Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 4
Hálslón er
komið á yfirfall
Gætu fljótlega aukið framboðið
Yfirborð Hálslóns er nú í 625 metra
hæð yfir sjávarmáli og er komið á
yfirfall. Fylling lónsins fór hægt af
stað og voru horfur á fyllingu miðl-
unarlóna síðsumars slæmar. Óvenju
hlýtt veðurfar í septembermánuði
orsakaði hinsvegar aukna jökul-
bráðnun og þar með aukið inn-
rennsli í miðlanir Landsvirkjunar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Landsvirkjun.
Enn vantar þó upp á að önnur lón
Landsvirkjunar fyllist. Staða Þór-
isvatns hefur batnað verulega síð-
ustu daga og nú vantar einungis um
65 cm til að það fyllist en yfirfalls-
hæð þar er 579 metrar yfir sjáv-
armáli. Í Blöndulón vantar enn um
1,5 metra á fyllingu þess.
Þegar vatn rennur á yfirfalli á
Hálslóni myndast fossinn Hverfandi
við vestari enda Kárahnjúkastíflu
niður að gljúfurbarminum og þaðan
steypist vatnið 90-100 metra niður í
Hafrahvammagljúfur. Fossinn er
aflmikill og getur orðið vatnsmeiri
en Dettifoss.
Hálslón fór síðast á yfirfall 1.
september í fyrra. Samkvæmt mæl-
ingum frá árinu 2008 fer Hálslón nú
í fyrsta skipti á yfirfall í október-
mánuði. Í mælingum á árunum áður
þá hefur Hálslón oftast farið á yf-
irfall ýmist í ágúst eða september-
mánuði. Í eitt skipti fór það á yfirfall
í lok júlí, það var árið 2010.
Skerðing eykst í erfiðum árum
Fiskimjölsverksmiðjur hafa búið
við skerta raforku. Boðaðri skerð-
ingu á raforku til fiskimjölsverk-
smiðja var ekki aflétt, þegar Lands-
virkjun tilkynnti nýlega að horfið
yrði frá skerðingu á ótryggðri orku
og orku til stóriðju. Þetta kom fram
á heimasíðu Síldarvinnslunnar eins
og greint var frá í Morgunblaðinu í
gær.
„Í erfiðum vatnsárum hafa gild-
andi raforkusamningar Landsvirkj-
unar við stóriðju forgang. Þannig að
þegar líkur á skerðingum til stóriðju
aukast, eins og gerðist í sumar, þá
dregur Landsvirkjun úr framboði á
nýjum samningum á skammtíma-
markaði. Ekki eru neinir samningar
í gildi við Síldarvinnsluna og því
ekki um neinar skerðingar að
ræða,“ segir Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, í skriflegu
svari, spurður hvers vegna fiski-
mjölsverksmiðjur fá áfram skerð-
ingu á umframorku.
Hörður bendir á að staða miðl-
unarlóna hafi batnað verulega á
undanförnum dögum og því bindur
Landsvirkjun vonir við að geta fljót-
lega aukið framboð á skammtíma-
markaði, þar með talið til Síldar-
vinnslunnar, segir ennfremur í
skriflegu svari.
thorunn@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Hálslón Yfirborðið í 625 metra hæð.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, segir dóm Hæstaréttar
í svonefndu Imon-máli í fyrradag
geta haft áhrif í nokkrum stórum
hrunmálum sem enn eru til með-
ferðar hjá dómstólum.
„Imon-dómur-
inn hefur án
nokkurs vafa
þýðingu. Þar er
farið vel og ítar-
lega yfir málið af
hálfu Hæstarétt-
ar. Dómarar tefla
þar fram þeim
rökum sem þeir
horfa fyrst og
fremst til við nið-
urstöðuna í mál-
inu. Það eitt og sér styrkir ákvörð-
unarferlið hjá okkur um hvort það
eigi að fara fram með mál fyrir
dómi í formi ákæru eða ekki. Einn-
ig styður niðurstaða Hæstaréttar
við úrlausnir dómaranna í héraði,
sem þarna fá bendingu um það frá
Hæstarétti hvaða atriða þeir eiga
að horfa til þegar þeir fá sambæri-
leg mál til úrvinnslu,“ segir Ólafur
Þór.
Spurður hvaða máls hann vísar
til nefnir Ólafur Þór að stóra mark-
aðsmisnotkunarmálið hjá Kaup-
þingi eigi eftir að fara til Hæsta-
réttar.
„Þar eru nokkur úthliðarmál sem
eru sambærileg við Imon- og Aza-
lea-málið [Imon-málið]. Þá er
spurning hvernig þetta fellur að
Aurum-málinu og Stím-málinu.
Dómur Hæstaréttar á að minnsta
kosti við þessi þrjú mál. Eftir því
sem við fáum fleiri dóma, skýrari
fordæmi, er svolítið verið að vísa
veginn,“ segir Ólafur Þór.
Marple-máli hafði áhrif
Meðal svonefndra úthliðarmála af
stóra markaðsmisnotkunarmálinu
er mál sem varðar kaup félags í
eigu Skúla Þorvaldssonar, Holts In-
vestments, á bréfum í Kaupþingi
2008. Líkindi eru með því máli og
Marple-málinu en dómur í því féll í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Fjallað er um þann dóm á blað-
síðu 6 í Morgunblaðinu í dag.
Ólafur Þór segir það sérstakt við
Marple-málið að þar er aðeins
ákært að hluta fyrir umboðssvik.
Þar sé þannig ákært fyrir fjárdrátt,
sem sé öðruvísi verknaðarlýsing.
Það hafi því áhrif í málum þar sem
ákært er fyrir fjárdrátt. Slík mál
séu færri til meðferðar hjá embætt-
inu þessa stundina en umboðssvika-
málin.
Umboðssvikin algengust
„Það er algengt að umboðssvik
séu útgangspunktur í þeim málum
sem við höfum haft til rannsóknar
eftir efnahagshrunið,“ segir hann.
Ólafur Þór segir 15 mál enn til
rannsóknar hjá embætti sérstaks
saksóknara. Flest séu langt komin
og útlit fyrir að stærstu málunum
verði lokið fyrir áramót.
Fram undan sé málsmeðferð í
nokkrum stórum málum á síðustu
mánuðum ársins. Um áramót verð-
ur embættið lagt niður og færast
verkefnin til nýs embættis Héraðs-
saksóknara.
Til upprifjunar dæmdi Hæstirétt-
ur Sigurjón Þ. Árnason, fyrrver-
andi bankastjóra Landsbankans, í
þriggja ára og sex mánaða fangelsi
í Imon-málinu, en hann hafði áður
verið sýknaður í héraði. Þá var Sig-
ríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs
Landsbankans, dæmd í 18 mánaða
fangelsi en hún var einnig sýknuð í
héraði.
Loks var Steinþór Gunnarsson,
fv. forstöðumaður verðbréfamiðlun-
ar Landsbankans, dæmdur í héraði
í 9 mánaða fangelsi og voru 6 mán-
uðir skilorðsbundnir. Hæstiréttur
dæmdi hann hins vegar til að sitja
allan tímann óskilorðsbundið.
Hefur áhrif á hrun-
mál sem bíða dóms
Sérstakur saksóknari segir dóm í Imon-máli gefa fordæmi
Ólafur Þór
Hauksson
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hæstiréttur Mörg hrunmál bíða
dóms hjá Hæstarétti á næstunni.
Bátur tilkynnti klukkan 8.10 í
fyrradag um ísjaka sem væri á reki
í mynni Önundarfjarðar. Jakinn
stóð 5-6 metra upp úr sjó og voru
minni ísbrot í nágrenninu, sam-
kvæmt vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Undir hádegið, kl. 11.22, sáust smá-
jakar á vestanverðum firðinum sem
lágu í vestur og út undir Barða.
Klukkan 12.11 hafði jakann rekið
um tvær sjómílur til austurs á fjór-
um klukkustundum.
Ingibjörg Jónsdóttir hafíssér-
fræðingur segir að borgarísjakar
geti komið allan ársins hring að
landinu en algengast sé að þeir
komi á haustin. gudni@mbl.is
Ísjaka rak inn eftir Önundarfirði í gær
Ljósmynd/Ívar Kristjánsson
Önundarfjörður Jakinn reis 5-6 metra
upp úr sjó og voru minni ísbrot í kring.
Nýr Landspítali loks í augsýn
Málþing Spítalans okkar
þriðjudaginn 13. október 2015 frá kl. 16.00-18.00
Icelandair Hótel Reykjavík Natura við Reykjavíkurflugvöll
Setning:
Anna Stefánsdóttir, formaður stjórnar Spítalans okkar
Nýr Landspítali – nýtt heilbrigðiskerfi
Birgir Jakobsson, landlæknir
Er ódýrara að reka spítala í nýju húsnæði? - reynsla Norðmanna
Hulda Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri, Norlandia Care Group AS
Nýr Landspítali – nauðsynleg tækniþróun
Gísli Georgsson, verkfræðingur á Landspítala
Nýtt húsnæði – aukið öryggi sjúklinga
Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala
Fræðasamfélagið og sérstaða háskólasjúkrahúss
Guðmundur Þorgeirsson, prófessor í lyflækningum við Háskóla Íslands
Spítali í borg - skipulag Vatnsmýrar
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar
Lokaorð – Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
Fundarstjóri:
Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Stika
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Baltasar Kormákur leikstjóri hefur
selt kvikmyndafyrirtækinu Univers-
al réttinn að framleiðslu stórrar vík-
ingamyndar sem yrði að langmestu
leyti tekin upp á Íslandi.
Myndin hefur vinnuheitið Víkingr
og dreymir Baltasar um að gera
þrjár kvikmyndir.
Hann segir framleiðslukostnað
fyrstu myndarinnar geta orðið 60-
100 milljónir bandaríkjadala, eða frá
7,5-12,5 milljörðum króna, á núver-
andi gengi. Ef vel gangi og fleiri
myndir verði gerðar geti kostnaður-
inn farið hækkandi með hverri
mynd. Gæti samanlagður fram-
leiðslukostnaður myndanna þriggja
því hlaupið á tugum milljarða ís-
lenskra króna.
90% framleiðslunnar á Íslandi
Universal á forkaupsrétt að fram-
haldsmyndunum. Það er eitt helsta
kvikmyndafyrirtæki Bandaríkjanna.
Baltasar segir hundruð Íslend-
inga myndu starfa við gerð þessarar
myndar. Um sé að ræða eitt stærsta
kvikmyndaverkefni Íslandssög-
unnar. Hann áætlar að 90% af fram-
leiðslunni færu fram á Íslandi.
„Við leituðum að tökustöðum á Ís-
landi í síðustu viku. Ólafur Egilsson
og ég skrifuðum upphaflega hand-
ritið. Nú er William Nicholson, sem
skrifaði m.a. handritið að Gladiator,
að vinna nýja útgáfu upp úr okkar
handriti. Ég reiknaði alltaf með að fá
stóran handritshöfund til að loka
verkefninu. Ef allt smellur rétt gæti
þetta gerst hratt,“ segir Baltasar
sem útilokar ekki að verkefnið geti
hafist 2016. Hann segir söguþráðinn
ofinn úr Íslendingasögunum og er
efniviðurinn m.a. sóttur í Njálu.
Hann segir mikilvægt að íslensk
stjórnvöld séu meðvituð um mikil-
vægi endurgreiðslu vegna kostnaðar
við framleiðslu kvikmynda á Íslandi.
Hér sé hlutfallið 20% en til saman-
burðar 25% í Bretlandi og Noregi.
Endurgreiðslan í endurskoðun
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, sagði
eftir fyrirlestur Baltasars um kvik-
myndagerð á fundi Amerísk-
íslenska viðskiptaráðsins, AMÍS, í
Reykjavík í gær, að reglur um end-
urgreiðslurnar væru í endurskoðun.
Tíðinda væri að vænta á næsta ári.
Baltasar benti í fyrirlestri sínum á
að þríleikur Peters Jacksons um
Hringadrottinssögu hefði gert mikið
fyrir kvikmyndagerð og ferðaþjón-
ustu á Nýja-Sjálandi, heimalandi
Jacksons. Taldi Baltasar þríleikinn
Víkingr með líku lagi geta orðið
lyftistöng fyrir Ísland.
Nýjasta kvikmynd Baltasars,
Everest, hefur nú halað inn yfir 140
milljónir bandaríkjadala í kvik-
myndahúsum um allan heim og er
bróðurparturinn vegna aðsóknar ut-
an Bandaríkjanna. Hefur hún t.d.
verið vinsæl í Bretlandi og Rúss-
landi. Sagði Baltasar á fundinum að
Ingvar E. Sigurðsson leikari hefði
vakið athygli í Rússlandi fyrir að
leika rússneskan klifurkappa í
myndinni.
Ofið úr Íslendingasögum
Baltasar Kormákur undirbýr þrjár stórmyndir á Íslandi
Gætu kostað tugi milljarða og skapað hundruð starfa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stórhuga Baltasar Kormákur leikstjóri sagði í fyrirlestri á vegum AMÍS að
mikil tækifæri biðu íslenskrar kvikmyndagerðar á næstu árum.