Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir ue>*! 0$ xr£\ 0%^°"’ rlf ^ uie'í"' W se%iV>wí"’iðta Tölvur hafa nú rutt sér svo til rúms, að varla þyk- ir tíðindum sæta þótt slík verkfæri finnist á öðru hverju heimili, eða næst- um því. Stór hópur ung- menna hefur tölvur að aðaláhugamáli. Tölvu- dellan getur heltekið menn svo mikið að þeir sjá ekki dagsljósið í nokk- ur ár, rétt á meðan mesta dellan gengur yfir. Einn af þessum tölvu- dellu-ungmennum er Is- leifur Gíslason, 21 árs nemi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar stundar hann nám ánáttúrufræði- braut og tekur stúdents- próf í vor. Ætlarðu í Háskólann? „Já, það er nú stefnan. Eg reikna með að fara í viðskiptafræði eða eitt- hvað þess háttar nám“. Hvað með tölvufræð- ina? „Ég reikna nú ekki með því. Eg hugsa að sú kunn- Isleifur Gíslason með heimilisvininum, Atari ST 520. Teikna má margvíslega hluti á tölvuna, eins og sjá má. átta sem ég nú þegar hef öðlast nægi mér. Þó er aldrei að vita“. Hvenær fékkstu áhuga á tölvum? „Það var árið 1981. Við pabbi vorum á gangi í Reykjavík og gengum fram hjá verslun sem seldi tölvur. Pabbi hafði kynnst tölvum í sínu starfi og við fórum inn í búðina og komum út með tölvu. Það var lítil Atari tölva. Eg fór strax að grúska í þessu og hef verið að síðan. Núna var ég að fá nýja Atari ST 520 tölvu, sem er mjög snið- ugt verkfæri. Hún er al- veg ný á markaðnum hér og enn sem komið er er ekki mikið til af forritum í hana, en það á nú örugg- lega eftir að lagast". Hvað er það sem heillar menn svona mikið? „Það er nú ekki gott að segja. Það er bara gaman að grúska í þessu, upp- götva nýja hluti næstum því daglega og bara eiga við þetta“. Hefur þú forritað eitt- hvað sem er í frásögur fær- andi? „Eg hef unnið nú í nokkur sumur hjá Ramma hf. við forritun. Það byrjaði smátt eri hef- ur aukist stórlega. Ég hef samið nokkur forrit fyrir þá, það er nú svona það stærsta. Svo hef ég verið að grúska fyrir sjálfan mig aðallega. Annars finnst mér persónulega mest gaman af „grafík- inni“, þ.e. að teikna á tölvuna“. Samdirðu ekki forrit fyrir ferðaskrifstofu í Fjöl- braut? „Jú, blessaður vertu, það var nú svo lítið. Það tekur því ekki að tala um það“. Hvaða forritunarmál notarðu helst? „Basic, sem er algeng- ast á smátölvurnar, ASS- EMBLER og svo forrit- unarmál sem heitir „C“. Það er eitt það vinsælasta á þessa nýju tölvu mína og er mjög skemmtilegt. Ég er að kynna mér það núna“, segir Isleifur og sýnir blm. heilmikinn doðrant sem inniheldur allar upplýsingar um for- ritunarmálið „C“. Hvað með önnur áhuga- mál? Ertu eitthvað í íþrótt- um? „Nei, ég er anti-sport- SOLUD RADIAL VETRARDEKK Nú er rétti tíminn til að huga að vetrardekkjun- um. - Höfum flestar stærðir af sóluðum radial hjólbörðum á lager. - 5% staðgreiðsluafsláttur til 15. des. n.k. - Frábær inniaðstaða. - Tökum einnig tímapantanir. - Fljót og góð þjónusta. FITJABRAUT 12 - SÍMAR 1399, 1693 isti af lífi og sál. Þó fylg- ist ég með fótboltanum bæði hér heima og þeim enska. Nýlega fór svo áhugi minn á brids að gera vart við sig og við spilum mikið í skólanum. Þar er bridsfélag og spil- um við einu sinni í viku og svo alltaf í frímínútum“. Þú ert þá meira fyrir hugaríþróttir? „Það má segja það. Ég tefli líka svolítið. Þetta passar allt ágætlega sam- an, tölvan, bridsið og skákin“. Þú hefur áhuga á ensku knattspyrnunni. Spilarðu eitthvað í getraununum? „Já, ég er nýbyrjaður á því. Fékk 9 rétta fyrst og síðan ekki söguna meir“. Getur tölvan ekki séð um þetta fyrir þig? „Jú, ætli það ekki. Ég sný mér kannski að því að semja forrit sem gefur manni 12réttasvona3var í mánuði“, segir Isleifur og hlær. Ertu sjálfmenntaður í tölvudellunni? „Já, utan þess að ég fór á eitt námskeið fyrir byrj- endur þegar ég var að byrja. Það olli mér mikl- um vonbrigðum þegar ég kom heim. Þá passaði sú útgáfa af ,,basic“ sem kennd var á námskeiðinu ekki við tölvuna mína. Þá byrjaði grúskið, að ftnna út í hverju mismunurinn var fólginn og leiðrétta hann. Þetta er eitt alls- herjar grúsk allt saman og hefur kostað það að ég tek stúdentsprófið á 10 önn- um í stað 8, sem er venju- legur hraði. Tölvan hefur kostað mig eitt ár í námi, en ég er ekki viss um að ég hefði getað nýtt það ár betur“. Hlustarðu eitthvað á músík? „Já, ég geri mikið af því, en það er þá aðallega tölvupopp" (þú segir ekki). - kmár.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.