Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 21. nóvember 1985 VÍKUR-fréttir íþróttahús Keflavíkur 5 ára: „Einn stærsti þáttur í æsku- lýðsstarfsemi bæjarins“ - segir Jón Jóhannsson, forstöðumaður hússins 8. nóvember sl. var íþróttahús Keilavíkur 5 ára. Óhætt er að segja að með tilkomu hússins hafi orðið bylting í íþróttalífi Keflvíkinga, sem fram að þessu höfðu aðeins haft litla íþróttahúsið við Myliubakkaskóla til íþróttaiðkunar. Það var snemma árs 1976 sem fyrstu framkvæmdir við Iþróttahús Keflavíkur hóf- ust. Ári seinna var salurinn reistur, sem tók skamman tíma þar sem hér var um að ræða svokallað einingahús. Árið 1980, nánar tiltekið 8. nóv., var húsiðsvo formlega tekið í notkun. í tilefni af þessum tímamótum fengum við Jón Jóhannsson, forstöðumann húss- ins, í viðtal. Stór þáttur í æskulýðsstarfseminni „Mikill fjöldi unglinga sækir húsið geysilega vel, og má segja að þetta sé einn stærsti þáttur í æskulýðs- starfseminni í Keflavík“, sagði Jón, aðspurðiir um aðsóknina í húsið. „Égheld að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað forystumenn deildanna vinna mikið æskulýðsstarf. Enda hefur það komið fram, að ungl- ingar sem stunda íþróttir lenda síður í vandræðum“. Og húsið er í notkun frá morgni til síðla kvölds? „Já, allt frá því kl. 8.15 til 23.40 alla daga vikunnar. Skólarnir eru hér virka daga til kl. 17, og þá taka æfingar við. Um helgar eru svo bæði æfingar og keppn- ir". Finnst þér árangur hjá ÍBK í innanhússíþrótta- greinum hafa batnað með tilkomu hússins? „Árangurinn hefur orðið meiri í mörgum greinum og er mjög góður víða. Málið er bara það, að flokkarnir fá ekki nógu margar æfing- ar, þar sem þeir eru svo margir. Sjálfur er ég hlynnt- ur því að hafa sem flesta iðkendur í húsinu, heldur en láta eina og eina grein ná yfirtökum, eins og sums staðar hefur gerst. Þá nefni ég sem dæmi Hafnarfjörð. Þar hefur megin áhersla verið lögð á handknattleik, enda hafa þeir verið stór- veldi á því sviði í mörg ár. Það er erfitt að ná góðum árangri í mörgum greinum. Við höfum verið stórveldi í knattspyrnu, sem enn virð- ist vera vinsælasta greinin hér í Keflavík. Ástundun þar í yngstu flokkunum í húsinu er ótrúlega mikil. Allt upp í 60 drengir hafa mætt á knattspyrnuæfingu hérna og áhuginn er mikill. Körfuknattleikur hefur einnig verið í mikilli sókn og er orðin vinsæl íþrótt hér í Keflavík“. Hvaða greinar eru niest stundaðar? „Þetta eru fimm höfuð- greinar: knattspyrna.hand- knattleikur, körfuknatt- leikur, frjálsar íþróttir og badminton". Ástundun almennings ekki nógu mikii Hvað með hinn almenna borgara - er hann duglegur við ástundun íþrótta? „Ég er ekki nógu ánægð- ur með þátttöku almenn- ings. Fjórir hópar stunda hér knattspyrnu innanhúss. Auk þess hafa verið hér blak-æfingar sem er tilvalið fyrir hinn almenna borg- ara sem ekki er í mikilli þjálfun. Ástundun var góð til að byrja með, en hefur dottið niður. Ég vil endi- lega hvetja fólk sem vinnur skrifstofustörf og því um líkt, að koma og kynna sér hvað húsið hefur upp á að bjóða. I því sambandi má nefna að nú í haust byrjaði Guðmundur Sigurðsson, íþróttakennari, með lík- amsrækt fyrir karlmenn. Og hér er líka stunduð kvennaleikfimi og ýmislegt annað. Á vorin koma hing- að stangveiðimenn og æfa fluguköst. Nú, og svo hefur ýmislegt verið hér í húsinu, s.s. tónleikar, karlakóra- mót o.fl. Handboltinn á uppleið „Þó svo að almenningur sé kannski ekki nógu dug- legur við ástundun æfinga, er húsið mjög vel sótt af áhorfendum þegar hér eru kappleikir. Það eru mörg sömu andlitin sem maður sér á flestum kappleikjum hér“. Hvar er aðsóknin mest? „Hún er mest í körfu- boltanum. Það hafa komið hingað á körfuboltaleik yfir þúsund manns, sem er mesta aðsókn í húsið frá upphafi. Handboltinn er nú á mikilli uppleið og að- sókn á þá leiki eykst stöð- ugt. Forystumenn hand- boltans eru loks að sjá ár- angur starfs síns á undan- förnum árum og eru að ná handboltanum upp á nýjan leik eftir lægð, sem að miklu leyti stafaði af aðstöðu- leysi“. En nú er byggingu húss- ins ekki fulllokið. Hvað er eftir? „Við íþróttahúsið á eftir að byggja viðbyggingar við gaflana. I þeim verða minni salir sem verða hentugir fyrir borðtennis og júdó, sem því miður hafa ekki komist að hér í húsinu, og með tilkomu þessara sala mun aðstaða fyrir almenn- ing einnig lagast mikið". Og framundan eru miklar framkvæmdir hér á íþrótta- svæðinu með tilkomu sund- miðstöðvar? „Já, nú þegar er búið að steypa sökkla fyrir kjallara sundmiðstöðvarinnar, en þar mun verða búningsað- staða fyrir íþróttavellina sem hingað til hefur verið í íþróttavallarhúsinu. Það er nú komið til ára sinna og er löngu orðið of lítið. Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við það, en upp hefur komið sú hugmynd að gera húsið að klúbbhúsi fyrir ÍBK og finnst mér það mjög góð hugmynd. Nú, hvað aðrar framkvæmdir varðar þá var lokið við alla undirbúningsvinnu við nýj- an malarvöll í Heiðarhverfi sl. sumar, aðeins eftir að setja topplagið á völlinn. Þetta er fyrsta skrefið í íþróttaframkvæmdum á því útivistarsvæði“. Börnin ganga vel um húsið Að lokum Jón, það hefur vakið mikla athygli,sérstak- lega aðkomumanna, hve húsið er snyrtilegt. Erlendir keppendur spurðu mig fyrr á þessu ári hvort það væri nýtt, sem lýsir best áliti þeirra á því. Hvað viltu segja um þetta? „Ég vil nú beina þessu hóli eiginlega beint til krakkanna sem ganga um húsið. Þau eiga stærstan þátt í þessu. Þau passa húsið vel og ganga mjög vel um það. Frá byrjun hefur ekkert áhald eða neitt í hús- inu verið skemmt eða eyði- lagt, sem segir sína sögu. Auk þess passa krakkarnir upp á það að utanbæjar- menn sem hér eru við keppni, fari ekki inn á skónum. Svo má nú ekki gleyma því að við höfum verið einstaklega heppin með starfsfólk, sem einnig hefur lagt metnað sinn í að hafa húsið sem snyrtileg- ast“. Þú er sem sagt ánægður með húsið? „Já, auk þess er það vel hannað. Þetta hús hefur t.d. fram yfir mörg önnur, að það er stutt úr búningsklef- um inn í sal. Lokaorð mín vil ég eigna byggingarnefnd íþróttahússins. Hún vann sín störf vel og lét ganga mjög vel frá öllu hér í hús- inu“, sagði Jón Jóhanns- son. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.