Fréttabréf - 01.07.1984, Side 2

Fréttabréf - 01.07.1984, Side 2
2 í stuttri grein er engin leið að gera úttekt á þessari aðgerð, sem_heppnaðist svo einstaklega vel. Þessi orðfáa lýsing er þó i raun dæmigerð fyrir allan hringinn. Veðrið gott, landið fagurt, og á hverjum stað beió okkar þetta hlýja og hispurslausa, veitandi viðmót, sem bætti okkur margfalt upp allt svefnleysið og streituna, sem óneitanlega var svolitið aó lúskrast i farangrinum. Stundum urðum við hálffeimnar við allt það, sem þessar yndislegu konur lögðu á sig okkar vegna. En "maður verður lika að kunna að þiggja", eins og ein umsjónarkonan okkar sagði, þegar við vorum eitthvað aó býsnast yfir fyrirhöfn hennar. Og þaó máttum við svo sannarlega læra. Ef Kvennalistinn legði það i vana sinn aó útdeila heiðursmerkjum, héngu þau nú á mörgum heimilum við þennan 4700 km veg, sem við ókum i júni. En auövitaó höfðum vió fleira upp úr ferðalaginu en gestrisni og hlýju. Við fórum til að kynna störf okkar og kanna jarðveginn fyrir frekari útbreiðslu Kvenna- listans. Aö þvi leyti voru viðtökurnar sannarlega upp- örvandi. Og verður nú ekki öðru trúað en aó gróðursetningin beri árangur. Boltinn er hjá heimakonum á hverjum stað. Aðstandendur kvennarútunnar eru tilbúnar, ef kallað verður eftir aðstoð af hvaða tagi sem er, gögnum eða frekari heimsóknum. Dagbók var haldin alla feröina, og væri gaman að birta smám saman úr henni. Fundargerðir eru til um alla fundina, og eiga þær áreiðanlega eftir að verða okkur notadrjúgar i starfi, en annar megintilgangur ferðarinnar var einmitt að leita eftir sjónarmiðum og áhugaefnum kvenna úti á landsbyggðinni. Fábreytni atvinnulifsins og lélegir menntunarkostir eru tvimælalaust stærstu áhyggjuefni kvenna úti um landið, enn frekar en á þéttbýlissvæðunum suðvestanlands. Að öðru leyti erum við allar að velta fyrir okkur sömu hlutunum, hvar sem við búum, öfugsnúnu verðmætamati og 1itilsvirðingu samfélagsins á framlagi kvenna, jafnt til heimilisstarfa sem á öörum sviðum þjóófélagsins. Og enn ljósara en áður er okkur Kvennalistakonum, hvilikt böl bónusvinnan er konum, sannkallað kvennaofbeldi, eins og ein konan fyrir austan orðaði það. Já, hringferðin okkar reyndist sannkölluð vitaminsprauta, og margt gerðist eftirminnilegt, sem við þreytumst seint á að rifja upp, þegar við hittumst, rútukonurnar. Og áreiðanlega var hún dálitið mikið öðruvisi en ferðir annarra stjórnmálamanna um landið, eins og reyndar margt annað, sem við gerum. Við þykjum nú t.d. tala öðruvisi, og einmitt þess vegna var svo uppörvandi að heyra eftirfarandi setningu - ekki bara á einum stað, heldur mörgum viðs vegar um landið: "Við skiljum það mál, sem þið talið." Með bestu kveðjum. Kristin Halldórsdóttir.

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.