Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 9
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. nóvember 1985 9 Keflvíkingar að missa fleiri leikmenn? Þorsteinn og Freyr á faraldsfæti Þorsteinn Bjarnason, markvörður 1. deildar liðs ÍBK í knattspyrnunni er nú í Danmörku að ræða við forráðamenn dönsku meistaranna Bröndby. Steini fór sl. mánudag og ætlar að dvelja hjá Dönun- um í vikutíma og kanna að- stæður. „Það er ekkert hægt að segja ennþá, en ég væri al- veg til í að reyna mig þarna“, sagði Þorsteinn í samtali við blaðamann Víkur-frétta um sl. helgi. Þorsteinn Bjarnason Sagði Steini að líklega mundi hann koma við í Noregi eftir dvölina í Dan- mörku og ræða við forráða- menn tveggja 1. deildar liða þar í landi. En það eru fleiri en Steini á faraldsfæti þessa dagana. Næsta fimmtudag fer Freyr Sverrisson, mið- vörður IBK, til að ræða við forystumenn 2. deildarliðs- ins Royn í Hvalba í Fær- eyjum. Þeir hafa boðið hon- um að koma til að þjálfa og leika með liðinu næsta sumar. ,,Eg á alveg eins von á því að leika knattspyrnu í Fær- eyjum næsta sumar. Það skýrist allt um aðra helgi. Annað hvort kem ég heim með samning upp á vasann, eða leik með IBK næsta sumar“, sagði Freyr. Ekki er því ólíklegt að Keflavíkurliðið verði eitt- hvað breytt næsta tímabil. Fari Þorsteinn og Freyr þá hafa Keflvíkingar rnisst þrjá leikmenn, Ragnar, sem eins og kunnugt . er at- vinnumaður í Belgíu. En Skari „þrusi“ mundar kjuðann. DUUS-mótið í ballskák: Oskar „þrusi“ vann Gamla kempan, Óskar Kristinsson, - „Skari þrusi“, gerði sér lítið fyrir og sigraði i DUUS-mót- inu í ballskák (snóker) sem fram fór í nýja sal Knattborðsfélagsins að Hafnargötu 54 í Keflavík um síðustu helgi. Oskar sigraði DUUS-meistar- ann frá fyrra ári, Gunnar Gunnarsson, í úrslitavið- ureign, 5:2. Þessir sömu léku í úrslitum í fyrra en þá sigraði Gunnar. Börkur Birgisson varð þriðji og vann Tómas Marteinsson í viðureign um 3. sætið. Tómas átti hins vegar hæsta skor í mótinu, 56 punkta. 19 manns tóku þátt í mótinu, sem er það fyrsta á vetrinum. Keppt var með útsláttarfyrirkomu- lagi og með forgjöf. pket. _________________________> Keflvíkingar fá líka leik- menn. Vitað er um alla vega tvo sem eru akveðnir í að ganga yfir í ÍBK. Það eru þeir Skúli Jónsson, mark- vörður Reynis, og Gísli Grétarsson úr UMFN. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Mark Duffi- eld, hinn sterki miðvörður Siglfirðinga og unglinga- landsliðsmaður, áhuga á að koma hingað suður. Hefur hann verið orðaður við bæði ÍBK og Víði. - pket. Freyr Sverrisson Akureyrarferð: Aðeins eitt stig 3. deildar lið Reynis í handboltanum lék tvo leiki fyrir norðan um sl. helgi. A Húsavík léku þeir við Völs- unga og náðu aðeins jafn- tefli, 30:30. Seinni dagferð- arinnar léku þeir svo við Þór Ak. og töpuðu 20:17. Fóru Reynismenn aðeins með 7 menn norður, engan skiptimann, og því fór sem fór. - pket. KJÖIATILBOÐ FRÁ KODAKK 20% AFSLATTUR TIL 25. NÓVEMBER HLJÓMVAL Hafnargötu 28 - Keflavík - Sími 3933 ...OG ÞAÐ FYRIR AÐEINS 25 KR. STK.* *Kort með umslagi. Minnsta pöntun er 10 stk. eftir sömu mynd. STÓRGÖÐ GJAFAHUGMYND

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.