Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 5. desember 1985 21 Alyktun Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur: Ríkisstjórnin úrræða- laus í atvinnumálum Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi Al- þýðubandalagsfélags Kefla- víkur og Njarðvíkur, sem haldinn var nýlega: ,,Aðalfundurinn lýsir vanþóknun sinni á þeirri stjórnarstefnu er Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn standa að, þar sem féhyggja er tekin fram yfir felags- hyggju. Ríkisstjórnin er að festa lá^launastefnu í sessi með nánu samstarfi við atvinnu- rekendasamtökin. Mill- jarðar króna hafa verið fluttar frá launamönnum, öldruðum og fötluðum til milliliða. Á sama tíma hafa erlendar skuldir þjóðarinn- ar stóraukist, um 3,5 mill- jarða á sl. ári. Ríkisstjórnin er búin að koma fjölda ungs og dug- mikils fólks á vonarvöl með viðhaldi óhagstæðra láns- kjara. Húseignir fólks brenna upp á báli bankavið- skipta a sama tíma og bankar, lánastofnanir og jafnvel okrarar blómgast í skjóli ríkisvaldsins. Ríkisstjórnin er úrræða- laus í atvinnumálum, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur- inn, stendur á brauðfótum. Ríkisstjórnin kærir sig ekki um að leita nýrra leiða til úrbóta. Lítið ber á nýjum atvinnutækifærum, á sama tíma aukast hernaðarfram- kvæmdir stórlega. Aðför hefur verið gerð að menntakerfi landsins og heilbrigðiskerfið er í hættu. Láglaunastefnan kemur harðast niður á börnunum, langur vinnudagur beggja foreldra og ónóg dagvist- unaraðstaða perir börnin hornreka. Slík uppeldis- skilyrði geta oft haft hörmulegar afleiðingar. Á sama tíma er réttar- kerfinu beitt óspart gegn launþegahreyfingunni og einstaklingum ef þurfa þykir. Forsætisráðherra boðar óbreytta stefnu næstu 3 árin. Vill Alþýðubandalagið í Keflavík og Njarðvík hvetja allt félagshyggjufólk til að standa saman, gegn ógn þeirri við lífsskilyrði alþýðu landsins, sem í stefnu þessari felst.“ (Fréttatilkynning) Efnileg hljómsveit Fimmtudagskvöldið 14. nóvember hélt hljómsveit- in Ofris hljómleika í Holta- skóla. Hljómsveitina skipa Þröstur Jóhannesson (gítar og söngur), Magnús Einars- son (bassa), Helgi Víkings- son (trommur) og Krist- mann Kristmannsson (hljómborð o^ söngur). Þröstur, Magnus og Helgi eru Keflvíkingar en Krist- mann er Sandgerðingur. Svo við snúum okkur að hljómleikunum þá voru þeir mjög góðir. Um 80 manns biðu eftir að þeir félagar tækju sér stöðu við hljóðfærin. Þegar fyrsta lagið barst yfir salinn, þustu margir út á gólfið og hoppuðu í takt við tónlist- ina. Síðan komu lögin hvert á fætur öðru. Það sem einkenndi mest lögin var boðskapur textanna. Flest lögin höfðu kristilegan boðskap. Ekki var að sjá að því væri illa tekið, því margir tóku undir sönginn. Annars var tónlistin mjög fjölbreytt. Þegarhljómleik- unum lauk voru flestir ekki á því að fara enda hljóm- leikarnir í það stysta. En vonandi halda þeir félagar hljómleika fljótt aftur. Tónlistarunnandi Við hreinsum teppi og húsgögn Við erum með hreingerningaþjón ustu Við leigjum út vélar Teppahreinsun Suðurnesja. Holtsgötu 31, Njarðvík. Símar - 4402 - 3952 Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsla Viðhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háalelti 33 - Kellavfk - Slml 2322 Jólagjöfin í ár fæst í FRÍSTUND Holtsgötu 26 - Njarövík Síml 2006 Hljómtæki Sjónvörp Myndbandstæki Útvarpstæki Útvarpsklukkur Tölvur og vasatölvur VHS og BETA myndbönd F: Súper sjónvarp frá XENON, fyrir þá sem vilja stóra mynd og hljómburðeins og hann gerist bestur. 22” skermur, 40 w. HiFi-stereo hljómmögnun, ein- stök hljómgæði og þrír glæsilegir úrvalskostir: val- hnotuviður, hvítt og svart. Þráðlaus fjarstýring fylgir þessu úrvals tæki. Jólatilboðsverö aðeins kr. 39.900. Þú færð fleira en þig grunar í FRÍSTUND. G. Hér kemur ný og glæsileg hljómtækja- samstæða frá XENON, árgerð 1986. 60 músík-watta magnari með öllum tón- stillum og 7 banda tónjafnara. Næmt viðtæki með langbylgju, miðbylgju og FM-stereobylgju. Vandaöur sjálfvirkur plötuspilari. Fullkomíö kassettutæki fyrir króm, ferró og málmkassettur og hljómgóðir tvigeisla hátalarar. Allt I glæsilegum viðarskápi með glerhurð. Bráöskemmtileg og falleg hljómtækja- samstæða með þráðlausri fjarstýringu á aðeins kr. 29.900.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.