Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VfKUR-fréttir Foreldrafélag Tjarnarsels stofnað Þann 28. okt. sl. var haldinn í Holtaskóla stofn- fundur Foreldrafélags Tjarnarsels. Vill stjórn fé- lagsins beina því til for- eldra barna sem dvelja á Tjarnarseli, að þau sýni þessu nýstofnaða félagi áhuga og komi hugmynd- um sínum varðandi dag- heimilið á framfæri við full- trúa sinna deilda. Nánari upplýsingar verða í væntanlegu frétta- bréfi sem sent verður til for- eldra á næstunni. (Fréttatilkynning) Góð ferð til Glasgow Verkalýðsfélögin efna í samvinnu við Samvinnuferðir-Land- sýn til smellinnar verslunar- og skemmtiferðar til Glasgow dagana 7.-10. des. n.k. - Verð pr. mann 12.350. - Innifalið er hótel, morgunmatur, ferðir til og frá hóteli og flugvallarskattur. - Bókanir þurfa að berast fyrir 26. nóv. n.k. á skrifstofu félagsins, í síma 2085. ATH: Verð miðasi við að næg þátttaka fáist. Verkalýðs- og sjómannafélag Verkakvennafélag Keflavíkur Keflavikur og nágrennis og Njarðvíkur Færeyingar, Suðurnesjum Matarveisla og skemmtikvöld Færeyja- klúbbs Suðurnesja verður haldinn í Gróf- inni, laugardaginn 30. nóv. n.k. kl. 20. Gestir velkomnir. Miðasala stendur yfir til 24. hjá Jonnu í síma 1078 og Eskhild í síma 7559. Eftir 24. nóv. verða miðarnir seldir öðrum. Jólaheilsur verða teknar upp í húsi Versl- unarmannafélags Suðurnesja sunnudag- inn 24. nóv. 1985 kl. 15. Færeyjaklúbbur Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurnesja Innritun nýnema P Vorönn 1986 Innritun fyrir nýnema á vorönn 1986 fer fram á skrifstofu skólans og lýkur föstu- daginn 20. desember 1985. Öldungadeild Vorönn 1986 Þeir nemendur sem nú stunda nám í öld- ungadeild, eru beðniraðgangafrávalisínu fyrir næstu önn, dagana 25.-29. nóv. n.k. Nýir nemendur í öldungadeild eru beðnir að skila skriflegum umsóknum áskrifstofu skólans, Sunnubraut 36, Keflavík, í síðasta lagi föstudaginn 20. desember 1985. Skólameistari „Skósuðarar" sperrtir og vel skóaðirá stofnfundinum á Glóðinni. Á neðri mynd- inni má sjá nýskipaða stjórn félagsins. Smáauglýsingar fbúð óskast Óskaeftir2ja-3jaherb. ibúð í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 1929. íbúð óskast Óskaeftir2ja-3jaherb. íbúð helst nálægt Heiðarhverfi. Uppl. í síma 2217. Herbergi óskast til leigu á kyrrlátum stað, með að- gangi að eldhúsi, tímabilið jan.-maí. nánari uppl. hjá Fjölbrautaskóla Suður- nesja, sími 3100. Hús til leigu Einbýlishús á tveimur hæð- um til leigu. Laust nú þegar. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Víkur-frétta. Til sölu Spectrum plús tölva með nokkrum leikjum. Uppl. í síma 2314. Til sölu nýlegur barnavagn. Uppl. í síma 3343. Til sölu Ignis frystikista, 280 lítra, 2 notuð vetrardekk 12x155, grjótgrind á Daihatsu Char- ade, tvö útvarpstæki og svalavagn. Selst ódýrt. Uppl. í síma 3829. Tapað - Fundið Kvenpils fannst á Smára- túni mánudaginn 18/11. Uppl. í síma 3805. Helgar- sportið Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni Stórleikur verður á „fjöl- um“ ljónagryíjunnar í Njarðvík annað kvöld. Þá eigast við nágrannarnir UMFN og ÍBK i úrvals- deild körfuboltans og hefst leikurinn kl. 20. A sama tíma leika í Sand- gerði lið Reynis og Stúd- enta í 1. deild körfuboltans. Eitthvað hlýtur að hafa brenglast í niðurröðun hjá KKI úr því þessirleikireru á sama tíma. SKÓSUÐ - Félag skólastjóra og yfirkennara á Suðurnesjum stofnað Skólastjórar og yfirkenn- arar í grunnskólum á Suð- urnesjum auk Fjölbrauta- skólans hafa stofnað með sér félag og nefnist það SKÓSUÐ. Formlegur stofnfundur var haldinn á Glóðinni sl. fimmtudag 14. nóv. Til- gangur félagsins er fyrst og fremst að auka tengsl og samskipti skóla á Suður- nesjum. I öðru lagi að gera stjórnendum skóla kleift að fylgjast með nýjungum í skólamálum. Fyrstu _ stjórn skipa: Hjálmar Arnason, skóla- meistari F.S., sem er for- maður, og meðstjórnendur Halldóra Ingibergsdóttir, yfirkennari Grunnskóla Njarðvíkur, og Guðjón Kristjánsson, skólastjóri Grunnskóla Miðneshrepps. „Með stofnun félagsins ætti að vera auðveldara að gera samskipti skólanna markvissari með hags- muni þeirra í huga“, sagði Hjálmar Arnason, formað- ur félagsins, í samtali við blaðamann Víkur-frétta. pket. Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. janúar n.k. Um- sóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni og lögreglustjórum um land allt. Umsóknir ásamt tilskildum fylgiskjölum skulu hafa borist skrifstofu minni eigi síðar en 10. desember n.k. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli 15. nóvember 1985

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.