Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 9

Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 9
Fjölmiölavakt. Á Vorþinginu var mikiö rætt um greinaskrif og hvernig best væri að bregðast við fjölmiðlum. Sú hugmynd hefur komið upp aö konur fari á fjölmiðlavakt í ákveðnum málaflokkum þannig aö einhverjar séu ábyrgar fyrir að t.d. ákveðnum greinum sé svarað. Guðrún Agnarsdóttir hefurtekiö að sér aö halda utan um hugmyndafræðilega áreitni, Sigurborg Daöadóttir á Akureyri hefur fallist á að taka að sér dýravernd og annaö því tengt og Sigrún Helgadóttir hefur umsjón með umhverfinu. Þær munu finna sér samstarfkonu (r) og stjórna verkinu með myndugleik eins og þeirra er von og vísa. Konur eru beönar aö gefa sig fram sem vilja taka aö sér einhvern málaflokk á ákveðnu áhugasviði. Þetta gæti oröiö til þess aö greinum yrði svarað í staö þess að beðið sé eftir aö einhver önnur geri það. Hvernig lýst ykkur á? Fjáröflun - mál málanna! Eins og fram hefur komið er lausafjárstað Kvennalistans heldur bágborin þessa stundina. Fjármálahópur á Vorþingi lagöi til aö fá nokkrar frjóar konur í fjáröflunarhóp til að velta fyrir sér ferskum, skemmtilegum og spennandi fjáröflunarleiðum. Sjálfboöaliðar hafi vinsamlega samband viö skrifstofuna eins flótt og auðið er. Ungar Kvennalistakonur!! Nokkrum ungum konum í Kvennalistanum finnst vera kominn tími til að huga aö málefnum yngri kvenna sérstaklega. Þær hafa líka hug á aö kynnast betur innbyröis, hittast og jafnvel slappa af saman!! Ahugasamar hafiö endilega samband við skrifstofuna svo aö hægt verði að ná saman sem fyrst. 9

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.