Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 1
Skemmdir á sílóinu voru auðsjáanlegar. Rammi hf. í Njarðvík: Milljónatjón -Spónasíló sem á að þola 14 vindstig lagðist saman í óveðrinu á föstudag lagðist spónasíló við ný- byggingu Ramma hf. í Innri-Njarðvík að hluta til saman. Síló þetta, sem stendur upp við húsið á að þola 14 vindstig, að sögn Einars Guðberg, fram- kvæmdastjóra Ramma hf., og voru því sérfræðingar frá erlendu verksmiðjunni sem framleiddi sílóið, vænt- anlegir til landsins sl. þriðjudag til að skoða verksummerki. A sunnudag reif sílóið síðan af sér þrjá bolta sem héldu því niðri, og voru þá fengnir menn úr Hjálpar- sveit skáta í Njarðvík til að koma á það böndum til að hægt væri að njörva það niður með þungum vinnu- vélum. Hætta var talin á að sílóið leggðist á húsið og skemmdi það. Að sögn Einars kostar sílóið um 1 milljón og er það talið ónýtt, en í því voruum 12tonnafspónum sem óttast var að færu yfir nágrennið, ef ekki tækist að njörva sílóið niður. Vorum mikil vandkvæði að koma á það böndum, því það ruggaði fram og aftur í veðurofsanum á sunnudag. epj- Sama verðlag í Kefla- vík og Reykjavík 1,7% lægra í Keflavík en annars staðar á Suðurnesjum Skv. nýútkominni skrá Verðlagsstofnunar yfir verðlagskönnun sem gerð var í byrjun september sl. kemur í ljós að verðlag í matvöruverslunum í Kefla- vík er nánast það sama og í Reykjavík. Verðlag í mat- vöruverslunum á Suður- nesjum (utan Keflavíkur) er að meðaltali 1,7% hærra en í Keflavík. Ef einstakir vöruflokkar eru bornir saman kemur í Ijós að í sumum íilfellum eru vörur á Suðurnesjum lægri en á höfuðborgar- svæðinu. Heildarverðmunur milli Suðurnesja og Reykjavík- ursvæðisins er 1%. Matvör- ur eru 1% dýrari á Suður- nesjum og drykkjarvörur og tóbak 1,6% dýrari. Aftur á móti eru ýmsar heimilisvörur 1,5% ódýrari hér og snyrtivörur o.fl. þess háttar 0,5% ódýrari. - epj. Eigendaskipti hjá o • •• á • •• • 1 p Sjostjornunni hf. -Aukin atvinna með tilkomu annarstogara Um sl. helgi urðu eig- endaskipti hjá Sjö- stjörnunni hf. í Njarð- vík og systurfyrirtæki þess Stjörnunni hf., sem rekur togarann Dagstjörnuna. Einar Kristinsson sem verið hefur framkvæmda- stjóri fyrirtækjanna og einn eigenda, seldi meðeigendum sínum hlut sinn og hætti jafn- fram hjá fyrirtækjunum. Kaupendur eru ís- lenska umboðssalan hf. í Reykjavík og Langeyri hf. í Hafnarfirði, en þessi fyrirtæki eiga tog- arann Keili RE 37, sem hér eftir mun verða gerður út af Sjöstjörnunni ásamt Dagstjörnunni KE. Mun því togaraflot- inn aukast um eitt skip sem þýðir aukna atvinnu fyrir starfsfólkið. Aður en blaðið fór í prentun tókst ekki að ná sambandi við forráða- menn fyrirtækisins, þá Björgvin Ólafsson eða Bjarna Magnússon, og verða því frekari fréttir að bíða næsta tölublaðs. epj. 4t II —3 H|ll iJ H 1 J am m mt m m hr :..jí CQiSl Hraðfrystihús Sjöstjörnunnar hf. í Njarðvík. Bátsstrand í Sandgerði Um 11-leytið á fimmtu- dag í síðustu viku strand- aði Stefnir RE 197 í innsigl- ingunni í Sandgerði er hann var á leið út. Fjara var mikil og fór báturinn of austar- lega í rennuna með fyrr- greindum afleiðingum. Beið áhöfnin í bátnum eftir flóði og um kl. 16 náðist hann á flot á ný. Engan sak- aði um borð og skemmdir urðu engar. Stefnir er 40 tonna eikarbátur og var á leið til netaveiða er óhapp- ið varð. Skipstjóri er Grét- ar Helgason. Daginn fyrir strandið var stórstraumur og því mest- ur munur á flóði og fjöru. Að sögn starfsmanna á hafnarvigtinni í Sandgerði mældist hann mestur fjórir og hálfur meter. Meðfylgjandi mynd var tekin af Stefni á strandstað um tvö-leytið á fimmtudag. pket. Stefnir RE 197 á strandstað í Sandgerði. Ljósm.: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.