 22 er laus til umsóknar. Er hún laus til íbúðar í byrjun júní n.k. Fjölskyldur sem eru að byggja eða ætla að byggja hér, hafa for- gang. íbúðin er 4ra herbergja um 100 ferm. í ein- býlishúsi, sem er byggt 1979. Umsóknarfrestur er til 31. maí 1985. Upplýsingar á skrifstofu hreppsins að Djúpavogi 1, eða í síma 6931. Sveitarstjóri Fjölbrautaskóli Suðurnesja Rafvirkjun Rafeindavirkjun Þeir sem stunda eða hyggjast stunda nám í rafvirkjun eða rafeindavirkjun við FS á næstu önn, eru beðnir að koma til fundar í skólanum, laugardaginn 1. júní kl. 11. Skólameistari «Fjöíbrautaskóli Suðurnesja Innritun Haustönn 1985 Innritun fyrir haustönn 1985 fer fram á skrifstofu skólans 3.-7. júní n.k. kl. 9-16. Nýnemar skulu leggja fram staðfest afrit af prófskírteini grunnskóla, útfyllt umsóknar- eyðublað og 500 kr. staðfestingargjald. Þeir sem hyggjast hefja nám viðskólannað loknu hléi eru beðnir að ganga frá vali og greiða 500 kr. staðfestingargjald. Þeir sem hyggjast stunda nám í öldunga- deild á haustönn 1985, skulu tilkynna þátt- töku sína á ofangreindum tíma og greiða kr. 1.800 í þátttökugjald. Skólameistari Nýtt útgerð- ar- og físk- vinnslufyrir- tæki í Kefíavík Hörður Falsson, Ragn- hildur Árnadóttir, Ibsen Angantýsson,, Þorsteinn Árnason og Árni Ragnar Ámason, öll í Keflavík, hafa sett á stofn í Keflavík nýtt fyrirtæki er nefnist Stakksfjörður hf. Mun það annast útgerð og vinnslu sjávarafurða. - epj. Stolið í Sandgerði - fannst í Reykjavík I síðasta tölublaði var sagt frá bílþjófnaði á tveim- ur bílum. Annar þeirra fannst fljótlega, en hinn bíllinn, með Þ-númeri sem stolið var við verbúð Mið- ness hf. í Sandgerði, fannst ekki fyrr en á mánudag, eftir að lögreglan hafði aug- lýst eftir honum í útvarpi. Var það stöðumælavörð- ur í Reykjavík sem mundi eftir því þegar hann heyrði auglýsinguna, að hann hafði um morguninn sekt- að bílinn við stöðumæli við Grettisgötu og þar fannst bíllinn lítið skemmdur. epj. Sveinn Sæmundsson átti myndsegulband fyrir. unglinga undssonar í Keflavík, en hitt fékk Árni G. Árnason í Sandgerði. Sveinn átti ekki tæki fyrir svo að nú hefur einn enn bæst í hóp þeirra sem eiga video-tæki, en Ámi átti tæki. „Það er í við- gerð. Ég gef það einhverj- um nákomnum og ætla að eiga nýja tækið sjálfur“, sagði Árni. - kmár. Fyrir stuttu komust 9.- bekkingar í Njarðvík á síð- ur blaðsins fyrir prakkara- strik, og nú eru það jafn- aldrarnir í Keflavík sem það gera. Sl. föstudagskvöld þurfti lögreglan að hafa afskipti af skrílslátum víða um bæ- inn að loknum gleðskap sem 9. bekkingar héldu i Framsóknarhúsinu í Kefla- vík. Var að sögn lögregl- unnar yfirgangur ungling- anna mikill. Vonandi verður þetta ekki fastur liður þó prófum sé lokið. - epj. Árni G. Árnason tekur við vinningnum. Tveir vinningar komu tíl Suðumesja 9. maí sl. var dregið í Happdrætti Landssam- bands hjálparsveita skáta. Vinningar voru alls 95 og Skrflslæti komu tveir af þeim hingað á Suðurnesin. Þess skal getið að búið er að hafa samband við alla vinnings- hafa, svo óþarfi er fyrir þá sem ekki hafa heyrt frá skátunum að gá að vinn- ingi. Húsbyggjendur Verktakar Tökum að okkur alhliða múrverk, t.d. flísa- lagnir, vélslípun á gólfum og almennt múr- verk. Skrifum einnig upp á teikningar og gerum föst tilboð ef óskað er. Upplýsingar veittar í símum 7274 og 3218 eftir kl. 18. Minningarspjöld Slysa- varnafélags Islands fást á eftirtöldum stöðum í Keflavík: Guðmunda Sumarliðadóttir, Hólabraut 7, sími 1439 - Guðrún Ármannsdóttir, Vallar- túni 1, sími 2391 - Svava Runólfsdóttir, Hafnargötu 48, sími 1164 - Sigríður Jó- hannsdóttir, Tjarnargötu 22, sími 1376 - Jóna Sigurgísladóttir, Melteig 8, sími 2318- Helga Þorsteinsdóttir, Vatnsnesvegi 17, sími 1162. Lan irætti skáta Vinningarnir sem hingað komu voru tvö videotæki frá Sharp. Annað tækið kom í hlut Sveins Sæm-

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.