Fréttabréf - 01.07.1984, Page 4
4
DETTUR ÞÉR EITTHVAÐ SNJALLT 1 HUG ???
Kvennalistanum barst eftirfarandi bréf frá framkvæindastióra
JafnréttisráðsT
Undirbúningsnefnd kvennaáratugsráðstefnu SÞ 1985
hafði frumkvæði að þvi að kalla saman fulltrúa frá áhuga-
samtökum um jafnréttis- og kvennamál i april s.l.
Tilgangur fundarins var að kanna vilja til aðgerða
á íslandi i tilefni loka kvennaáratugarins, og tók nefndin
að sér að safna hugmyndum sem fram hafa komið um þær aógerðir,
sbr. meðfylgjandi fundargerð.
Undirbúningsnefndin boóar nú annan fund um málefnið,
þriðjudaginn 14. ágúst, kl. 17.oo að Borgartúni 6, Reykjavik.
Á fundinum er ætlunin að myndaður verði starfshópur,
og komi fulltrúar samtaka og félaga með tillögur um sinn
fulltrúa á fundinn. Gert er siðan ráð fyrir að valið verói
úr þessum starfshópi i framkvæmdanefnd, sem sjái um framkvæmd
aðgerðanna.
Starfshópurinn mun siðar bera alla ábyrgð á undirbúningi
aðgerða á Islandi árið 1985.
Enn er hægt að koma með nýjar hugmyndir, bæði til
undirritaðrar og á fundinn.
Með kveðju,
f.h. Undirbúningsnefndar,
Elin Pálsdóttir Flygenring,
framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs.
Ritnefnd:
Anna 0]. Björnsson
Gyða Gunnarsdóttir
Ina Gissurardóttir_
Jóhanna Valdemarsdóttir
Margrét Sæmundsdóttir
FUNDIR FUNDIR FUNDIR
Félagsfundur i Reykjavikuranga verður fimmtudaginn 23. ágúst
kl. 8.30 á Vikinni. Mætum allar hressar og kátar eftir
sumarleyfin.