Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 10

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 10
Konur og fiskiðnaður (þar sem konurnar létu sig vanta og titillinn reyndist brella!) ‘Konur og fiskiðnaður" var yfirskrift námskeiðs, sem undirrituð fór á í Bretlandi i sumar. Var hér um að ræða endurmenntunarleyfi í 12 vikur, og hlakkaði ég mikið til að hitta ótal konur frá ýmsum löndum, sem ynnu eins og ég í tengslum við sjávarútveg. Ég mætti galvösk til leiks, en viti menn, ég var eina konan mætt á staðinn ásamt 11 karlmönn- um, sem sóttu hliðstæð námskeið í fiskeldi, fiskiðnaðar- tækni, markaðsmálum og sjávarútvegsstjómun. Stjómendur námskeiöanna voru að sönnu jafn hissa og ég, því alls höföu u.þ.b. 100 konur sýnt áhuga á að koma. Það kom hins vegar í ljós, að nú er alheims .kreppa" og því fáir styrkir í boði (svona námskeið eru óhemju dýr) og konur eiga jú alla jafna ennþá erfiðara með að fá styrki en karlmenn. Hvað um það, þá bættust nú fljótlega í hópinn tvær aörar konur, önnur frá Pakistan og hin frá Úganda. Svo kom líka í ljós, að titili nám- skeiðsins var mestmegnis auglýsingabrella, því við sóttum alla sömu tíma og „strákarnir". Þar sem við gátum valið okkur svið þá ákvað ég að leggja fyrir mig sjávarútvegsstjómun og skipulagningu, því ekki veitir af að reyna að gasgjast inn í frumskóg þeirra fræöa. Mér til skemmtunar reyndi ég svo að spyrja hagfræöi- kennarann minn erfiðra spuminga varðandi hagvöxt, vinnu kvenna o.þ.h. Varð mér nokkuð ágengt, því í lok námskeiös- ins mætti minn maöur með bók upp á vasann um hagvaxtar- blekkinguna, ágætis bók, sem heitir á frummálinu „The Qrowth Illusion" eftir írskan hagfræðing, Richard Douthwaite að nafni. Ég komst líka að því, að blessuö hagfræðin er nú 10

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.