Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 21. nóvember 1985 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 4717 Bílskúr fauk inn á næstu lóð í óveðrinu Suðurnesjamenn fóru ekki varhluta af óveðrinu sem gekk yfir landið um síðustu helgi. Stórtjón varð á húsum, bátum, bílum og fleiru. Meðal annars tókst bílskúr á loft í heilu lagi við Túngötu í Keflavík og fauk inn á næstu lóð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd . Nánari fréttir af óveðrinu eru annars staðar í blaðinu.- -pket. Óskemmtileg reynsla sorphreinsunarmanns: Fékk sprautu í handlegginn - sem innihélt deyfilyf. Sprautan var í sorppoka frá Heilsugæslustöðinni í Grindavík Starfsmaður hjá Njarð- taki sf., sem sér um sorp- hreinsun á Suðurnesjum, varð fyrir þeirri óskemmti- legu reynslu að fá sprautu- nál í handlegginn er hann var að taka sorppoka frá Heilsugæslustöðinni í Grindavík á miðvikudag í síðustu viku. I sprautunni var lyf, líklega deyfilyf, því- handleggur mannsins dofnaði upp um leið og harðnaði. Vildi svo vel til að á Heilsugæslunni var lækn- ir við störf sem skoðaði manninn og til öryggis lét hann fá resept fyrir bakt- eríudrepandi lyfi til að taka inn. Fyrir læknishjálpina og reseptið þurfti maður- inn síðan að greiða fullu verði. Að sögn Ólafs Thorder- sen, framkvæmdastjóra Njarðtaks, er alltof algengt að fólk setji oddhvassa hluti, glerbrot og annað slíkt í ruslapoka, sem geta verið sorphreinsunar- mönnum stórhættulegir. Er dæmi þess að starfsmaður hjá Njarðtaki hafí verið frá vinnu í 6 vikur eftir að hafa fengið spegilbrot í hand- legg. Vildi Ólafur koma því á framfæri við fólk að ganga vel frá glerbrotum og öðru slíku áður en það léti slíkt í ruslatunnuna. Sprautan er nú komin í hendur rannsóknarlögregl- unnar í Keflavík og verður' innihald hennar efnagreint. Sorphreinsunarmaðurinn hefur náð sér að fullu eftir þetta óvenjulega atvik.-pket r r Arsþing IBK ™ Öll ráðin skiluðu hagnaði 30. ársþing ÍBK var hald- ið á Glóðinni laugardaginn 16. nóv. sl. og var það fyrri þingdagur. Seinni þing- dagur var síðan haldinn sl. þriðjudag 19. nóv., og var þá Ragnar Marinósson end- urkjörinn formaður IBK. A fyrri þingdegi voru skýrslur og reikningar stjórnar og sérráða lesnar upp og má segja að útkom- an væri góð. Óll ráðin voru í hagnaði eftir árið, þ.e.a.s. knattspyrnu-, körfu- og handknattleiksráð, og má þá minnast á handknatt- leiksráð, sem nú er í fyrsta sinn í langan tíma að skila hagnaði eftir erfið tímabil. ghj. Spurningin: Ertu farin(n) að huga að jólum? Helgi Guðleifsson: „Já, já, hugsa um þau eins og kristnum manni sæmir“. Anton Jónsson: „Nei, lítið, alla vega“. Fjóla Einarsdóttir: „Nei, ég get ekki sagt það“. Vilborg Norðdal: „Farin að huga að jólun- um? Nei, ég get nú varla sagt það“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.