Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 16

Fréttabréf - 01.08.1991, Blaðsíða 16
heiminn sem áhugaveröar væru fyrir þessi samtök og nýr gag- nabanki á vegum Evrópuráösins um jafnréttismál. Þaö kom einnig mjög skýrt fram aö konur í þessum samtökum eru ákveönar í aö hafa pólísk áhrif. Margar þeirra eru þingkonur eöa sveitastjórnarkonur í sínum löndum einnig eru þarna konur sem hafa náö langt í vísindum. Málin sem þær leggja áherslu á eru aö sjálfsögöu þessi “samkvenlegu". Formaöur Evrópudeildarinnar núna er Astrid Lulling. Hún er frá Lúxemborg og er þingkona á Evrópuþinginu fyrir Lúxemborg. Hún haföi mikinn áhuga á aö koma til íslands og tjáöi sig reiðubúna til aö koma og flytja erindi um jafnréttisstefnu o.fl.í Evrópuþinginu okkur aö kostnaöarlausu. Þaö eina sem þarf aö gera er aö senda skriflega beiðni. Því er hér meö komiö á framfæri. Heimboð til finnskra kvennalistakvenna. í nóvember sl. var stofnaöur kvennalisti í Finnalndi. Miöstöö hans er í Helsinki en þær buöu fram um land allt í þingkosningunum sl. vor. Ekki náöu þær þingsæti í þessari fyrstu lotu en ætla aö halda ótrauðar áfram. Þar sem nokkrar þeirra sátu á fundinum fyrsta daginn vissu þær af mér og buöu mér heim síöasta kvöldið til skrafs og ráöageröa. Ég verö aö segja aö mér fannst eins og ég væri komin heim í þeirra hópi. Pirrko (Birgit) sótti mig út á Hanaholmen. Hún er menntuö í norrænum málum, kann hrafl í íslensku og hefur unniö á fræösluskrifstofu Helsinkiborgar. Hún haföi boöiö heim nokkrum af forsvarskonum finnska kvennalistans til aö kynna sér starf íslenska Kvennalistans og fræöa mig um þeirra starfsemi. Pirrko bauö upp á fagurlega skreytt “vorsalat” og við höföum á oröi aö þaö væri aö koma vor í kvennamálefnum og aö viö þyrftum aö undirbúa sumariö vel. Þaö kom í Ijós, eins og svo oft áöur í skoðanaskiptum kvenna, aö viöhorf eru nákvæmlega þau sömu þó höf og lönd aðskilji. Þær sem komu saman þarna í úthverfi Helsinkiborgar heföu allt eins vel getaö verið íslenskar kvennalistakonur, einlægar hugsjónakonur meö áhuga á mörgum málum og þá fyrst og fremst velferð kvenna og barna og umhverfis- og friðarmálum. Þær höföu m.a. samþykkt ályktun um Per- saflóadeiluna og sent til fjölmiöla nokkru áöur en átökin hófust. Sú ályktun var í sama anda og ályktun Kvennalistans um sama mál. 16

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.