Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 9

Fréttabréf - 01.07.1984, Síða 9
VERA MÁLGAGN KVENFRELSISBARÁTTU VERA „bréf’ Hótel Vik Reykjavík Nú er samningur Kvennalistans og Kvennaframboðsins um VERU genginn i gildi og fyrsta blaðið er komið út. Við hyggjumst halda fundi um VERU á næstunni, um það hvernig við viljum hafa blaðið, hvað við getum gert til að hvetja konur til skrifta, hvernig auka megi útbreiðslu þess o.fl. Fylgist meó og segið ykkar álit. VERA er okkar blaó og okkar hagur að hún sjáist sem viðast og sé sem best. ÚTIMARKAÐUR Kvennalistinn hélt útimarkað á Lækjartorgi dagana 30/7 - 3/8. Pað tókst með ágætum enda lék við okkur veðrið. Kvennaframboðið var með markað nokkra daga i júni. Þeim gekk alveg ljómandi vel. Vió vonum að Samtökum Kvenna á Vinnumarkaðnum gangi ekki siður. NEFND UM NAUÐGUNARMÁL Svo sem kunngt er kom Kvennalistinn einu máli i gegnum þingið, tillögu um könnun á meðferð nauögunarmála. Nefnd sem kannar málið er þegar tekin til starfa. 1 henni sitja Jónatan Þórmundsson prófessor (formaður), Ásdis Rafnar lögfræðingur, Sigrún Júliusdóttir félags- ráögjafi, Hildigunnur ólafsdóttir afbrotafræðingur og Guðrún Agnarsdóttir læknir og alþingiskona. v, jSv-» }«vf j'vv -r'."; fV. ;'V'. .>v\ . v^ V V V V* v/sv V »./sv’ *../ V LANDSFUNDUR I HAUST Lög Kvennalistans kveða á um landsfund á hverju hausti til stefnumótunar og umræðna. Ekki hefur enn verið ákveðin dagsetning fundarins i haust eða hvar hann verður haldinn, en bæði Reykjanesangi og Reykjavík hafa kosið fulltrúa i undirbúningsnefnd. Við viljum benda ykkur á að lagabreytingar og tillögur fyrir landsfundinn þurfa að berast í tima, þannig að best er aó fara að leggja heilann i bleyti strax og koma tillögum á framfæri við skrifstofuna sem fyrst.

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.