Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.04.1992, Blaðsíða 1
Aí. fcristtK Hz^írsdóttir 6(tý. /CtHKltOífistÍKKj íítlýúM.ýi T7 Sími: 91-13725, þx: 91-27560 Vorþing á Austurlandi í maílok Vorþing Kvennalistakvenna hafa alltaf verið vel lukk- uð, og ekki er ástæða til að ætla, að brugðið verði út af þeirri venju nú í vor. Framkvæmd vorfundar verður að þessu sinni í örugg- um höndum Austurlandskvenna, sem sitja nú á rökstólum um fundarefni og tilheyrandi. Af nógu er að taka, en ekki er ólíklegt, að atvinna kvenna í dreifbýli verði ofarlega á baugi, svo og ísland og umheimurinn. Þá má búast við, að konur brenni í skinninu að fara nokkrum vel völdum orðum um aðgerðir ríkisstjórnarinnar og ræða viðbrögð við þrengingum af hennar völdum, sem ekki síst konur Finna rækilega fyrir. í næsta Fréttabréfi fáið þið nánari fréttir um efni og fundarstað, en tímasetningin er á tæru: Takið strax frá síðustu helgina í maí!

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.