Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 21.11.1985, Blaðsíða 13
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. nóvember 1985 13 „Við krefjumst þess að þetta verði lagað“ Hafnamenn óánægðir með þjónustu Hitaveitu Suðumesja varðandi tíðar rafmagns- bilanir um síðustu helgi Frá því um kl. 16 á föstu- dag og fram til kl. 6.30 sl. mánudagsmorgunn fór Reykjaneslínan, þ.e. sú sem þjónar Höfnum, út a.m.k. 15-20 sinnum. I Höfnum kynda margir upp með raf- magni auk þess sem vatns- dæla hreppsins er knúin með þeirri orku og því urðu sumir að búa við það að hafa hvorki rafmagn , hita né kalt vatn. Einn þeirra Hafnabúa sem eru að vonum óánægð- ir með þetta er Björgvin Lúthersson, stöðvarstjóri Pósts og síma, en hann er búsettur í Höfnum. Hann hafði þetta um málið að segja: „Eftir að rafmagnið fór kl. 16áföstudagnáðumvið ekki í neinn til að gera við bilunina. Síðan tókst okkur að ná sambandi við einn starfsmann Hitaveitu Suð- urnesja og þrátt fyrir að hann hafi ekki verið settur inn í þessi mál reyndi hann að bjarga okkur eins og hægt var. En á meðan voru þeir sem sjá áttu um þessi mál á fundi inni í Reykja- vík. Dæmi er um að fólk sem notast við rafmagnshita, hafi orðið að klæða börn sín ofan í rúm vegna kulda. Þá notumst við við rafmagns- vatnsdælu og því var meira og minna vatnslaust á l Hrikalcgt ástand var í Höfnum um sl. helgi vegna rafmagnsbilana. kalda vatninu. Bjuggum við því við þrenns konar vanda, rafmagnsleysi, hita- leysi og kaldavatnsleysi af þessum orsökum. Það vildi svo vel til að við höfðum símann í góðu lagi, vegna þess að ég var ný- búinn að skipta um alla geyma, sem dugðu í 15-18 tíma, en vegna þess hve raf- magnið fór oft af jaðraði við að það dygði ekki. Þó við búum aðeins 10 km frá Njarðvík er þetta ekkert betra en í svörtustu Afríku. Er því ekki hægt að bjóða upp á slíkt öryggis- leysi. Það er engin afsökun að Rafmagnsveitur ríkisins hafi skaffað þetta svona, því menn eiga að ganga með línunni ef bilun kem- ur upp. Það veit ég samkv. reynslunni frá Pósti og síma, enda gerum við það, þar sem neyðarástand er eins og var í Höfnum, auk þess sem sett er vakt á stað- inn. Þá var veðrið oft ekki það slæmt að ekki mætti laga þetta. Það erekki hægt ef það er fárviðri, en þó það séu 6-8 vindstig þegar raf- magnið fer, má alveg gera við. Gerum við Hafnabúar því skýrar kröfur til þess að þetta verði lagað og að þeir sem eru á vakt verði settir inn í þessi verkefni, því sá sem bjargaði okkur gerði það uppá sitt einsdæmi að setja rafmagnið inn hvað eftir annað“, sagði Björg- vin að lokum. Vegna þessa höfðum við samband við Jóhann Lín- dal, rekstrarstjóri há- spennusviðs hjá Hitaveitu Suðurnesja. Hann hafði þetta um málið að segja: „RARIK er með samn- ing við Hitaveitu Suður- nesja um eftirlit og viðgerð á línunum fram til áramóta. Skiptir það því engu þó við höfum verið á ráðstefnu í Reykjavík þegar bilunin kom fram. Því megum við ekki koma nálægt þessum línum frá RARIK fyrir áramót og því ekki við okkur að sakast. Við settum Reykjaneslín- una þó inn 15-20 sinnum og hún fór alltaf út aftur á svona hálftíma fresti, vegna bilunar sem á henni var. RARIK var við stórvið- gerð á hinni línunni ofan við Garðabæ, en þar fóru fjórar stæður. Þeir vissu af þessu og að við værum að halda þessu í gangi hérna. Við höfum farið fram á að þeir tækju tvo menn frá okkur inn í sinn hóp til að setja þá inn í þessi mál hérna, en þeir telja sig ekki tilbúna til þess strax“, sagði Jóhann Líndal. - epj. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$ GJALDEYRISÞJÓNUSTA ÖLL ALMENN GJALDEYRISÞJÖNUSTA: Gjaldeyrisreikningar Ferðatékkar Námsyfirfærslur Erlendar ávísanir GREIÐUM NÚ EFTIRFARANDI VEXTI AF GJALDEYRISREIKNINGUM: Innistæður í Bandaríkjadölum. 8% Innistæður í Sterlingspundum .... 12% Innistæður í V-þýskum mörkum ... 5% Innistæður í dönskum krónum .... 10% a Q' CQ Q' UÍRZLUNflRBflNKINN - VÚtKUt fl&l ! Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 1788 <D<D<D<D<D<D<D<D<D<D<D<D «J)tJ)«J)«J)tJ)«J)tJ)«J)«J)tJ)«J)«J)«J)«J)«J)«J)«J)«J)«J)tJ)tJ)«J)«J)4)«J)«J)«J)«J)tJ)«J)tJ)4)4)4)4)4)tJ)

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.