Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 6

Fréttabréf - 01.07.1984, Blaðsíða 6
6 3. Frá Kvennaframboði i Reykjavik og Kvennalistanum í Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra: a) Studd hugmynd um aö konur gangi hringinn um ísland. Frumkvæói heimamanna njóti sin sem best. b) Samþykkt veröi ávarp fyrir undirskriftarsöfnun sem síöan veröi lagt fyrir Nairobiráöstefnuna. c) Til að berjast fyrir bættum kjörum og efnahagslegu sjálfstæði kvenna á Islandi: cl) Haldnir veröi menningardagar kvenna (kynnt listsköpun kvenna og kvennamenning) á Kjarvals- stööum og ljúki með kvennahátíð. Þema veröi ákveðió strax. c2) Konur veröi látnar ganga fyrir um starfslaun Þjóöleikhúss og listamannalaun áriö 1985. Visindasjóður og Þjóðhátiöasjóður veiti fé til ritunar kvennasögu. c3)' Konur taki sér land til listsköpunar ýmiss konar. c4) Konur flytji erindi i útvarpi, sunnudagserindi og "um daginn og veginn". c5) Kvikmyndahátið 1985 verði helguð myndum eftir konur. d) Þróunarhjálp islenskra kvenna beinist aö þvi aó styðja konur á ákveönum svæðum, t.d. i tengslum við þau verkefni sem islenska þjóðin tekur að sér. e) Mat á stöðunni, bók og ráðstefna um efnið. Áratugurinn okkar, hvað nú? f) Menntamálaráðherra sjái til þess aö aukin verði fræðsla um jafnrétti i skólum. 4. Frá Framkvæmdanefnd um launamál kvenna: Gerður verði samanburður á launakjörum kvenna við upphaf og lok áratugarins. Niðurstöður verði kynntar og teknar rækilega til umfjöllunar. 5. Frá Menningar- og friðarsamtökum islenskra kvenna: a) Gert yfirlit um þaö sem geröist á kvennaáratugnum, sem stuðlað hefur að breytingum i starfi og lifi kvenna. b) Studd tillaga um göngu umhverfis landið. c) Að jafnlaunaráð verói endurvakió.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.