Fréttabréf - 01.07.1984, Qupperneq 14
14
FRIDARMÁL
1984 er ár friðarbúða. í Þýskalandi, Italiu, Frakklandi,
Englandi, Ungverjalandi, Bandarikjunura, Canada, á Norðurlöndum
og vióar hittust friðarsinnar til að fræðast hver af öðrum
og leggja á ráðin um áframhaldandi friðarstarf.
Undanfarin ár hefur verið gengið, hjólað og talaó
fyrir friði. Á þann hátt hafa friðarhreyfingar reynt að
vekja fólk til meðvitundar um þá ógn sem mannkyninu stafar
af kjarnorkuvopnum og um leið mótmælt þvi að ráðamenn
þjóöa fari með mál sem varða mannkynið allt eins og sin
einkamál.
Þessi barátta hefur þó ekki haft áhrif á vigbúnaðar-
kapphlaupið eins og kunnugt er en hins vegar eru þeir æ
fleiri sem láta til sin heyra um friðarmál. Aldrei fyrr
i sögu mannkynsins hefur jafnmargt fólk sameinast um
eittmarkmið. Þvert á pólitiskt litróf, ólik þjóðskipulög
og lifsviðhorf hafa konur og karlar um viða veröld oróið
sammála um að reka þann vágest sem kjarnorkuvopn eru, af
höndum okkar.
Eins og lesendur fréttabréfsins vita þá hafa norrænar
konur gengið þrjú undanfarin ár fyrir friði - i Evrópu,
Sovétrikjunum og Bandarikjunum. Siðastlióinn vetur stofnuðu
þær frumkvæðishóp norrænna kvenna. 1 þessum samtökum
eru konur úr 40 friðarhreyfingum á Norðurlöndum og er
þessum samtökum ætlað aó þróa áfram og vinna úr þeirri
reynslu sem hefur fengist úr göngunum þremur.
Kvennalistakonur hafa tekið þátt i þessu samstarfi
og i sumar dvöldum viö nokkrar i friðarbúðum fyrir utan
Stokkhólm sem frumkvæðishópurinn boðaði til. Þangað var
boóið konum úr hinum ýmsu friðarhreyfingum sem við höfum
kynnst á göngunum okkar - auk þess komu konur sem hafa
látið þessi mál til sin taka á undanförnum árum.
Fyrstu tvær vikurnar i búðunum voru margar konurnar
með fjölskyldur sinar með sér. Daglega var farið inn i
borgina, vakin athygli á friðarstarfi meö ýmsu móti og
fulltrúum afvopnunarráðstefnunnar i Stokkhólmi gert
ljóst að fólk fylgist með þeim og ætlast til árangurs af
starfi þeirra. Seinni tvær vikurnar ræddum viö um kvenna-
og frióarbaráttu og þann tima dvöldum viö mestmegnis i
búðunum án karla og barna.
Hundruðir kvenna frá 16 þjóðum dvöldust lengri eða
skemmri tima i búðunum - báru saman bækur sinar, ræddu
árangur, markmið og framhald friðarstarfs. Fulltrúar
austurs og vesturs töluðu opinskátt um þær óvinaimyndir
sem stórveldin ala á - konur frá friðarbúðunum i Greenham
Common i Englandi, Seneca Falls i Bandarikjunum og Comiso
á Italiu miðluðu okkur af reynslu sinni - konur úr ólikum
heimum með ólika lifsreynslu að baki. Það er þvi óhætt aó
segja að friðarvefurinn hafi verið ofinn i búðunum með
hinum ótrúlegustu litbrigöum.