Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  238. tölublað  103. árgangur  ÓÐINN VALDI- MARSSON Í SVIÐSLJÓSINU VARP MEÐ VERKUM SIGURÐAR HVERFISGALLERÍ 55ÉG ER KOMINN HEIM 18 Morgunblaðið/Ómar Eldhugi Baltasar Kormákur kvikmynda- leikstjóri er með mörg járn í eldinum.  Undirbúningur er vel á veg kom- inn að kvikmyndinni Víkingr í leik- stjórn Baltasars Kormáks. Hann segist í samtali við Morgun- blaðið dreyma um að gera þrjár kvikmyndir í þríleik sem verði að langmestu leyti tekinn upp á Ís- landi. Áætlaður kostnaður við að framleiða fyrstu myndina sam- svarar 7,5-12,5 milljörðum króna. Kostnaðurinn fari svo stighækk- andi í annarri og þriðju myndinni ef verkefnið verður að veruleika. Baltasar benti á það í fyrirlestri í Reykjavík í gær að kvikmyndagerð ætti umtalsverðan þátt í fjölgun er- lendra ferðamanna á Íslandi. Við það tilefni minnti Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, á norskar rannsóknir sem bentu til verulegra áhrifa kvik- myndagerðar á vinsældir Noregs sem áfangastaðar. »4 Verkefni Baltasars gæti fært tugi millj- arða inn í landið Gengið nærri réttindum » Skv. heimildum blaðsins var nöfnum sakborninga í Aserta- málinu lekið til fjölmiðla. » Hæstiréttur taldi gengið nærri mannréttindum þeirra. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þorsteinn Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja, boðar aðgerðir vegna rannsóknar á hendur Sam- herja sem ákæruvaldið felldi niður í september. Fyrirtækið muni þó ekki reyna að sækja fjárhagslegar bætur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru aðrir aðilar sem verið hafa til rannsóknar vegna meintra brota á reglunum að íhuga skaða- bótamál vegna rannsóknarinnar. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að innan Seðlabankans var ekki fullvissa um hvort lögáskilið sam- þykki ráðherra væri fyrir hendi á reglum um gjaldeyrismál. Í ljós kom að svo var ekki og veittu reglurnar því ekki gildar refsiheimildir. Hefur umboðsmaður Alþingis gagnrýnt bankann fyrir að veita sér ekki réttar upplýsingar um málið áð- ur en ákærur voru gefnar út. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir aðspurður að ef menn telja á sig hallað í tengslum við rannsóknir eða saksókn eigi þeir þess kost að gera kröfu um bætur, hafi þeir orðið fyrir tjóni. Undirbúa skaðabótamál  Sakborningar í gjaldeyrismálum kanna réttarstöðu sína vegna rannsókna SÍ  Forstjóri Samherja boðar aðgerðir  Sérstakur saksóknari bendir á bótarétt MSeðlabankinn var … »16 Morgunblaðið/Eggert Geðhvörf Drengurinn fer hátt upp og langt niður, segir Helga. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Hann var bara átta ára þegar hann greindist og sjúkdómurinn veldur því að hann gerir margt öðruvísi og skrýtið. En það má aldrei gleyma því að hann er bara eðlilegur strákur. Hann er ekki sjúkdómurinn, hann er ekki geðhvörfin.“ Þetta segir Helga Björg Dag- bjartsdóttir, móðir 13 ára gamals drengs, sem greindist með geðhvörf átta ára gamall. „Hann fer hátt upp og langt niður. Þess vegna kalla ég hann rússíbanann.“ Helga segist aldrei hafa orðið vör við fordóma vegna veikinda sonar síns, en viðhorf til geðsjúkra barna sé annað en til barna með aðra sjúkdóma. Í því sam- bandi nefnir hún að eitt sinn hafi hún fengið þau svör varðandi sérhæft úr- ræði fyrir drenginn að það kostaði of mikið. „Hefði honum verið neitað um að leggjast inn á Landspítalann í krabbameinsmeðferð vegna þess að hún er svo dýr? Af hverju eru líkam- legir og andlegir sjúkdómar ekki lagðir að jöfnu?“ spyr Helga. »20-21 Hann er ekki sjúkdómurinn  Sonur Helgu greindist átta ára gamall með geðhvörf Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi í níunda sinn. Í gær voru 75 ár liðin frá fæðingu Bítilsins Johns Lennons en hann féll fyrir morð- ingjahendi í New York hinn 8. desember 1980. Yoko Ono, ekkja Lennons, bauð upp á fría sigl- ingu yfir Viðeyjarsund og Strætó ók fólki ókeyp- is milli Skarfabakka og Hlemms. Fjölbreytt dag- skrá var í Viðey í tilefni dagsins og voru um 1.500 manns við athöfnina. Ljóssúlan teygði sig til himins frá Viðey Morgunblaðið/Golli Friðarsúlan var tendruð í gær þegar 75 ár voru liðin frá fæðingu Bítilsins Johns Lennons  Vikulegur út- flutningur á senegalflúru frá eldisstöð Stolt Sea Farm Ice- land ehf. í Höfn- um í Reykjanes- bæ hefst í mars á næsta ári. Mest verður selt til Evrópu en um fimmtungur til Bandaríkjanna. Í stöðinni á Reykja- nesi stendur til að framleiða alls 550 tonn af flúru á næsta ári, í fyrsta áfanga stöðvarinnar. Stækk- un er í undirbúningi. »19 Munu flytja sene- galflúru út vikulega Fiskur Flúran er ekki beint frýnileg. Lögreglumaður með yfir þriggja áratuga reynslu segir í Sunnu- dagsblaði Morg- unblaðsins að álag í starfi hafi marg- faldast og hættan á að lögreglu- menn brenni út aukist. „Það sem var ekki þá en er nú er bæði útbreidd neysla harðra fíkniefna og öll þau ljótu mál er tengjast þeim. Á níunda áratugnum voru dópgrenin örfá og helst í miðborginni. … Nú skipta grenin, og þá þar með talin „heimili“, hundruðum og eru dreifð um allt og ekkert hverfi undanskilið. Eymdin er oft ólýsanleg og börn allt of oft fórn- arlömbin. … Ofbeldið í dag er meira, það er grimmara. Hér áður þekkti hver lögreglumaður þessa fáu virku brotamenn með nafni og þeir okkur með nafni, þeir voru fæstir mikil ógn við okkur og í þeim tilfellum þegar okkur var ógnað eða á okkur ráðist höfðum við mannaflann til að bregð- ast við, oftast,“ segir hann. Ofbeldið grimmara og álagið meira Bjarni Ólafur Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.