Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 15

Fréttabréf - 01.12.1992, Blaðsíða 15
Sendið upplýsingar í tenglaskrá Eins og rætt var á landsfundi og sagt frá í síðasta Frétta- bréfl er ætlunin að skipuleggja betur málefnavinnu innan Kvennaiistans og þar með efla hana og styrkja. Lagðar hafa verið fram tillögur um, hvemig það mætti gerast, og á næstu vikum munum við þreifa okkur áfram með þær í þeirri von, að breytt fyrirkomulag reynist grasrótinni sú næring, sem hún viröist þarfnast. Starfskonur áttu reyndar hálft í hvoru von. á því að fá ekki frið fyrir vinnufúsum ýlustráum úr grasrótinni, sem æstar viidu stofna þankabanka. Sú von brást, hinar hag- sýnu húsmæður virðast hafa einhent sér í jólaundirbúninginn um leiö og þær vom búnar að ná sér eftir landsfundinn. hetta er árviss kvilli, sem læknast ekki fyrr en upp úr áramótum. En þá þurfum við líka að taka duglega til hendinni. Eitt má þó helst ekki bíöa: Viö emm að endumýja tenglaskrá, sem hægt er aö styöjast viö, þegar leita þarf eftir þekkingu innan eöa utan Kvennaiistans. Landsfundarkonur muna eftir blööum, sem þær fengu til útfyllingar, og fleiri hafa fengiö slík blöð. Hér með em allar Kvennalistakonur hvattar tii að senda Þómnni starfskonu upplýsingar, sem að gagni koma, svo að áhugi þeirra og þekking nýtist til málefnavinnu. Eftirfarandi þarf aö koma fram: Hafn: Heimilisfang: Heimasími: Vinnusími: Faxnúmer: Starf: Sérfræðiþekking: Áhugasviö: Stjómir, nefndir og ráð, sem viðkomandi situr í: Tillögur um önnur nöfn í tenglaskrá, kvenna og karla, innan og utan Kvennalistans: 15

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.