Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 26

Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bók SvetlönuAlexievich,Sinkdreng- irnir, fjallar um hremmingar sov- éskra hermanna í Afganistan og vísar titillinn í lík- kisturnar undir hina föllnu. Bókin hefst á frásögn móður. Sonur hennar kom aftur heim frá Afganistan og framdi morð. Til þess notaði hann kjötexi úr eld- húsinu. Móðirin heldur að sama dag hafi hún notað exina þegar hún eldaði fyrir hann kótilettur. Hún lýsir því að hún hafi ekki þekkt drenginn sinn þegar hann sneri aftur. Og nú hefur hann verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi. Sonur sinn sé hins veg- ar enginn afbrotamaður, hann sé veikur: „En sonur minn var morðingi … Vegna þess að hér gerði hann það sama og þeir gerðu þar. Fyrir það fengu þeir medalíur og orður … Af hverju var hann einn dæmdur? Ekki þeir, sem sendu hann þangað? Þeir kenndu honum að drepa! Ég kenndi honum það ekki …“ Alexievich fékk Nóbels- verðlaunin í bókmenntum í ár. Hún er frá Hvíta-Rússlandi, en hún fæddist í Sovétríkjunum og verk hennar fjalla um tilveruna þar og það sem fór úrskeiðis þeg- ar og eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Alexievich skrifar ekki skáld- skap. Hún er blaðamaður. En hún notar stundum verkfæri skáldskaparins. Fyrir bækur sín- ar hefur hún tekið mörg þúsund viðtöl. Viðtöl hennar eru ekki við ráðamenn, þá sem taka ákvarð- anirnar. Hún talar við fólkið, sem býr við afleiðing- arnar af ákvörð- unum þeirra. Lest- urinn getur verið óþægilegur, eins og horft sé inn í kviku. Ritari sænsku akademíunnar sagði þegar tilkynnt var að Alexi- evich fengi verðlaunin að hún hefði „í raun skapað nýtt bók- menntaform og það er vissulega afrek“. Alexievich segir að hefði hún verið uppi á nítjándu öld hefði hún ugglaust orðið skáld, en list- in hafi ekki getu til að lýsa sam- tímanum og þess vegna noti hún aðferðir blaðamennskunnar. Hún byrjaði að skrifa í blöð, hefur skrifað bækur um Afgan- istan og kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl. Nýjasta verk hennar byggist á vitnisburði Rússa um hrun Sovétríkjanna og tekur yfir rúma tvo áratugi, frá 1990 til 2012. Alexievich hefur orðið fyrir að- kasti stjórnvalda fyrir skrif sín, en hefur haldið ótrauð áfram. Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi tóku því fálega að hún hefði feng- ið verðlaunin. Á blaðamanna- fundi eftir að tilkynnt hafði verið að hún fengi verðlaunin kallaði hún aðgerðir Rússa í Úkraínu hernám. Viðbrögðin komu strax: „Svetlana hefur greinilega ekki nægar upplýsingar til að geta veitt skýrt mat á því, sem er að gerast í Úkraínu,“ sagði Dmítrí S. Peskov, talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Alexievich hefur tekið sér það hlutverk að skrá upplýsingar, sem ráðamenn vilja helst ekki heyra. Þeim væri hollt að hlusta. Svetlana Alexievich skrásetur raddir Austur-Evrópu} Hvít-Rússi fær Nóbel Knattspyrnanhefur beðið varanlegan hnekki. Siðanefnd al- þjóðaknattspyrnu- sambandsins FIFA hefur ákveðið að setja forseta og varaforseta sambandsins, þá Sepp Blatter og Michel Platini, í 90 daga bann frá knatt- spyrnuhreyfingunni, auk þess sem framkvæmdastjórinn Je- rome Valcke hlaut sömu örlög. Lengd bannsins þýðir það, að Blatter er í raun haldið frá störf- um nánast fram að því að kosið verður um eftirmann hans í febrúar. Það segir sitt um hina sorg- legu stöðu þessarar vinsælustu liðsíþróttar í heimi, að nið- urstaða siðanefndarinnar kemur engum á óvart. Það er helst að meint aðkoma Platinis að spill- ingarmálunum hafi fengið menn til að lyfta brúnum, en Frakkinn knái hafði verið duglegur við að auglýsa sig sem „hreinni“ val- kost við stjórnvöl knatt- spyrnuhreyfingarinnar en Blat- ter. Thomas Bach, forseti alþjóða- ólympíunefndar- innar, talaði líklega fyrir hönd flestra í gær þegar hann sagði að nú væri komið nóg og FIFA þyrfti að grípa þegar í stað til aðgerða til þess að rétta kúrsinn. Eini gallinn er hins vegar sá, að skaðinn er í raun þegar skeður. Í stað þess að vera sameiningartákn knatt- spyrnunnar er FIFA orðið að samnefnara fyrir fjármálamis- ferli og mútuþægni. Það orðspor er ekki síst til- komið vegna heimsmeistara- keppninnar sem enn stendur til að halda í Katar árið 2020, jafn- vel þó að ýmislegt bendi til þess að þar hafi brögð verið í tafli, en yfirstjórn FIFA hefur ekki vilj- að ljá máls á því að færa keppn- ina annað. Þau viðbrögð sýna betur en margt annað, að jafnvel þó að breytt yrði um kúrs þegar í stað mun taka langan tíma að afmá að fullu þann svarta blett sem fallið hefur á sambandið í stjórnartíð Blatters. Knattspyrnan hefur beðið varanlegan hnekki} „Nú er komið nóg“ Þ egar ég ræddi við baráttukonuna Betty Dodson á dögunum var kynfrelsi kvenna efst á dagskrá, enda hefur ævistarf Dodson öðr- um þræði snúið að því að kenna konum að uppgötva leyndardóma líkamans og njóta þeirra. Í áratugi hefur hún haldið vinnustofur fyrir hópa og einstaklinga þar sem píkan er í aðalhlutverki, en Dodson þótti miður að boða þau tíðindi að á þeim mörgu árum sem liðin eru frá því að hún hélt fyrstu sýninguna þar sem hún sýndi myndir af kyn- færum kvenna hefði lítið þokast í baráttunni fyrir auknu kynfrelsi. Það virðist sama hvort um er að ræða Bandaríkin eða Norðurlöndin; kynfæri og kynferðisleg ánægja og fullnægja kvenna liggja enn í þagnargildi. Ferðafélagi Dodson, sem hlýddi á hluta samtals okkar, benti á þá einkennilegu staðreynd að fólk ræddi vart um kynfæri kvenna nema í tengslum við eitthvað slæmt; búið væri að „sjúkdóm- svæða“ þau. Sjálf sagði Dodson að svo virtist sem mað- urinn ætti ekki í vandræðum með ofbeldi og stríð, en annað gilti um líkamlegar nautnir. Þær væru tabú. Samtalið við Dodson var forvitnilegt fyrir margar sakir, enda lætur hún allt vaða. Mér láðist að spyrja hana álits á #freethenipple-hreyfingunni en við rædd- um ástæður þess að kynfrelsi kvenna væri enn jafn tak- markað og raun ber vitni og Dodson varð tíðrætt um áhrif trúarbragða, sem hún fór ófögrum orðum um. Í heimalandi hennar, Bandaríkjunum, predika afturhaldsmenn skírlífi og fordæma fóstur- eyðingar en Dodson sagði að fáfræði um kynlíf mætti ekki síst rekja til skorts á kyn- fræðslu í skólum, sem takmarkaðist víðast hvar við „blómin og býflugurnar“. Typpi í leggöng og síðan ekki söguna meir. Dodson sagði foreldra veigra sér við að eiga samtöl um kynlíf við börnin sín og að börnum væri snemma kennt að sjálfsfróun væri skammarleg. Hún kom aftur inn á kyn- fræðsluna þegar ég forvitnaðist um afstöðu hennar til kláms, en hún sagðist mótfallin því að banna klámið og benti á að fólk gæti sjálfu sér um kennt að það hefði komið í staðinn fyrir kynfræðslu í skólum. Sú þróun hefði komið niður á drengjum ekki síður en stúlkum og bjagað viðhorf þeirra og væntingar gagn- vart kynlífi. En af hverju skiptir þetta máli? Jú, kynfrelsi og kyn- heilbrigði hafa bein áhrif á lífsgæði, en í þessu sam- hengi er vert að benda á enn einn áhugaverðan punkt sem Dodson kom inn á; tengsl jafnréttis og kynfrelsis. Þegar ég spurði Dodson hvað þyrfti að breytast var fyrsta svarið: sömu laun fyrir sömu vinnu. Hún heldur því fram að á meðan konur hafa ekki jafna möguleika á við karla til að afla tekna verði þær háðar þeim. Einnig í svefnherberginu. Jafnrétti sé þannig forsenda þess að konur leyfi sér að „fljúga sóló“ og njóta sín til fullnustu á eigin forsendum. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Unaðslegt tabú Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Störfum á vegum ríkisins áVesturlandi hefur fækkaðum 23 frá árinu 2013 eðasem svarar til 2,7%. Á sama tíma hefur íbúum landshlutans fjölg- að um 1,2%. Vífill Karlsson, hagfræð- ingur hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, telur að slagsíða sé á ríkisfjárjöfnuði Vesturlands og virð- ist hún geta numið allt að 30%. Vífill hefur tekið saman skýrslu um þróun starfa á vegum ríkisins á Vesturlandi á milli áranna 2013 og 2015. Störfin voru 818 sl. vetur og hafði fækkað um 23 á tveimur árum. Svarar fækkunin til tveggja starfa á hverja 1.000 íbúa. Kemst Vífill að þeirri niðurstöðu að störfin á Vest- urlandi séu færri á hvern íbúa en störf á vegum ríkisins á höfuðborg- arsvæðinu. Skorið niður í skólum Það vekur athygli að störfum fækkaði mest á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vífill segir að það megi aðallega rekja til þriggja framhaldsskóla og Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hann segir að nemendum hafi fækk- að eitthvað en þó hlutfallslega minna en nemur fækkun starfa. Skólarnir hafa þurft að hagræða í rekstri. Laun eru stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri þeirra og því hafa verið slegn- ar af námsleiðir og námskeiðum fækkað. Störfum á vegum menntamála- ráðuneytisins hefur fækkað um 46 sem svarar til 21% fækkunar. Það kemur ekki á óvart að fækk- un starfa í skólum bitnar mest á Borgarbyggð. Þar eru tveir háskólar og einn framhaldsskóli. Inn í þetta spilar einnig að tveir þriðju hlutar starfsmanna Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri búa utan Vesturlands. Mest fækkun í Borgarbyggð Á móti fækkun starfa mennta- málaráðuneytis kemur fjölgun starfa á vegum velferðarráðuneytisins. Þeim fjölgaði um 29 á Vesturlandi eða um 7%. Kemur það aðallega til vegna fjölgunar rýma á hjúkrunar- heimilum á landsvæðinu. Raunar reka ríki og sveitarfélögin þessi heimili saman en rekstrarkostnaður- inn kemur úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fækkun opinberra starfa kemur misjafnlega við einstök sveitarfélög. Þeim fækkaði mest í Borgar- byggð, um 14,4%, af ástæðum sem áður eru raktar. Þeim fækkaði um 6,6% í Stykkishólmi og 5,5% í Grund- arfirði. Aftur á móti fjölgaði störfum á vegum ríkisins um 2,6% á Akranesi á þessu tveggja ára tímabili og um 1,6% í Dalabyggð. Örlítil fjölgun varð einnig í Snæfellsbæ. Eftirsótt störf „Það eru alltaf áhyggjur af því að landshlutarnir fái ekki nægilega mikið af opinberum störfum út á land,“ segir Vífill um ástæður þess að þessum upplýsingum er haldið til haga. Í inngangi að skýrslunni segir hann umræðuna skiljanlega í ljósi þess að töluvert fjármagn renni út af svæðunum í opinbera sjóði en minna sé vitað um hvað skilar sér aftur til baka í staðbundinni opin- berri þjónustu. „Þess utan eru mörg opinber störf mjög eftirsótt vegna þess að þau eru sérhæfð og geta veitt meiri stöðugleika heldur en störf í róstusömum atvinnu- greinum eins og sjávar- útvegi og öðrum útflutn- ingsgreinum, sem oftast eru burðarásinn í at- vinnulífi utan höfuð- borgarsvæðisins.“ Opinberum störfum fækkar í Borgarbyggð Morgunblaðið/Styrmir Kári Borgarnes Borgarbyggð hefur orðið verst úti í sparnaði ríkisins vegna þess hversu mikið vægi háskólar og framhaldsskóli hafa í atvinnulífinu. Athugun sem Kamilla Rún Gísladóttir hefur gert í BA- ritgerð í hagfræði bendir til að ríkisfjárjöfnuður Vestur- lands sé neikvæður. Vífill túlkar niðurstöður hennar þannig að ríkissjóður ráðstafi á Vesturlandi 70% af því fjár- magni sem hann innheimtir þar. Slagsíðan sé því 30%. Þetta þýðir að íbúar Vestur- lands þurfa að sækja mikla þjónustu á höfuðborgar- svæðið og meiri en íbúar Norður- og Austurlands. Það grefur að hans sögn undan hagkerfi landshlutans. „Ef vilji er til að slá á hag- sveiflur einstakra lands- hluta skyldi maður ætla að heldur væri látið halla á þau svæði sem eru í mestum vexti en þau sem eiga mest undir högg að sækja,“ segir Vífill. Grafið undan hagkerfinu ÓJÖFNUÐUR RÍKISFJÁR Vífill Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.