Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
Nýr Sproti með viðarfótum - ýmsir litir í boði
STOFNAÐ 1956
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
s: 510 7300
www.ag.is
Sproti 405
Hönnuður Erla Sólveig Óskarsdóttir
Það var húsfyllir í Háskólabíói vorið 1968 þegar Þórhallur Vilmund-arson flutti þar fyrirlestra um örnefni. Menn hlustuðu dolfallnir:Hann tók hvert örnefnið af öðru, sem virtist tengjast mannanöfn-um, en skýrði það út frá einkennum í náttúrunni. Hann sýndi ljós-
myndir og beindi geisla að tilteknum stöðum. Þetta var hátækni á þeim tíma.
Mig minnir að fyrirlesarinn hafi tekið dæmi af Dýrafirði þar sem Dýri nam
land skv. Landnámu. En þegar komið er sjóleiðina til Vestfjarða er eins og
opnist dyr: þetta er Dyrafjörður.
Árið 1991 birtist stórmerkur formáli Þórhalls að Harðar sögu Grímkels-
sonar og fleiri sögum á vegum Hins íslenska fornritafélags. Kennarar gætu
blásið ferskum anda í drungalegt loft kennslustofunnar ef þeir ræddu þetta
þrekvirki Þórhalls við hrifnæma unglinga.
Eiginkona Harðar, Helga
jarlsdóttir af Gautlandi,
synti úr Geirshólmi í Hval-
firði með yngri son sinn. En
ætli hið ókleifa Helguskarð,
sem sagt er að Helga hafi
klöngrast upp með soninn á
bakinu, sé kallað eftir
Helgu? Þórhallur tengir örnefnið við Helguhól og Helguvík niður undan
bænum Þyrli í Hvalfirði; margir Helguhólar eru á Íslandi, allir svipaðir í lög-
un og minna á stóra manngerða hauga á Norðurlöndum; það var helgi yfir
Helguhólunum því að fólk kann að hafa trúað að þar hafi merkismenn hvílt.
Hörður hafði fengið útlegðardóm og þurft að dvelja með stigamönnum í
Geirshólmi. Þeir reistu þar virki. Geir var fóstbróðir Harðar en stóð jafnan í
skugga hans. Hvers vegna heitir hólminn þá Geirshólmur en ekki Harð-
arhólmur? Þórhallur bendir á tvo möguleika: a) að Geirshólmur dragi nafn af
lögun sinni sem minnir á geirvörtu (fleiri slíkir hólmar eru til); eða b) að hinn
mjói og flati Geirstangi (sem minnir á geir, þ.e. spjót) hafi stuðlað að því að
Geirshólmur þar í grenndinni hafi fengið nafn sitt.
Þórhallur sýnir fram á að fjölmörg önnur örnefni úr Harðar sögu virðast
dregin af náttúrueinkennum en ekki nafngreindum mönnum eða atvikum.
En hann gerir fleira: Hann vekur athygli á þeirri tilhneigingu sagnaritara
13. aldar að draga (ósýnilegar) hliðstæður milli nýliðinna atburða (á Sturl-
ungaöld) og sögutímans (allt að 300 árum fyrr). Þannig minnir Þórhallur á að
einn glæsilegasti höfðingi Sturlungaaldar, Sturla Sighvatsson, hafi látið reisa
virki á Geirshólmi (að norskri fyrirmynd) eftir Bæjarbardaga 1235. Margar
sláandi hliðstæður sýnir Þórhallur milli Sturlu og Harðar, t.d. lýsinguna á
dauðdaga þeirra. Einnig sér Þórhallur í kvenhetjum Harðar sögu margs kon-
ar líkindi við konur á Sturlungaöld, ekki síst milli Helgu jarlsdóttur og hinn-
ar stórættuðu eiginkonu Sturlu, Solveigar Sæmundardóttur.
Og enn eitt – og nú mega Skagfirðingar fara að biðja fyrir sér: Þórhallur
Vilmundarson sýnir fram á að Drangeyjarsagan af Gretti og Illuga hafi bein-
línis orðið til undir áhrifum sögunnar af Herði og Hólmverjum.
Geirshólmur og Drangey
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Örnefni Hvers vegna heitir hólminn þá Geirshólmur en ekki Harðarhólmur?
Í minningu Þórhalls Vilmundarsonar
Arkitektar og skipulagsfræðingar eiga meiriþátt í að móta umhverfi okkar en flestir aðr-ir. Þó koma þeir ekki einir við sögu. Ígrundvallaratriðum byggja þeir á ákvörð-
unum um meginlínur sem kjörnir fulltrúar hafa tekið.
En það er þeirra að útfæra þær ákvarðanir. Áður en
þær ákvarðanir eru teknar hafa alls kyns hagsmunir
tekizt á og þá meðal annars og ekki sízt fjárhagslegir
hagsmunir.
Þegar horft er yfir farinn veg síðustu rúmlega
hundrað ára hefur okkur ekki alltaf tekizt vel upp.
Sumt hefur verið gert vel. Samstarf Guðjóns Sam-
úelssonar húsameistara og Jónasar Jónssonar frá
Hriflu skilaði reisulegum byggingum víða um land
sem setja svip á umhverfi sitt. Í raun er ótrúlegt hvað
mikið var gert í þeim efnum á fyrri hluta síðustu ald-
ar, þegar íslenzkt þjóðfélag gat enn talizt fátækt.
Skipulagsmál í Reykjavík hafa gengið upp og niður.
Fallegustu byggingarnar í miðbæ Reykjavíkur, og þá
er átt við Kvosina, eru enn gömlu húsin, stjórn-
arráðið, Menntaskólinn, Grjótaþorpið og vel heppnuð
endurbygging gamalla húsa svo
sem Bernhöftstorfunnar. Sumt
af því sem síðar hefur verið
byggt á þessu svæði er óskapn-
aður.
Gamli miðbærinn er orðinn
skrýtinn staður. Marga mánuði
á ári eru fleiri útlendingar þar á ferð en Íslendingar.
Og þeir sem þar búa geta ekki endilega gengið að al-
mennri þjónustu í næsta nágrenni. Það er varla hægt
að segja að alvörumatvöruverzlanir séu á þessu svæði
og ekki heldur apótek.
Fyrir marga eru skipulagsmál tilfinningamál. Sumir
upplifa Reykjavíkurflugvöll og staðsetningu hans jafn
tilfinningalega og við, andstæðingar aðildar Íslands að
Evrópusambandinu, það mál. Öðrum verður heitt í
hamsi þegar kemur að staðsetningu nýs hátækni-
sjúkrahúss. Og alkunna er að skipulagsmál verða
stundum heitustu deilumálin í einstökum sveit-
arfélögum.
Þessi „tilfinningamál“ eru til umfjöllunar í nýrri
bók Trausta Valssonar prófessors sem nefnist Mótun
framtíðar – hugmyndir, skipulag, hönnun. Í bókinni er
að finna gríðarlegt magn upplýsinga um skipulagsmál
og arkitektúr og hún sýnir að Trausti hefur alþjóðlega
yfirsýn þegar kemur að þessum málaflokki.
Trausti er maður hugmyndanna. Eitt sinn sagði
bandarískur áhrifamaður við mig að mikilvægasti
maðurinn á staðnum væri sá sem hefði hugmyndir.
Hvernig urðu hugmyndir Trausta til? Hann segir:
„Einföldun forms, sem skilaði mér mestum árangri
síðar, var þegar ég uppgötvaði að Ísland er í raun
hringur … Skömmu síðar sá ég að byggð á Íslandi er,
einfaldað sagt; kragi við útjaðar hringsins … sá ég
skyndilega að byggðamynztur Íslands með byggð í út-
jaðri – en ekkert á hinum dýrmætu miðjusvæðum! –
er óhagkvæmt og í rauninni alrangt! Þessi skilningur
birtist mér það skyndilega að ég fékk eins og högg í
magann. Það að ég hafði uppgötvað að byggðamynzt-
ur Íslands er alrangt, leiddi mig nokkrum árum síðar
út í það stóra verkefni að vinna að tillögu um Íslands-
skipulag framtíðarinnar …
… Fyrsta tillaga mín … var að leggja vegi stystu
leið yfir miðju landsins og tengja þannig ótengda
landshluta. Þessir vegir lægju frá Suður-, Norður- og
Austurlandi og kæmu saman á Sprengisandi. Við
þessa tillögu bætti ég … í dálitlu gríni … að það væri
rökréttast að þarna á krossgötum, á hinni verðmætu
miðju landsins, risi ný höfuðborg.“
Þegar Trausti Valsson kynnti hugmyndir sínar um
hálendisvegi á sínum tíma, fékk ég annars konar
„högg í magann“ en hann fékk, þegar hugmyndin
kviknaði hjá honum.
Hvernig gat einhverjum dottið í hug að leggja vegi
– væntanlega malbikaða – um
allt hálendið þvers og kruss,
með tilheyrandi benzínstöðvum,
sjoppum o.s.frv.
Þetta var áður en ljóst var
orðið að miðhálendi Íslands var
ekki bara auðlind, heldur auð-
lind sem gefur af sér gífurlegar tekjur fyrir þjóð-
arbúið. Hvers vegna streyma útlendingar til Íslands?
Vegna náttúru landsins. Kjarni þeirrar náttúru er
miðhálendið og aðrar óbyggðir.
Mér finnst hugmynd Trausta Valssonar um Íslands-
skipulag góð svo fremi að kjarni hennar sé sá að á
miðhálendi Íslands eigi ekkert skipulag að vera. Held-
ur verði það alfriðað og engar framkvæmdir umfram
það sem orðið er. Að vísu má velta því fyrir sér hvers
vegna byggðamynztur Íslands hafi orðið á þann veg
sem það hefur þróast. Er ekki ástæðan einfaldlega sú
að fólk settist þar að sem það gat haft eitthvað sér til
framfæris?
Þegar horft er til umfjöllunarefnis Trausta Vals-
sonar í hinni nýju bók hans verður ljóst að hann er að
fjalla um einhver mestu tilfinningamál sem upp koma
á þjóðarsviðinu.
Mér finnst t.d. sjálfsagt að fram fari þjóðarat-
kvæðagreiðsla um það hvort þjóðin vilji friða miðhá-
lendið alveg eða ekki. Eftir slíka atkvæðagreiðslu
verður ekki lengur deilt um málið, hver sem nið-
urstaðan verður.
Hið sama á við um Reykjavíkurflugvöll. Álitamálið
þar er hins vegar hvort Reykvíkingar einir eigi að
taka þátt í slíkri atkvæðagreiðslu eða þjóðin öll. Í ljósi
þess að staðsetning flugvallar á höfuðborgarsvæðinu
er hagsmunamál þjóðarinnar allrar er eðlilegt að
þjóðin öll taki þátt í slíkri atkvæðagreiðslu.
Með bók sinni er Trausti Valsson að opna augu
fólks fyrir mikilvægi skipulagsmála á umhverfi okkar.
Og þess vegna er hún grundvallarrit, hvort sem við
erum sammála honum eða ósammála um það að ný
höfuðborg rísi á miðhálendi Íslands (í gríni).
Skipulagsmál eru tilfinningamál
Trausti Valsson er í nýrri bók
að opna augu fólks fyrir mik-
ilvægi skipulagsmála.
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Í bókinni Umrótsárum (Years ofUpheaval) 1982 rifjar Henry
Kissinger upp heimsókn þeirra Rich-
ards Nixons Bandaríkjaforseta til Ís-
lands vorið 1973 í því skyni að sitja
fund með Frakklandsforseta (bls.
172): „Fyrst urðum við að hitta leið-
toga þessa harðbýla lands grýttra
freðmýra og hrikalegra fjalla. Þar
býr aðdáunarverð þjóð við endalausa
dagsbirtu á sumrin, en myrkur á vet-
urna, og dregur björg af ófúsri jörð
og úr miskunnarlausum sæ.“
Kissinger kvað íslensku ráð-
herrana hafa verið með allan hugann
við þáverandi þorskastríð. Íslending-
arnir hefðu hótað hernaði gegn Bret-
um, lokun herstöðvarinnar í Keflavík
og úrsögn úr Atlantshafsbandalag-
inu. Nixon hefði reynt að sefa Íslend-
ingana. Kissinger sagðist hafa orðið
forviða á að heyra fulltrúa 200 þús-
und manna smáþjóðar hóta hernaði
gegn Bretaveldi, en ekki síður á
bandarískum ráðamönnum fyrir að
reyna að tala um fyrir þeim (bls. 173).
„Mér varð hugsað til aldargamalla
ummæla Bismarcks um, að ósvífni
væri styrkleiki hinna veikburða, en
veikleiki hinna sterku væri sjálf-
stakmarkanir.“
Eftir að bók Kissingers kom út,
vísaði Ólafur Jóhannesson því að-
spurður á bug í DV, að ráðherrar
hefðu hótað úrsögn úr Atlantshafs-
bandalaginu á fundinum, sem fór
fram á skrifstofu forseta Íslands í
Stjórnarráðinu miðvikudaginn 30.
maí. En heimildir, sem síðar birtust,
taka af öll tvímæli um þetta. Sam-
kvæmt fundargerð á ríkisstjórn-
arfundi 4. júní kvaðst Ólafur hafa
sagt Nixon, að aðgerðaleysi Banda-
ríkjanna í þorskastríðinu kynni að
orsaka endurskoðun á afstöðu Ís-
lendinga til Atlantshafsbandalags-
ins. Til er og fundargerð í skjölum
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
þar sem hið sama kemur fram.
Forseti Íslands hélt hinum tignu
gestum kvöldverð á Bessastöðum
fimmtudaginn 31. maí. Þar mismælti
Nixon sig og bað gesti að skála fyrir
Írlandi, ekki Íslandi, eins og Wil-
helm Wessman veitingastjóri hefur
sagt frá. Eftir matinn stóðu menn
upp og fengu sér kaffi. Þá vatt Lúð-
vík Jósepsson sér að forsetanum og
vildi enn tala um landhelgismálið.
Nixon varð önugur og órólegur og
lét allt í einu kaffibolla sinn falla á
gólfið, þar sem hann brotnaði í þús-
und mola. Þannig losnaði hann við
Lúðvík.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Brella Nixons
á Bessastöðum