Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 19
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. nóvember 1985 19 Verkefnis- stjórn Varðandi frásögn í síð- asta tbl. um Orkusparnað- arátak í Njarðvík, varrangt farið með hver hélt sýningu þessa. Hið rétta er að Orku- sparnaðarátak er sérstakt verkefni, sem iðnaðarráð- herra og félagsmálaráð- herra standa að í samein- ingu, auk þess sem tiltekin sýning var haldin í samráði við Hitaveitu Suðurnesja. Verkefni þetta beinist að upplýsingastarfi, elfdri tækniþjónustu og lánafyr- irgreiðslu við eigendur íbúðarhúsa á dýrum orkusvæðum. Starfsemin nær til þeirra þátta sem snerta hagkvæma nýtingu og orkusparnað í íbúðar- húsnæði eins og t.d. ein- angrun, fjölföldun glers og breytinga á hitakerfum. epj. Keflavík: Vilja vörubílana burt úr íbúðahverfunum Lögreglustjórinn í Kefla- vík hefur sent bæjarstjórn Keflvíkur, bréf, þar sem hann skýrir frá því að und- anfarið hafi færst mjög í vöxt að kvartað hafi verið við lögreglu vegna vöru- flutningabifreiða, sem lagt er í íbúðahverfum í Ksfla- vík. Á fundi bæjarráðs Kefla- víkur 14. nóv. sl., varsamþ. að vísa erindinu til umferð- arnefndar. Sams konar erindi var tekið fyrir í umferðarnefnd Keflavíkur 7. nóv. sl. Þar var bókað: „Þessu fylgir slysahætta, veruleg óþæg- indi á ýmsum tímum sólar- hrings og jafnvel skemmdir á yfirborði gatna. Upplýst að lögreglan telur sig van- megnuga, að minnsta kosti til þess að ná árangri". epj. Af hverju er ekki hálku eytt í Njarðvík? Maður sem kýs að kalla sig bílstjóra, hafði sam- band við blaðið sl. fimmtu- dag og óskaði eftir því að fá svar við því, hvers vegna hálku væri ekki eytt á helstu götum í Njarðviíc eins og í Keflavík, með sandi eða salti, því stór- hættulegt væri að aka um bæinn svona. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Albert K. Sanders, bæjarstjóra í Njarðvík. Hann sagði: „Yfirleitt berum við ekki salt á göturnar, en vegna byrjunarörðugleika var nú komin hálka áður en sandi hafði verið dreift“. - epj. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 14 á þriðjudögum. Greinar og fréttatilkynningar skulu berast í síðasta lagi á mánudögum. WKUR piUii VERÐGILDI HÚSEIGNARINNAR EYKST MEÐ SÆNSKU INNIHURÐUNUM FRÁ OKKUR: HARÐVIÐARVAL KRÓKHÁLS 4 - SÍMI 67 10 10 Einkaumboðsaðili á Suðurnesjum KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN & SKIP Víkurbraut 15 Sími 1505

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.