Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 5. desember 1985 11
Skóbúðin Keflavík byggir verslunarhús:
„Þetta ætti að
að vera praktískt
fyrirkomulag"
- segja þau Erla Sigurbergsdóttir
og Jón Þorsteinsson
„Það hefur alltaf verið
draumurinn að byggja
?etta upp. Og nú var að
írökkva eða stökkva því
túsnæðið er komið til ára
sinna“ segja þau Erla Sigur-
bergsdóttir og Jón Þor-
steinsson eigendur Skó-
búðarinnar í Keflavík.
Þau standa núna í stór-
ræðum og eru að byggja við
og ofan á núverandi hús-
næði verslunarinnar. Þegar
sú bygging rís verður hún
tæpir 900 fermetrar að flat-
armáli á tveimur hæðum og
síðan verður kjallari undir
lagerpláss. I byggingunni er
gert ráð fyrir 7 verslunum
eða þjónustufyrirtækjum
og er þá gamla góða Skó-
búðin meðtalin. Fyrir-
komulag á húsnæðinu verð-
ur nýtt fyrir okkur Islend-
ingum og hugmyndin kom-
in erlenais frá.
„Fyrirkomulagið er
þannig að fyrir miðju er
stórt hol eða ,,glerrammi“
eins og það mætti kallast
jví holið verður með gler-
5aki og veggjum, sem verða
útstillingargluggar versl-
ananna“ segir Jón. Tilgam-
ans má geta að nýja stór-
hýsi Hagkaups í Reykjavík
verður með svipaðri upp-
byggingu en bara í stærra
sniði.
„Þetta ætti að verða
raktískt á Islandi því með
essu fyrirkomulagi nýtist
2. hæðin miklu betur og
verður ekki eins út und-
an eins og oft vill verða. Út-
stillingargluggar verða inn í
miðri byggingu og við-
skiptavinirnir sjá hvað allar
verslanirnar hafa upp á að
bjóða, sama hvort þæreru á
1. eða 2. hæð. Þetta er nýj-
ung á Islandi en sést víða
erlendis“ segir Erla.
Ætlunin er að leigja út
láss fyrir 6 verslanir og eða
jónustufyrirtæki í bygg-
ingunni og er stefnt að því
að afhenda neðri hæðina í
jan-feb nk. og efri hæðina í
feb-mars.
Skóbúðin í Keflavík er
með elstu verslunum hérna
sem enn eru í fullum rekstri
en hún var stofnsett árið
1945.
Jón og Erla hafa rekið
búðina í 25 ár og má því
með sanni segja að þetta séu
framkvæmdir á tímamót-
um. Og það framkvæmdir
sem sómi verður af.
pket.
W777777Z77ZW,
Grunnteikning af neðri hæð. Skóbúðin neðst til hægri og
inn á miðju. Fyrir miðri mynd er „holið“ sem verður nokk-
urs konar „glerrammi“.
Glerhús Glóðarinnar
í Síðustu viku var húsið Hafnargata 64 rifið, en þar sem húsið stóð
er áformað að veitingahúsið Glóðin reisi viðbyggingu úr gleri, eða
svonefnt glerhús. - epj.
o
o
1
: ' ■ ''V; ' V ' ■ ' !
! Ii »j' ' I * I i | í'i rii i ,!,■(!, J‘11
OLDLÖŒEI
Hílji
Wliili
filliiíiiniíÍiHilfl
i
ir ss - \ í
TJ J "JC
. 11 J
=ffi
J
tdt
Útlitsteikning af verslunarhúsnæðinu fullgerðu.
APÓTEK KEFLAVlKUR
Snyrtivörudeild auglýsir:
dagana 5. - 14. desember
Gefið ykkur virkilega góðan tíma til að koma
og spó í ilmvötnin, til að hafa á jólaóskalistan-
um. - Verðum í góðu stuði til að tala-um ilmvötn,
og hjálpa ykkur að velja.
ILMVATNSKYNNING
Nýtt hjá okkur fyrir þessi jól:
Dömur:
Diva
Maxim’s
Cussi
Cussi no. 3 (nýr ilmur)
Trussardi
Herrar:
Gianne Versace
Boss
Cussi
Derby (Guerlain)
Trussardi
Ásamt okkar klassísku
Guerlain (6 ilmteg.)
Yves Saint Laurent (4iimteg.)
Armani
Gianni Versace
Jean Louis Scherrer
Vetiver (Guerlain)
Kouros
Armani
Henry Beatrix
Nino Cerutti
llmvötn á tilboðsverði.
Ilmvötn á góðu verði.
Lítið inn og
sannfærist.
APÓTEK
KEFLAVÍKUR
- Snyrtivörudeild