Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 05.12.1985, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 5. desember 1985 VÍKUR-fréttir Kertastjakar Handunnir úr gleri. - Nýbreytni hjá öldruðum Styrktarfélag aldraðra hefur tekið upp þá nýbreytni í annars fjöl- breyttu starfi fyrir aldraða, að bjóða upp á brennsluofn fyrir þá sem eru í keramikinu. Á myndunum sjást aldraðir að störfum við kera- mikið á Suðurgötunni í Keflavík. - epj. Enginn JO a r/ tTTJR - því jólafötin fœrðu fin hjá okkur. Skyrtur, buxur, peysur, skór, jakkaföt, stakir jakkar, frakkar, leðurjakkar, og svo auðvitað. . . bindi, slaufur, belti og trefla. Nú segjum við smá stopp og Ijúkum þessari upptalningu með því að segja ykkur frá jogging- göllunum. Þeir passa vel í mjúku pakkana og eru ofsalega fallegir. r P. S. I nœsta blaði sýnum við ykkurþetta á myndum. EUROCAPD vrsA Po/ehJon í bak og fyrir eftir Guðmund Finnbogason Guðmundur fræðimaður úr Njarðvíkum hefúr sent frá sér nýja bók, „I bak og fyrir“, frásagnir af Suður- nesjum. Áður hafa komið út tvær bækur eftir Guð- mund, Þættir frá Suður- nesjum og Ljóð. I þessari nýju bók segir m.a. frá Eyjólfi í Króki og konu hans Guðnýju. Þá er Jórunn Jónsdóttir og Helgi Ásbjörnsson allmikið á dagskrá og gestur þeirra, Friðrik Hansen, síðar skólastjóri á Sauðárkróki, en hann var eins og eflaust margir vita ágætt skáld. Hann var á sokkabandsár- um sínum til sjós á Suður- nesjum. Guðmundur birtir þarna töluvert af tækifæris- vísum eftir Friðrik frá þess- um árum. Átakanleg saga er af Rósu Jónsdóttur, sem Guðmundur segir að hafi verið síðasta manneskja í Njarðvíkum, sem sett hafi verið niður á sveit. All ítarlegar eru frásagn- ir hafðar eftir föður Guð- mundar, Finnboga Guð- mundssyni. Guðmundur Finnboga- son hefur hin síðari ár búið á Hrafnistu í Hafnarfirði. Hann er góður hagyrðing- ur og mikill ættfræði- grúskari. Oskandi er að honum endist aldur til frek- ari fræðistarfa. Hilmar Jónsson 95 ára á morgun Á morgun, föstudag 6. desember, verður Oddur Pálsson 95 ára. Hann er nú vistmaður á dvalarheimil- inu Garðvangi, Garði. Flytur á flugvöllinn Á hluthafafundi í Bíla- leigu Suðurnesja hf., sem haldinn var 15. okt. sl., var ákveðið að færa varnarþing og heimili fyrirtækisins frá Njarðvík til Keflavíkur- flugvallar. Birtist auglýs- ing þess efnis nýlega í Lög- birtingarblaðinu. - epj. Víkur-fréttir vikulega. Jólafundur Sálarrannsóknarfélag Suð- urnesja heldur almennan jólafund í húsi félagsins, Túngötu 22, Keflavík, n.k. laugardag 7. nóv. kl. 15. Gestir fundarins verða sr. Árelíus Nielsson og Guð- mundur Krlstinsson frá Sel- fossi. - Kaffiveitingar. Stjórnin Keflavíkur- kirkja Sunnudagur 8. des.: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Æskulýðs- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Tónleikar kórs Keflavíkur- kirkju í Ytri-Njarðvíkur- kirkju kl. 17. Sóknarprestur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.