Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Nýlegt vandaö einbýlishús við Birkiteig m/bilsk. 3.800.000 Raöhús við Greniteig meö bilskúr, í mjög góöu ástandi ..................................... 2.500.000 Glæsilegt ibúöarhús viö Haaleiti, mikiö endurn. 4.950.000 Glæsilegt einbýlishús við Heiðarbrún m/bílskúr 4.850.000 Glæsilegt einbýlishús viö Nónvöröu ásamt stór- um bilskúr ................................... 5.450.000 Einbýlishús viö Túngötu, mikið endurnýjaö bæöi utan og innan ................................ 2.200.000 4ra herb. ibúð viö Hátún ásamt bílskúr, í mjög góðu ástandi ................................ 2.200.000 3ja herb. e.h. við Aðalgötu með sér inngangi, losnar fljótlega ............................. 1.150.000 2ja-3ja herb. íbúö viö Háteig. Bifreiö kemur til greina sem útborgun ......................... 1.350 000 Úrval af 2ja-3ja herb. íbúöum við Heiðarból og Heiðarhvamm ....................... 1.200.000-1.500.000 2ja herb. ibúð í fjórbýlishúsi við Hólabraut, mikið endurnýjuð ................................... 1.350.000 3ja herb. íbúð við Hringbraut, 90 ferm., einstak- lega góöir greiösluskilmálar ................. 1.250.000 2ja herb. íbúð við Kirkjuveg með sér inng. Góðir greiðsluskilmálar...................... 1.000.000 2ja herb. íbúð við Mávabraut, engar áhvílandi skuldir, góð íbúð ........................... 1.200.000 3ja herb. jarðhæð við Sunnubraut, 90 ferm. ... 1.400.000 Fasteignir i smíöum í Keflavík: 3ja herb. ibúö viö Heiöarholt, tilb. undir tréverk. Seljandi: Húsageröin hf. Mjög góöir greiðslu- skilmálar .................................... 1.475.000 2ja-3ja herb. ibúðir viö Mávabraut, sem seljast tilb. undir tréverk. Mjög góöir greiðsluskilmálar. Seljandi: Hilmar Hafsteinsson ............... 1.350.000 og 1.450.000 NJARÐVÍK: 2ja herb. íbúð tilbúin undir tréverk við Fífumóa, 50 ferm................................ 1.000.000 Einbýlishús viö Holtsgötu ásamt bilskúr, í góöu ástandi. Laust strax ......................... 3.500.000 GRINDAVÍK: Einbýlishús við Suðurvör ásamt bílskúr (hita- veita í húsinu) ..................... 2.550.000 Miögaröur 6, Keflavik: Raðhús ásamt bilskúr, 116 ferm. Vinsæll staður. 3.300.000 Vesturbraut 13, Keflavik: 3ja herb. neöri hæð með sér inngangi. Losnar fljótlega. 1.250.000 Kirkjuteigur 13, Keflavik: Hæö og ris, 165 ferm. Húsið er mikið endurnýjað, m.a. parket á gólfum og nýjar huröir. 3.200.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Njarðvík Höfum kaupanda að góðri sérhæðeðaein- býlishúsi. Skipti á nýlegri 3ja herb. íbúð æskileg. FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Kvenfélag Keflavíkur heldur kökubasar í Holtaskóla, laugardag- inn 23. nóv. kl. 14. - Fjölbreytt kökuúrval. Basarnefndin Þátttakendur í kennslustund. Námskeiði fyrir stjórnendur þungavinnuvéla nýlokið - Haldið fyrir tilstuðlan VSFK. - ÍAV gaf alla vélavinnu í sl. viku lauk í Sjálfs- stæðishúsinu í Njarðvík námskeiði fyrir stjórnend- ur þungavinnuvéla. Alls sóttu 27 stjórnendur slíkra véla námskeið þetta, sem haldið var af Iðntækni- stofnun, að tilstuðlan Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og ná- grennis. Að sögn Svavars Svav- arssonar, stjórnanda nám- skeiðsins, hófust slík námskeið 1973, en þá höfðu þau ekki lagalegt gildi, en það fengu þau 1983 og eru þau nú lögboðin lágmarks- fræðsla fyrir þennan vinnu- hóp. Skv. lögunum verða menn nú, til að öðlast full réttindi á þungavinnuvélar, að sækja slíkt 10 daga nám- skeið og hafa síðan 700 vinnutíma á bak við sig og koma þá aftur á 6 daga námskeið. Meðal þátttakenda var ein kona og fjöldinn allur af Svavar Svavarsson við kcnnslu á námskeiðinu. verktökum, en þarna fór fram mjög hagnýt kennsla fyrir stjórnendur þessara véla. Voru þeir þátttakend- ur sem blaðið náði sam - bandi við, mjög ánægðir með þessa fræðslu. Sagði Svavar að alls væru um 900 manns búnir að sækja svona námskeið síðan þau hófust 1973 og þar af um 600 síðan þau voru lögboðin, en þetta væri fyrsta námskeiðið eftir löggildinguna, sem haldið hefur verið hér suður með sjó. Greiddu þátttakendur ákveðið gjald sem lækkaði um tæpar 4000 kr., vegna þess að Islenskir Aðalverk- takar sf. gáfu afnot af tækj- um fyrirtækisins í einn dag fyrir þátttakendur að æfa sig á. - epj. Fleiri veitingahús . . . Eins og greint hefur verið frá í MOLUM verð- ur opnaður nýr skyndi- bitastaður á Glóðinni innan skamms. Mun hann verða með pítur, pizzur og Heira á boðstól- um. En Seli karlinn er ekki einn um hituna. Vitað er um tvenn hjón í Ketlavík sem liafa sótt um leyfi til að opna svip- aðan stað að Hafnargötu 37 í Keflavík. En bíðið við. Ekki bara pítu-pizzu-staðir. Ragn- ar Örn í KK hefur ákveð- ið aðopna lítinnstað í KK húsinu þar sem aðal áhersla verður lögð á fisk- rétti. Einnig hefur heyrst að í Njarðvík séu einhverj- ir að gæla við opnun ein- hvers konar veitingastað- ar ekki langt frá gamla góða Þristinum, sem ennþá stendur fyrir sínu. Og svo þegar hótelið okkar sem allir bíða í ofvæni eftir að opni verð- ur komið í fúll-sving, nieð restauranti auðvitað, munu Ketlvíkingar og Suðurnesjamenn ekki þurfa að kvarta yfir veit- ingahúsaleysi. Sannköll- uð veitingavík. . . . og enn ein tískubúðin I stórbyggingu Ragga rakara á Hafnargötunni er nú loksins að færast líf í. Þar mun innan skamms opna ný tískuverslun. Ekki hafa MOLAR heyrt neina nafngift ennþá á búðina, en ein af aðstand- enduni hennar er fyrrum afgreiðsludama í Kóda, Rúna Reynisdóttir. Fógetaembættið lak Mikils leka hefur orðið vart í dómskerfinu í Keflavík, eða nánar tiltekið hjá bæjarfóget- anuni. Ekki svo að skilja að upplýsingar seni ekki rnáttu leka út hafi gert það, heldur lak húsið í óveðrinu, þ.e. rigningar- vatnið átti greiða leið inn í bygginguna. Ekki var þetta eina stórbyggingin á Suðurnesjum sem það gerði, því önnur enn stærri fór nánast á flot. Sú bygging hýsir Samkaup og hefur nú fengið hjá gárungununi nafnið 40 bala búðin. Bakarí - Konditori - Kaffi Gunnarsbakarí hefur lagt inn umsókn fyrir að fá að breyta brauðbúðinni Hafnargöru 31 í svokall- að BAKARÍ-KONDI- TORI-KAFFI, þ.e. að hafa borð og stóla fyrir viðskiptavini þar sem þeir geta neytt framleiðslunn- ar ásamt einhverjum drykkjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.