Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 33

Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 ✝ Sólveig Að-albjörnsdóttir fæddist á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá 3. janúar 1931. Hún lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 24. september 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Að- albjörn Magn- ússon, bóndi á Unaósi, f. 7. 2. 1887, d. 19.7. 1933, og Una Þóra Jón- asdóttir, f. 7.6. 1898, d. 21.9. 1949. Systkini Sólveigar eru: Alfreð Hafsteinn, f. 12.6. 1920, d. 11.12. 1995; Jóna Gróa, f. 5.10. 1923, d. 8.1. 2007; Magn- ús f. 10.1. 1927, d. 17.7. 1997; Sölvi Víkingur, f. 4.2. 1929; Aðalbjörg, f. 24.2. 1933, d. 24.7. 2015. Sólveig giftist 27. janúar 1952 Steinþóri Magnússyni, f. 5.9. 1924, d. 24.6. 2002. For- og Hrafnkell Logi. Steinþór Örn, f. 5.2. 1981, Kristín Birna, f. 5.1. 1985, hennar maki Mark Wesley Johnson, f. 24.11. 1983, þeirra börn; Willi- am Rökkvi og Sarah Björt. Ólafur Gauti, f. 5.1. 1985. d. 21.8. 2012. 3) Einar Birgir, f. 1957, kvæntur Rannveigu Traustadóttur, f. 3.11. 1956. Þeirra dætur; Margrét, f. 23.8. 1989, Sólveig, f. 20.7. 1996. 4) Aðalsteinn Steinþórsson, f. 10.6. 1961, kvæntur Birnu Stefnisdóttur, f. 2.11. 1955. 5) Magnús Már, f. 8.3. 1966, sam- býliskona Elsa Hartmanns- dóttir, f. 3.8. 1966. Dætur þeirra; Þorgerður Elva, f. 11.7. 1991, og Hlédís María, f. 14.4. 2008. Auk almennra sveitastarfa í bernsku var Sólveig ung ráðs- kona í vegavinnu, vann á Hót- el Norðurlandi, fór svo í Hús- mæðraskólann á Akureyri og gerðist síðan húsfreyja á Hjartarstöðum til 1972. Á Eg- ilsstöðum vann hún við af- greiðslu í Kaupfélagi Hér- aðsbúa og Verslunarfélaginu. Útför Sólveigar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 10. október 2015, kl. 14. eldrar hans voru Magnús Sigurðs- son bóndi á Hjart- arstöðum, f. 4.5. 1882, d. 9.4. 1926, og kona hans Ólöf Guðmundsdóttir, f. 3.8. 1887, d. 28.8. 1972. Börn Steinþórs og Sólveigar eru: 1) Una Þóra, f. 25.8. 1950, gift Bessa Gíslasyni, f. 6.1. 1949. Börn þeirra; Gísli Þór, f. 1972, hans börn; Una Ásrún og Ás- mundur Bessi, Sólveig, f. 13.9. 1977, Sigrún, f. 13.9. 1977, maki Iiro Nummela, þeirra sonur; Emil Mikael, Margrét, f. 24.2. 1980, hennar dætur; Katla og Ása Kristín Tryggva- dætur. 2) Ólafur, f. 1.4. 1953, kvæntur Sjöfn Sigbjörns- dóttur, f. 29.3. 1955. Börn þeirra: Reynir Logi, f. 3.10. 1974, hans börn; Agnes Sjöfn Leiðir okkar Sólveigar lágu fyrst saman fyrir rúmlega 40 ár- um þegar ég kom á heimili þeirra Steinþórs á Selásnum, þá aðeins 17 ára gömul. Mér var tekið með kostum og leið mér strax eins og ég hefði alltaf tilheyrt þessari fjöl- skyldu. Fyrstu sumrin í þessari nýju fjölskyldu bjó ég á Selásnum og minnist þess ævinlega með miklu þakklæti þegar ég vann 12 tíma vaktir í Söluskálanum um helgar og fékk sendar dýrindissteikur í hádeginu frá tengdamóður minni. Sólveig var sannur Héraðsbúi og man ég alltaf fyrstu bílferðina sem ég fór með henni og Steinþóri og horfði yfir Héraðið. Þá skildi ég vel aðdáun hennar, enda fannst mér Héraðið það fallegasta sem ég hafði séð á Íslandi. Við Sólveig nutum þess að fara saman í handverksverslanir og sköpuðust oft skemmtilegar sam- ræður við starfsfólk um handverk og útfærslur á því. Í því sambandi hafði Sólveig margt fram að færa en eftir hana liggja margvísleg listaverk, bæði útsaumsverk, bútasaumur, leirlist, margskonar saumaskapur og prjónles. Fyrir fáeinum vikum fórum við síðast saman í leiðangur þar sem hún naut þess að skoða allar þær dá- semdir sem fyrir augu bar. Sólveig var smekkmanneskja og var alltaf hægt að treysta ráð- um hennar í sambandi við fataval og handverk. Hún var líka mjög hreinskilin og lá svo sannarlega aldrei á skoðunum sínum um menn og málefni. Hugulsemin og umhyggjan var henni í blóð borin og þrátt fyrir að verulega væri af henni dregið þessa síðustu daga þá þótti henni mjög vænt um að vita til þess að gestirnir fengju veitingar og að vel færi um alla. Ég syrgi yndislega tengdamóð- ur mína en gleðst jafnframt yfir þeim gleðistundum sem við höfum átt saman og minnist hennar æv- inlega sem konu sem ekkert var ómögulegt. Rannveig Traustadóttir. Með virðingu og söknuði kveð ég elskulega tengdamóður mína. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa átt hana að og notið leið- sagnar hennar og hjálpsemi í meira en 40 ár. Takk fyrir allt. Við sjáumst ekki í sumar – og þó sé ég þig: er blómin horfa himins til og hneigja sig þá yfir í þinn huliðsheim þú heillar mig. Því vetrarstríð á enda er, nú undrumst við hve dauðinn veitir dýra hvíld og djúpan frið og heyrum lífið líða hjá sem lækjarnið. Og allt það sem var auður þinn og yndi þitt það leitar eins og lóukvak í ljóðið mitt er signir þig hin breiða byggð við brjóstið sitt. Og allir þeir sem unnir þú og unnu þér þeir sjá hvar logi lífs þíns rís og lyftir sér í þessa lygnu líknarnótt sem ljómar hér. Er birtan sendir bláan draum í bæinn inn og geislaflugið fellur létt á fagurkinn það vermir litlar ljúfur þrjár sem lófi þinn. (Jóhannes úr Kötlum) Megir þú hvíla í ljósinu. Sjöfn. Sólveig kvaddi á sólríkum degi í september á Hrafnistu í Hafnar- firði. Hafið og sólarlagið sem blasti við út um gluggann minnti hana á Héraðsflóann þar sem hún fædd- ist. Fróðlegt og áhugavert var að hlusta á sögur frá æsku hennar á Unaósi þar sem hún ólst upp hjá móður sinni með systkinum. Húsa- kostir voru þröngir, ekkert raf- magn og vatnið sótt í lækinn. En silungurinn úr Selfljótinu og berin í fjallinu voru henni ætíð hugleikin og minnisstæð og ekki til betri matur. Skólaganga var munaður fárra. Hún upplifði því eins og hennar kynslóð miklar breytingar í íslensku þjóðfélagi. Sólveig var bóndi á Hjartarstöð- um. Þar fæddi hún og ól upp fimm mannvænleg börn. Vinnudagurinn var langur og lítið um frítíma, kannski skroppið stundum á skíð- um milli bæja á veturna. En hún var ákveðin, vinnusöm, hörkudug- leg og vann öll sín verk með sóma. Hún flytur til Egilsstaða 1972 þegar þau þurftu að bregða búi vegna astmasjúkdóms eigin- mannsins. Þarna var hún komin á sinn draumastað. Hvergi var betra að vera en á Egilsstöðum. Væri leitað frétta af veðurfari þá var svarið einfalt, alltaf var gott veður á Egilsstöðum, yfirleitt sól og hvergi betra. Handavinna var að- alsmerki Sólveigar alla tíð, fyrst af nauðsyn til að klæða fjölskylduna, en seinna hennar aðaláhugamál og þar nutu listrænir hæfileikar henn- ar sín vel. Sólveig hafði mikinn áhuga á tísku og naut þess að kaupa sér föt í seinni tíð. Jafnframt fylgdist hún vel með nýjungum varðandi snyrtivörur og gaf tengdadóttur sinni mörg góð ráð. Það var gaman að fara með henni í verslanir. Sólveig var oftast létt í lund og fannst hún síung. Spurði til dæmis föður minn ávallt hvort það væri ekki eins með hann og sig að vera ekki deginum eldri en 25 ára. Sólveig dvaldi á Hrafnistu í tæpt ár. Hún sagði mér oft hversu elskulegt og gott starfsfólkið væri. Ég færi frábæru starfsfólki á Ægishrauni kærar þakkir fyrir umhyggju, nærgætni og hlýju í hennar garð. Íbúum á Selási 5 færi ég líka bestu þakkir fyrir alla hjálpina. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti fyrir að fá að kynnast henni og fjölskyldu henn- ar. Hvíldu í friði, elsku Sólveig. Birna. Nú leggst Solla amma til hvíld- ar á Egilsstöðum, við hliðina á Steinþóri afa. Amma var hugul- söm kona, hugsaði ætíð fyrst um hag annarra og var alltaf að veita öðrum eitthvað. Hún var mikil hannyrðakona og eftir hana ligg- ur mikið af fallegu handverki. Ekki sló hún slöku við þegar kom að saumavélinni og saumaði hún m.a. kjóla og kápur á okkur syst- urnar þrjár þegar við vorum litl- ar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara austur til ömmu og afa á sumrin; við systurnar vorum oft einhverjar vikur í heimsókn. Amma bar í okkur mat og kökur og á kvöldin fengum við alltaf kvöldkaffi - mjólk og kökur. Það fannst mér ekki leiðinlegt. Ég finn enn ilminn úr eldhúsinu og búrinu á Selásnum um leið og ég hugsa um allar kökurnar og kleinurnar sem amma bakaði í gegnum tíð- ina. Ég hugsa oft til kraftsins sem bjó í ömmu sem kom fimm börn- um á legg meðfram bústörfum. Þau hjónin voru líka oft með börn og fjölskyldur þeirra í heimsókn á Selásnum á sumrin, eftir að þau voru flutt í Egilsstaði. Aldrei heyrði ég þó ömmu segja að það væri mikið að gera þrátt fyrir að hún ynni líka langan dag í kaup- félaginu. Amma var alltaf á fleygi- ferð, var alltaf að. Solla amma vissi líka hvað hún vildi og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Fyrir tæpu ári kom amma suð- ur og dvaldi á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Hún var ekki alltaf sátt við það og vildi drífa sig heim. En þegar ég og Emil, ungur sonur minn, hittum ömmu í síðasta sinn í byrjun september talaði hún um hvað konurnar á Hrafnistu væru góðar. Þessi heimsókn er mér kær enda bý ég erlendis og hef undanfarin ár átt von á því að hitta ömmu mína ekki aftur. Amma var bara nokkuð hress þennan dag. Mér fannst hún sátt og líða nokkuð vel þrátt fyrir veik- indi sem drógu úr henni máttinn smám saman. Amma naut þess greinilega að eiga stund með okk- ur Emil. Ég þakka þér samfylgd- ina, kæra Solla amma, og er viss um að afi tekur þér fagnandi. Sigrún. Amma mín var einstök. Hún hafði hlýjan og mjúkan faðm sem var gott að láta umvefja sig, hjá ömmu var dásamlegt að vera. Ég heimsótti ömmu og afa á Egils- stöðum nær hvert sumar þegar ég var lítil. Oft fékk ég að fara ein austur í sumarfríinu, afi tók á móti mér á flugvellinum með bros á vör á meðan amma var á Selásnum að finna til eitthvað með kaffinu, mest hlakkaði ég til að fá jólakök- una sem var alltaf til í frystinum þegar ég kom. Ýmislegt var bras- að fyrir austan, skemmtilegast var að fá að bústanga út á palli með potta og pönnur, draga svo ömmu í rabarbarasúpu og kaffi austan við hús, ekki stóð á ömmu að koma og oft var búið að dúka upp borð og draga fram sparistell. Ég hlakkaði líka til að hitta frænkur mínar og vinkonur sem ég átti fyr- ir austan og það var mikið frelsi að geta hjólað um bæinn á fína hjól- inu hennar ömmu. Oftar en ekki heyrði ég í henni þegar ég var komin af stað að ég skyldi nú fara varlega, amma passaði upp á sína. Hjá ömmu varð heldur aldrei neinn svangur, kvöldkaffið var ein notalegasta stund dagsins, eld- húsborðið var hlaðið allskyns kræsingum og allir máttu fá sér eins mikið og þeir vildu. Eftir kvöldkaffið eyddum við svo drjúgri stund í uppvaskið þar sem allt milli himins og jarðar var rætt. Eftir að afi dó kom amma oft suð- ur um jólin, það vakti mikla kátínu meðal langömmubarnanna þegar amma dansaði kringum jólatréð í rauða jólakjólnum og söng hástöf- um. Amma kenndi mér ótal margt en fyrst og fremst að vera góð manneskja. Amma mín var ein- stök og nú er hún komin til afa. Margrét Bessadóttir. Það var fyrir um það bil fjörutíu og fimm árum að ég kom að Hjart- arstöðum í Eiðaþinghá til að heim- sækja skólasystur mína. Til dyra kom fremur lágvaxin kona, vel til- höfð með glaðlegt bjart andlit og bros á vör. Þessi kona var Sólveig sem seinna varð tengdamóðir mín. Kynni okkar hófust fyrst þegar Sólveig og Steinþór fluttu á Selás 5 á Egilsstöðum en það hús byggðu þau ásamt tvennum öðr- um hjónum. Heimilið var þeim af- ar kært og var allt gert til að gera það sem best úr garði þannig að fjölskyldan gæti komið í heimsókn og dvalið í lengri eða skemmri tíma. Ekki átti Sólveig í vandræð- um með það þar sem hún var list- ræn og prýddi heimilið með út- saumi og ýmsum hlutum sem hún gerði. Blóm og blómaskreytingar léku í höndum hennar og bar garðurinn þess glöggt merki, vel hirtur og haganlega skreyttur blómum. Á þessum árum fóru þau í skemmtiferðir til útlanda og hef- ur Sólveig vafalaust fengið í þeim ferðum hugmyndir að handverki, keramiki og blómaskreytingum sem hún hefur getað notað við list- sköpun þegar heim kom. Sólveig var nokkuð stíf á meiningu sinni, en fór vel með það, og lét það ekki bitna á öðrum, allavega ekki tengdabörnunum. Við Una dvöldum oft nokkrar vikur á Selásnum yfir sumarið ásamt börnum okkar og var mikil tilhlökkun að komast til afa og ömmu í kleinur og bakkelsi. Segja má að eftir að við stigum fæti inn á Selásinn yrðum við njótendur. Matur á reglubundnum matmáls- tímum, uppbúin rúm, sólstólar til- búnir í garðinum og bjór í ísskápn- um. Saumavélin var tekin fram, gert við og lagfært, strangar sóttir í Kaupfélagið og hönnuð voru föt og saumuð á barnabörnin. Eftir að Sólveig missti mann sinn dvaldi hún flest jól hjá okkur í Barmahlíðinni, en þar hafði hún fast herbergi þegar hún kom til Reykjavíkur en þangað fór hún ekki nema að eiga nokkuð brýnt erindi enda hvergi betra að vera en fyrir austan. Einnig kom hún og aðstoðaði við stærri viðburði í stórfjölskyldunni svo sem þegar börnin fæddust, skírnir og ferm- ingar. Hún dáði mjög börn sín og barnabörn en gat ekki skilið að ekkert þeirra vildi búa fyrir aust- an. Ég vil þakka Sólveigu tengda- móður minni fyrir samfylgdina og konunum á Hrafnistu í Hafnar- firði, eins og hún orðaði það, fyrir góða og nærgætna umhyggju það tæpa ár sem hún dvaldi þar. Blessuð sé minning þessarar duglegu konu. Bessi Gíslason. Elsku Solla amma hefur nú kvatt þennan heim. Hennar verð- ur sárt saknað en gott er að vita af henni með afa á ný. Ég sé þau fyr- ir mér, ömmu að elda og afa að tefla við Gauta bróður á meðan þeir bíða í eftirvæntingu eftir kræsingunum. Amma var nefni- lega alltaf með einhverjar heima- lagaðar kræsingar í boði og var varla róleg nema gestir borðuðu vel. Frystirinn var alltaf fullur af kleinum, muffins, kökum og ís sem við krakkarnir fengum óskertan aðgang að í sumarfríum okkar fyrir austan. Ég tók fyrst eftir því seint á unglingsárum hversu mikla ánægju það færði henni að sjá okkur borða vel. Kannski er það þess vegna sem Gauti bróðir og Solla amma áttu svo sérstakt samband, þeirra sam- eiginlega ást á mat. Hún kunni vel að meta matgæðinga sem borðuðu vel hjá henni. Ég gleymi aldrei fyrstu heimsókn minni til hennar með manninum mínum. Hún bauð hann velkominn og fékk hann til að líða eins og hann væri kominn heim til ömmu sinn- ar, enda var alltaf gott að heim- sækja Sollu ömmu. Hún hreifst strax af manninum mínum og benti á andlit hans á meðan hún hrósaði útliti hans og kurteisi í framkomu, vitandi það að hann skildi ekkert hvað hún væri að segja því hann talaði enga íslensku á þeim tíma. Þegar við loks feng- um okkur kvöldmat varð hún hæstánægð þegar hann borðaði kjöt á við fjóra. Þá áttu þau mjög góð samskipti í gegnum matinn þó að þau skildu ekki talað mál hvort annars. Amma var ekki bara fyrirmyndarhúsmóðir, heldur mikil listakona og góð í höndunum. Hún prjónaði, gerði fallega leir- muni, saumaði bútasaumsteppi og ýmislegt fleira. Ég sit nú með fal- lega bútasaumsteppið sem hún gaf mér í útskriftargjöf og er þakklát fyrir að eiga það um ókomna tíð. Upp kemur í huga mér það sumar sem amma kenndi mér skraut- skrift en amma hafði þá nýlega sótt námskeið til að læra þá list. Mér þótti merkilegt hvað hún gat skrifað fallega og var því afar þakklát fyrir að fá að læra að skrifa svona fallega líka. Ég veit ekki hvers vegna þessi minning stendur upp úr. Kannski var það þá, þegar mér mistókst eithvað í skrifunum, sem ég fékk fyrst að finna fyrir þeirri hreinskilni sem amma sýndi alltaf svo vel. Hún var ekkert að fela það ef henni leist ekki á það sem maður var að gera. Velviljinn og umhyggjan skinu samt alltaf í gegn og þó að maður fengi að heyra álit hennar án þess að biðja sérstaklega um það var ekki hægt annað en að taka því vel, enda ávallt vel meint. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana sem ömmu, fyrir stundirnar sem við áttum saman, fyrir um- hyggjuna sem ég fann alltaf svo sterkt fyrir í návist hennar og nú síðast fyrir þá umhyggju sem hún sýndi börnunum mínum þó að stundirnar hafi ekki verið margar með þeim. Ég mun ávallt geyma þessar minningar og vonast til að geta verið barnabörnum mínum það sem hún var fyrir mér. Kristín Birna. Sólveig Aðalbjörnsdóttir Elsku amma. Nú ertu búin að fá hvíld- ina og þótt það sé sárt að kveðja þig er það góð til- hugsun að þú sért núna með afa eins og þú vildir. Ótal minningar koma upp í hugann. Aðfangadagur í Krummahólum þar sem við systkinin biðum spennt eftir ömmu og afa og vonuðum innilega að veðrið yrði ekki svo slæmt að það yrði ófært úr Grindavík. Jóla- böll hjá Sveini frænda þar sem amma lék við hvern sinn fingur, jól í Svöluhöfða þar sem dreng- irnir mínir biðu spenntir eftir ömmu og afa og langömmu og langafa því fyrr byrjuðu ekki jól- in. Ótalmargar sumarbústaða- og tjaldferðir með ömmu og afa og ísbíltúrar til Hveragerðis og á Þingvelli. Við systkinin gistum oft sem börn hjá ömmu og afa í Grindavík. Það var dekrað við okkur. Amma eldaði það sem okkur fannst best, þau keyptu ýmislegt góðgæti í bakaríinu og allt það sem okkur langaði í úr búðinni. Amma spilaði við okkur og fann upp skemmti- lega leiki okkur til dundurs. Eftir að ég varð fullorðin og eignaðist mín börn hélt ég áfram að koma af og til í gistiheimsóknir með drengina mína og amma og afi sýndu þeim sömu þolinmæðina og gæskuna og okkur og það var alltaf mikið hlegið. Dagbjört Guðlaugsdóttir ✝ Dagbjört Guð-laugsdóttir fæddist 25. nóv- ember 1928. Hún lést 30. september 2015. Útför Dag- bjartar fór fram 8. október 2015. Amma hafði gam- an af að spila og þeg- ar við systurnar komum í heimsókn spiluðum við iðulega rommí. Hún spilaði líka oft við langömmustrákana og kenndi þeim Manna og Kana og spenningurinn var oft mikill. Við fórum í ótal fjöruferðir niður í Bót, fyrst við systkinin með ömmu og afa og síðar langömmubörnin líka. Það er ekki nema rúmt ár síðan við fórum síðast og það var ótrúlegt hvað amma var lipur að beygja sig og tína kuðunga og skeljar orðin 85 ára gömul. Amma var flink í höndunum og lengi vel sá hún allri fjölskyldunni fyrir vettlingum og sokkum. Hún saumaði líka listilega út og við systkinin fengum alltaf hand- klæði og rúmföt frá henni og afa sem hún hafði saumað upphafs- stafina okkar í. Hún reyndi líka að kenna okkur systrunum handa- vinnu og var mjög þolinmóð þeg- ar hún sýndi okkur aftur og aftur hvernig sporin áttu að vera eða hvernig átti að prjóna hæl á sokk. Það var alltaf tilhlökkun hjá barnabörnum og langömmubörn- um að fara í heimsókn til Grinda- víkur. Amma var höfðingi heim að sækja. Meðan hún gat bakaði hún alltaf pönnukökur þegar von var á okkur og keypti allt það girnileg- asta úr bakaríinu. Hún passaði líka að eiga alltaf nóg í nammihill- unni til að bjóða upp á. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Laufey.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.