Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 17

Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 17
Þær spuröu mest um vinnubrögð okkar og þó sérstaklega hvernig viö færum aö án foringja og formlegs valdakerfis, hvernig okkur tækist aö halda okkur á grasrótarstiginu og hvernig okkurtækist aö virkja nógu margar til starfa. Þær töldu þaö mjög merkilegt aö Kvennalistinn á íslandi skyldi beöinn um erindi á ráðstefnu ECICW í Helsinki þar sem töluverirfordómar væru í Finnlandi í garö kvennalista, en vonandi væri aö tímanna tákn og merki um aö víösýni og umburðarlyndi væri aö aukast. Þær voru sárar yfir því aö hafa ekki náö betri árangur í kosningunum. Nú eru um 100 konur skráöar í flokkinn hjá þeim og þærfengu um 13000 atkvæöi sem heföi nægt þeim til þingsætis ef þau heföu öll komiö frá Helsinki. Eitt þingsæti heföi skapað þeim betri fjárhagstööu vegna ríkisstyrksins. Þær eru félitlar og nota því ýmsar kvenlegar aðferöir til aö afla fjár. Þessar 7 konur sem þarna voru saman komnar notuöu tímann til aö útbúa silkipappísblóm sem þær ætluðu aö selja á götum og torgum á 1. maí sem er mikill hátíðisdagur í Finnlandi. Aöalsölustaðurinn er stytta í miöborginni sem nefnist “Smiðirnir". þrír naktir karlmenn. Þá styttu hafa þær helgað sér sem sölustaö (meö leyfi lögreglunnar) og byrja þær á því aö skreyta stytturnar meö blómum til aö vekja athygli á söluvarningi sínum. Aö lokum leystu þær mig út meö gjöfum og myndum úr starfi sínu og ég dreiföi speglum, spilum og pennum auk prentaöra gagna sem ég tók meö aö heiman. Einnig gaf ég þeim heimilifsang okkar í Reykjavík þar sem þær ætluðu aö senda okkur upplýsingar um starfsemi sína og vilja gjarnan fá upplýsingar frá okkur á móti jafnvel þó þær séu á íslensku. (tvær úr hópnum geta lesiö íslensku). Þaö gæti veriö byrjunin á alþjóölegu samstarfi kvennalista. Kannski sjáum viö í framtíöinni “Bandalag kvennalista heimsins"? Sigrún Jóhannsdóttir.Bifröst 17

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.