Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 24
yfiKun
fnUlt
Fimmtudagurinn 5. desember 1985
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er aö Hafnargötu 32, II. hæð. - Simi 4717
Breytt deiliskipulag
Keflavíkurbæjar
Byggingafulltrúinn í
Keílavík auglýsti á dögun-
um eftir athugasemdum við
breytingartillögu að deili-
skipulagi á eftirtöldum
svæðum:
1. Svæði sem afmarkast af
Kirkjuvegi, Tjarnar-
götu, baklóðamörkum
Aðalgötu og Garðavegi.
2. Svæði á horni Lang-
holts og Þverholts.
Deiliskipulag er gert
fyrir einstök hverfi, bæjar-
hluta eða reiti innan ramma
aðalskipulags, sem þá nær
yfir ákveðið þéttbýli.
Að sögn Sveins Núma
Vilhjálmssonar, bygginga-
fulltrúa, er annað deili-
skipulagið sem var auglýst
á svæði í gamla bænum.
Ráðgert er að byggja tvær
sambyggingar fyrir aldr-
aða við Kirkjuveg, aðra
með 16 íbúðum á fjórum
hæðum og hina með 12
íbúðum á tveimur hæðum.
Þjónusta fyrir mat,
skemmtikvöld og þess hátt-
ar fyrir báðar sambygging-
arnar verður í húsunum
nær Aðalgötu, þar sem 16
íbúðir verða.
Keflavíkurbær hefur for-
kaupsrétt á öllum húsum á
þessu svæði og hefur nú
þegar keypt 9 hús og rifið
niður 6. Hin sem standa
eftir verða rifin síðar, þegar
að þeim kemur.
Hitt svæðið sem var aug-
lýst er á horni Langholts og
Þverholts, þar sem gamli
vatnstankurinn er. Með
tilkomu nýja vatnstanks-
ins fyrir ofan Eyjabyggð,
sem var tekinn í notkun í
haust, verðurgamlitankur-
inn notaður til vara. Þrýsti-
dælur sem notaðar voru við
gamla tankinn og eru
staðsettar þar hjá, verða
fjarlægðar. Þar með er hægt
að nýta svæðið fyrir ný-
byggingar og ráðgert er að
bygging á íbúðarhúsum
hefjist þarna næsta vor.
ghj-
Lögreglan í Keflavík:
Flótti vegna
launakjara
Átta stöðugildi hjá lög-
reglunni af 20 hjá embætt-
inu hafa losnað síðastliðin
tvö ár. Er talið að mikil óá-
nægja með launakjör hjá
lögreglunni sé orsök þessa
að sögn NT.
Er pað síður en svo eins-
dæmi að menn flýji lögregl-
una vegna lélegra launa, en
slíkt hefur einmitt átt sér
stað hjá Reykjavíkurlög-
reglu að sögn blaðsins.
Flestir þeir sem hætt hafa
hér syðra teljast til kjarn-
ans, þ.e. hafa verið í lögregl-
unni í tvö til þrjú ár.
Við síðustu samninga-
gerð lögreglumanna var
aðal launauppbótin fólgin í
hækkun á vaktaálagi, en
fastakaupið var lítið sem
ekkert hreyft. Er því svo
komið að menn ná ekki
sæmilegum launum nema
með mikilli yfirtíð og því
hafa margir þeirra frekar
valið þann kostinn að fara
út á hinn frjálsa vinnumark-
að, þar sem heildarlaun eru
jafnvel betri og styttri
vinnutími. eoi
Mikill eldur og reykur var frá hesthúsinu. Ljósm.: pket.
íkveikja í hesthúsi
Skömmu eftir hádegi sl.
sunnudag var Slökkvilið
Brunavarna Suðurnesja
kvatt út að litlu útihúsi bak
við Akurbraut 7 í Innri-
Njarðvík. Hafði hús þetta
verið notað sem hesthús. Er
að var komið var húsið al-
elda, en í því var nokkuð af
heyi og varð því mikill
reykur af.
Var húsið látið brenna að
mestu undir gæslu slökkvi-
liðsins, enda engin hætta á
ferðum. Eru eldsupptökfrá
leik barna. - epj.
Nœsta blað
kemur út
12. des.
Spurningin:
Ertu farin(n)
að kaupa
jólagjafir?
Björgvin Garðarsson:
„Já, það er töluvert síðan
ég byrjaði á því“.
Hrafnhildur Gísladóttir:
„Nei, en þó er ég aðeins
farin að hugsa út í þær“.
María L. Jónsdóttir:
„Nei, og ekkert farin að
hugsa út í það, hvort ég hef
efni á einhverri jólagjöf‘.
Snjólaug Hermannsdóttir:
„Nei, kannski aðeins, en
ég kaupi ekki mjög margar
Ungmenni fagna vetri konungi
Ljósm. P.Kct.