Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 12

Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og Sig- ríður Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, gerðust sek um umboðs- svik og markaðsmisnotkun árið 2008 að mati Hæstiréttar Íslands sem sneri við sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur á dögunum í Imon- málinu svokallaða. Laut málið að sölu Landsbankans á eigin bréfum til tveggja eignarhaldsfélaga í lok september og byrjun október árið 2008. Félögin tvö voru Imon ehf. og Azalea Resources Ltd. Til stóð að Landsbankinn fjármagnaði kaupin en einungis varð af einni lánveitingu af þremur, upp á fimm milljarða króna til Imon. Engu að síður voru hlutabréf færð inn á félögin í öllum tilvikum og Kauphöllinni tilkynnt um viðskiptin. Hæstiréttur telur markmiðið með sölu hlutabréfanna til félaganna tveggja hafa verið að losa Lands- banka Íslands hf. við eigin hlutabréf, sem hann hafði áður keypt í ríkum mæli, án þess að salan hefði áhrif til lækkunar á gengi hlutabréfa í félag- inu í Kauphöll Íslands. Röng skýring hegningarlaga „Bankastjórar Landsbanka Ís- lands hf. og þeir, sem komu í þeirra stað, hlytu að hafa gert sér grein fyr- ir að hin víðtæka heimild þeirra að taka ákvörðun um lán hafi eðli máls samkvæmt verið takmörkunum háð,“ segir í dómi Hæstaréttar í rök- stuðningi fyrir sakfellingu Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi banka- stjóra Landsbankans, og Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, vegna umboðssvika. Ákvarðanir þeirra um lánveit- ingar hefðu verið líklegar til að valda hluthöfum bankans, stórum og smáum, ásamt öllum almenningi fjártjóni. Þá hefðu þau einnig farið gegn útlánareglum bankans um lánahlutfall. Hæstiréttur tekur fram að hluta- bréfin sem seld voru Imon ehf. hafi verið verðmæt og greitt var fyrir með andvirði lánsins til félagsins. Þegar metin er veruleg hætta á að fjártjón hafi skapast í þeim að- stæðum sem uppi voru og gegn tryggingum verður að miða við það að bankinn hefði getað selt bréfin á öðrum markaði á gangverði. Vísar Hæstiréttur til Al Thani-dómsins, máli sínu til stuðnings. Ekki skipti máli við matið á fjártjónshættunni að bankinn hafi áður keypt bréfin með tilheyrandi fjárútlátum. Sigurjóni og Sigríði Elínu hafi ekki getað dulist að mun meiri líkur en minni væru á því að verðmæti trygginga fyrir lánum bankans til Imon ehf. myndi rýrna og ekki nægja til greiðslu lánanna ef vanskil yrðu. Því sannist að þau hafi af ásetningi valdið bankanum verulegri fjártjónshættu. Tekið er fram að niðurstaða hér- aðsdóms að þessu leyti sé ekki byggð á munnlegum skýrslum held- ur á rangri skýringu á ákvæðum hegningarlaga. Hvatir valda ekki refsileysi Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri, var einnig dæmdur til refsingar í Hæstarétti fyrir mark- aðsmisnotkun vegna ákvörðunar sinnar um að veita Imon ehf. lán til kaupa á hlutabréfum í bankanum þrátt fyrir að hafa yfirsýn yfir um- fangsmikil kaup bankans á eigin hlutabréfum. Í munnlegri skýrslu fyrir héraðsdómi sagðist hann hafa tekið umrædda ákvörðun með hags- muni bankans í huga til að auðvelda sameiningu bankans og Byrs, þar sem Imon hafi verið stærsti hluthafi Byrs. „Slíkar hvatir að baki broti ákærða geta ekki gert það refsi- laust,“ segir í dómi Hæstaréttar. Hlutdeild Sigríðar Elínar var einnig færð til refsingar í dómi Hæstaréttar. Þó að hún hafi hvorki komið að sölu hlutabréfanna né til- kynningu um hana til Kauphallar, var ákvörðun hennar forsenda lán- veitingarinnar. „Hlaut hún að gera sér grein fyrir, meðal annars með setu sinni í fjármálanefnd bankans, að viðskiptin gæfu ranga mynd af verði bréfanna eða væru líkleg til að gera það.“ Telst ósannað gegn neitun Hæstiréttur slær því einnig föstu að þegar Imon ehf. hafi farið fram á annað lán í byrjun október frá Landsbankanum til frekari kaupa á hlutabréfum í bankanum með sömu veð að baki, hafi ekkert veðrými ver- ið fyrir hendi í hlutabréfunum og stofnfjárbréfum Byrs sparisjóðs. Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar bankans, var dæmdur bæði í héraðs- dómi og Hæstarétti fyrir markaðs- misnotkun en hann sem miðlari við- skiptanna tilkynnti þau til Kaup- hallar án frekari trygginga fyrir láninu. Sigurjón var jafnframt sak- felldur fyrir markaðsmisnotkun vegna seinna láns til Imon ehf. Steinþór var ennfremur sakfelld- ur fyrir markaðsmisnotkun vegna sölu Landsbankans á hlutabréfum í eigu bankans til Azalea Resources Ltd. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms að ósannað væri gegn eindreginni neitun Sigurjóns að hann hefði tekið ákvörðun um þau viðskipti. Hvatir gera brotið ekki refsilaust  Hæstiréttur snýr við héraðsdómi í Imon-málinu  Markmið að losa bréfin án þess að hafa áhrif á gengi þeirra  Lánveitingaheimildin með takmörkunum  Gáfu ranga mynd af verði bréfanna Morgunblaðið/Kristinn Hæstiréttur Sýknudómi héraðsdóms í Imon-málinu var snúið í Hæstarétti og ákærðu dæmdir í fangelsi Þegar rýnt er í tölur Spalar um sam- setningu umferðar septembermánað- ar í ár og undanfarinna tveggja ára blasir býsna skýrt við að fjölgun er- lendra ferðamanna á þjóðvegum landsins skýri að miklu leyti aukna umferð í göngunum núna í septem- ber. Þeir eru þannig áberandi fleiri sem keyptu stakar ferðir í göngin en í september 2014 og 2013 og hlutfall tekna af „lausaumferð“ í september var hærra en áður. Þetta kemur fram í yfirliti Spalar um umferð um Hvalfjarðargöng í september, en metumferð var um göngin í september og meiri en í sama mánuði nokkru sinni áður frá því göngin voru opnuð. Fyrra metið átti september 2007 með hátt í 175 þús- und ökutæki en í september í ár fóru nær 10 þúsund fleiri ökutæki undir Hvalfjörð en þá. Útlit er nú fyrir að umferðin í göng- unum aukist í heild um 4,6% á árinu öllu. Þá er meðtalin umferð þeirra sem óku ókeypis undir fjörðinn á tím- um verkfalls. Hlutfall tekna af „lausa- umferð“ í september var hærra en áð- ur. Tekjur af staðgreiðslu eða stökum ferðum námu 36,2% í september 2015 en 31,8% í september 2013. Tekjur af fyrirframgreiddum ferðum eða áskrift námu 45,7% árið 2015 en 50,7% í september 2013. Aukning við efri mörk Umferðin á hringveginum jókst um 12,2 prósent í september frá sama mánuði í fyrra, samkvæmt því sem fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Umferðin hefur aldrei aukist jafn- mikið á milli septembermánaða frá því þessar mælingar hófust árið 2005. Umferðin í ár hefur aukist um 4,7 pró- sent það sem af er. Hegði umferðin sér svipað og í meðalári, það sem eftir lifir árs, stefn- ir í að umferðin aukist um tæp 5%. Gangi þessi spá eftir er ljóst að slík aukning er talin vera við efri mörk þess sem talið er þægilegt miðað við viðhald og uppbyggingu vegakerfis- ins. Þar eins og víða annars staðar er hæg aukning betri en mjög snögg aukning, segir á vefnum. Mikil aukning eystra Milli septembermánaða árin 2014 og 2015 jókst umferðin mest á Aust- urlandi eða um 30,8% en minnst í grennd við höfuðborgarsvæðið, 8,1%. Frá áramótum hefur umferð einnig aukist mest um Austurland eða 12,4% en minnst í grennd við höfuð- borgarsvæðið eða um 3,8%. Ef frá er talið síðasta ár þarf að leita aftur til 2007 til að finna meiri aukningu miðað við árstíma. aij@mbl.is Meiri tekjur af „lausaumferð“  Stór september í Hvalfjarðargöngum  Metaukning í umferð á hringveginum Morgunblaðið/Eggert Fjölgun Útlendingar voru áberandi í umferð um göngin í september.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.