Morgunblaðið - 10.10.2015, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015
✝ Gísli Felixsonfæddist á Hall-
dórsstöðum í
Skagafirði 12. júní
1930. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Norðurlands á
Sauðárkróki 30.
september 2015.
Foreldrar hans
voru Felix Jósa-
fatsson, f. 14.1.
1903, d. 21.2. 1974,
og Efemía Gísladóttir, f. 4.3.
1902, d. 27.1. 1980.
Systkini Gísla eru: Stein-
grímur, f. 2.2. 1932, d. 17.11.
2007, Jósafat Vilhjálmur, f.
23.5. 1934, d. 24.8. 2008, Guð-
björg, f. 1.1. 1937, og Sólveig, f.
7.3. 1938, d. 14.10. 2003. Upp-
eldisbróðir Gísla er Björn Bald-
vinsson, f. 13.2. 1939.
Gísli kvæntist 17.5. 1952 Erlu
Einarsdóttur frá Vík í Mýrdal,
f. 4.3. 1930, d. 11.9. 2008. For-
eldrar hennar voru Einar Er-
lendsson, f. 1.2. 1895, d. 13.3.
1987, og Þorgerður Jónsdóttir,
f. 21.1. 1897, d. 22.6. 1991.
Erla og Gísli eignuðust þrjú
börn: 1) Einar, f. 13.12. 1952,
kvæntur Soffíu Þorfinnsdóttur,
f. 2.6. 1952. Börn þeirra eru: a)
Erla, gift Karsten Rummelhoff,
a) Þorgeir. Fyrir átti Ingibjörg
dótturina Kolbrúnu Ýri, gift
Kára Birni Þorleifssyni. Ómar
Logi á einnig tvö börn frá fyrra
hjónabandi, b) Thelmu Silvíu í
sambúð með Ólafi Unnari
Ólafssyni og c) Gísla Loga í
sambúð með Þórhildi Katrínu
Stefánsdóttur, sonur þeirra er
Stefán Þjóðar, dóttir Þórhildar
Katrínar er Kolbrún. Móðir
Thelmu og Gísla er Ingibjörg
Hafberg.
Gísli ólst upp í torfbæ í Hús-
ey í Vallhólmi, Skagafirði.
Hann stundaði nám við Héraðs-
skólann á Laugarvatni og síðan
við Kennaraskólann í Reykjavík
og útskrifaðist með kenn-
arapróf 1952.
Erla og Gísli bjuggu tvö
fyrstu hjúskaparárin á Dalvík
og fluttu þaðan til Sauðárkróks
árið 1954 þar sem þau áttu
heima til æviloka. Gísli kenndi
fyrstu árin á Króknum við
Barnaskólann á Sauðárkróki
auk þess sem hann vann sum-
arvinnu sem flokksstjóri í vega-
vinnu frá 1956 til 1959. Árið
1960 fór hann í fullt starf hjá
Vegagerðinni fyrst sem yf-
irverkstjóri og síðan rekstr-
arstjóri frá 1963 þar til hann
hætti störfum vegna aldurs
1998.
Útförin fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 10. októ-
ber 2015, kl. 14.
dætur þeirra eru
Soffía Hrafnhildur
og Kirsten Sól.
Erla á tvo syni frá
fyrri sambúð,
Kristþór og Gísla
Felix. Faðir þeirra
er Ragnar Ein-
arsson. b) Indriði
Þór, kvæntur Lauf-
eyju Kristínu
Skúladóttur, dætur
þeirra eru Magnea
Ósk, Ólöf Erla og Aníta Rún. c)
Ísak Sigurjón, í sambúð með
Pálínu Ósk Hraundal, dóttir
þeirra er Íris Antonía, d) Rann-
veig. 2) Efemía Hrönn, f. 14.12.
1953, gift Skúla Ragnarssyni, f.
15.7. 1954. Börn þeirra eru: a)
Elín Sandra, gift Hauki Sig-
urðssyni, barn þeirra er Karen
Íva, sonur hennar og Hjalta
Sigurðssonar er Vilhelm Henrý,
sonur Hauks er Alexander. b)
Steinunn, í sambúð með Ken-
neth Strauss. c) Ragnar, kvænt-
ur Ingu Þóreyju Óskarsdóttur,
börn þeirra eru Unnur Efemía,
Gísli Hrafn og Ari. d) Þorgeir
Gísli, í sambúð með Örnu Dögg
Sigfúsdóttur. 3) Ómar Logi, f.
1.7. 1958, d. 22.12. 2009, kvænt-
ur Ingibjörgu Sigurðardóttur,
f. 12.12. 1965, sonur þeirra er
„Nú hefur elsku afi okkar
kvatt í síðasta sinn. Eftir löng og
ströng veikindi, sem hann tókst
á við með aðdáunarverðu æðru-
leysi og dugnaði, er hann nú
kominn til ömmu og Loga og
allra hinna sem við vitum að
hafa tekið vel á móti honum.
Margs er að minnast og eru
sterkustu minningarnar óhjá-
kvæmilega tengdar heimili
ömmu og afa á Hólaveginum og
svo ekki síst sumarbústaðnum
þeirra, Höfðaseli.
Jólin á Hólaveginum með öll-
um sínum föstu siðum eru okkur
sérstaklega minnisstæð.
Laufabrauðsgerðin þar sem Gísli
afi bjó til listaverk með litlum
vasahníf í kökurnar. Jólakor-
taútkeyrslan var líka fastur liður
á aðfangadagsmorgun þar sem
við fengum að rúnta um með afa
og hlaupa með kortin í bréfalúg-
ur.
Afi þekkti sveitina sína og
fjörðinn sinn vel og lagði áherslu
á að við gerðum það líka. Barna-
börnin lærðu af honum bæjar-
nöfnin milli Sauðárkróks og
Höfða í öllum ferðunum þar á
milli. Fyrir hvert bæjarnafn sem
maður mundi var sælgætismoli í
verðlaun svo námið gekk fljótt
og vel.
Svo margar ljúfar minningar
eigum við tengdar sumarbú-
staðnum Höfðaseli að við vitum
vart hvar á að byrja. Berjatínsla
af runnum og í Höfðahólunum á
haustin, nostrið og natnin við
gróðurinn og svo allir veiðitúr-
arnir í fjörunni og á Höfðavatn-
inu. Afi var einstaklega duglegur
að taka okkur með að vitja um
netin á bátnum góða, Farsæl.
Það var mikill heiður í því fólg-
inn að hljóta titilinn baujustjóri
og enn meiri upphefð þegar
maður hækkaði í tign og varð
stýrimaður. Stundum var líka
siglt út í Þórðarhöfða með nesti
og tínd ber eða bara fallegir
steinar.
Einstök vinátta ömmu og afa
og Gurru og Frigga á Höfða var
mikil lífsins gæfa bæði fyrir þau
og fjölskyldur þeirra og höfum
við barnabörnin heldur betur
notið góðs af því. Þær voru
margar gæðastundirnar við leik
og störf með ömmu og afa og
fjölskyldunni á Höfða.
Með mikilli vinnu og virðingu
fyrir umhverfinu sköpuðu afi og
amma þennan ævintýralega stað
í hvamminum sem hefur orðið
paradís minninganna og griða-
staður fyrir þau og okkur af-
komendurna. Fyrir það fáum við
seint fullþakkað.
Við kveðjum Gísla afa með
sorg og söknuð í hjörtum en
jafnframt vissu um að við fáum
að hitta hann aftur í fyllingu
tímans.
Erla, Indriði, Ísak
og Rannveig Einarsbörn.
Móðurafi minn, Gísli Felixson,
lést miðvikudaginn 30. septem-
ber, 85 ára að aldri, sjö árum á
eftir konu sinni og ömmu minni,
Erlu Einarsdóttur. Nú eru því
ákveðin þáttaskil, þessi festa
sem afi og amma voru er nú
horfin á braut.
Ég ferðaðist hvert sumar
æsku minnar norður í Skaga-
fjörðinn og fór í „sveit“ til ömmu
og afa í Höfðasel, en það er bú-
staður okkar í nágrenni við bæ-
inn Höfða á Höfðaströnd. Þang-
að fór ég fljúgandi, keyrandi og
með rútu, mjög langt ferðalag
fyrir lítinn polla. En þegar þang-
að var loks komið naut ég tilver-
unnar með afa og ömmu. Þó svo
að ég hafi verið einn með þeim í
bústaðnum þótti mér hið dag-
lega líf viðburðaríkt. Þar var ég
sérstakur aðstoðarmaður afa og
Frikka við netaútgerð félaganna.
Við afi vöknuðum klukkan sex
alla daga vikunnar og keyrðum
niður á strönd til þess að setja
út net, sem við síðan vitjuðum á
nokkurra tíma fresti fram að
kvöldi. Við vorum líka með net í
vatninu sem við vitjuðum dag-
lega á bátnum okkar, þar sem ég
var fyrsti stýrimaður. Að auki
hurfu ófáir spúnar í grýtta fjör-
una á Höfðastönd. Í þessum
ferðum niður í fjöru lærði ég líka
að „keyra“, en lúxusinn við að
þræða sveitavegi með afa niður
á strönd þýddi náttúrulega að
maður fékk að stýra og síðar
keyra Hilux-inn oft á dag. Við
fórum líka í gönguferðir og mér
finnst eins og oft á dag hafi gest-
ir dúkkað upp sem tekið var á
móti með kaffiboði í anda ömmu
Erlu. Vinmörg voru þau hjónin
svo sannarlega.
Þegar ég komst á unglings-
árin og sumarvinnan tók við
fækkaði ferðunum norður. Þó
hef ég kíkt reglulega í heimsókn
með fjölskylduna mína og þykir
mér mjög vænt um að þau hafi
fengið að kynnast ömmu, afa og
mínum æskuslóðum í Höfðaseli.
Ég er stoltur af því að mér hefur
oft verið líkt við afa í útliti, það
er sko ekki leiðum að líkjast.
Vaxtarlagið fékk ég líka, en ég
varð þess heiðurs aðnjótandi að
gifta mig í kjólfötunum hans og
pössuðu þau eins og væru þau
klæðskerasaumuð á mig. Eldri
strákurinn minn fékk nafnið
hans afa Gísla og útlitið okkar
líka. Í Höfðaselinu hangir ennþá
mynd af mér sem tekin var eitt
sumarið og Gísli minn heldur að
þar hangi mynd af sér. Með ár-
unum hef ég áttað mig á því
hversu miklu sá tími sem ég átti
í einrúmi með afa og ömmu
skipti mig, hvernig hann hefur
mótað mig að þeim sem ég er í
dag og hversu mikil paradís bú-
staðurinn og Skagafjörðurinn
raunverulega er.
Af ættleggnum þeirra afa og
ömmu settumst við fjölskyldan
að fyrir sunnan og tvístruðumst
síðan um víðan völl. Þá lést Logi,
móðurbróðir minn og guðfaðir,
fyrir sex árum, en Einar settist
að á Króknum með fjölskyldunni
sinni og hefur þar sterkar rætur.
Eftir að amma dó hafa Einar og
Soffía staðið vaktina í hennar
stað ásamt sínum börnum á
meðan heilsu afa hrakaði. Þau
hafa sinnt honum gríðarvel og
eru foreldrar mínir, og við fjöl-
skyldan öll, þeim ævinlega þakk-
lát fyrir.
Kæri afi minn, takk fyrir allt.
Þrátt fyrir að þú sért farinn á
næsta stað þá munt þú ávallt
vera með okkur. Ástarkveðjur,
Ragnar Skúlason.
Árið 1969 fengu þau hjónin
Gísli Felixson og Erla Einars-
dóttir góðfúslegt leyfi til að
byggja sér sumarbústað í landi
Höfða á Höfðaströnd. Þau
byggðu sér bústað í fallegum og
skjólsælum hvammi og hófu
strax að planta trjám og græða
landið. Bústaðurinn fékk nafnið
Höfðasel og þótti sú nafngift
einkar viðeigandi. Gísli vann
krefjandi starf hjá Vegagerð rík-
isins og fannst hvergi betra að
slaka á og sinna áhugamálum
sínum. Á fáum árum komu þau
sér upp sælureit þar sem þau
dvöldu um helgar og í fríum. Á
vorin plöntuðu þau trjám, settu
niður kartöflur og sáðu græn-
meti. Gísli gerði við netin og bát-
urinn var settur á flot. Sumrin
liðu með veiðiskap, viðhaldi,
ræktun og gestakomum en hjón-
in voru vinmörg og höfðingjar
heim að sækja. Haustverkin í
Höfðaseli einkenndust af því að
undirbúa gróður og mannvirki
fyrir veturinn. Mikill samgangur
var á milli Höfða og Höfðasels
og á haustkvöldum hittust ná-
grannahjónin gjarnan og spjöll-
uðu eða glímdu við að ráða gát-
ur. Gísli var mikill veiðimaður og
fór á hverjum degi með ná-
grönnum sínum á Höfða út á
vatn og vitjaði um net. Yfirleitt
voru eitt eða fleiri börn með í
þessum veiðiferðum og ekki víst
að alltaf gerðu þau gagn. En
Gísli var þolinmóður, hann kunni
að hlusta og sýndi ungu fólki
mikinn áhuga. Hann var óum-
deildur skipstjóri á bátnum og
enginn fékk að fara um borð
nema í björgunarvesti.
Öll eigum við systkinin góðar
minningar sem tengdar eru
Gísla og Erlu og Höfðaseli því
þau voru stór hluti af okkar
æsku og uppvexti. Þessar minn-
ingar eru sumar hverjar festar á
filmu af Gísla sem var góður
ljósmyndari. Á sólríkum dá-
semdardögum gerði Gísli gjarn-
an boð eftir okkur í því skyni að
taka myndir. Oftar en ekki fór
myndatakan fram upp við foss.
Á veturna voru svo stundum
haldin myndakvöld en þá sýndi
hann slidesmyndir frá liðnu
sumri.
Gísli og Erla eru nú bæði lát-
in. Þau voru afar samhent hjón
og samband þeirra var kærleiks-
ríkt og fallegt. Góð og traust
vinátta myndaðist á milli þeirra
heiðurshjóna Gísla og Erlu og
fjölskyldunnar á Höfða. Guðrún
og Friðrik á Höfða vilja þakka
fyrir áratuga velvild, kærleika
og vináttu sem aldrei bar
skugga á.
Það er sárt að sjá á eftir góð-
um vinum en minningarnar lifa
áfram og ylja okkur. Gísli hefur
kvatt hvamminn sinn í síðasta
skipti. Hann skartar nú sínu feg-
ursta í haustlitunum og ber eig-
endum sínum fagurt vitni.
Höfðasel mun nú hýsa nýjar
kynslóðir.
Með broti úr ljóðinu, Maður
kveður að haustlagi, kveðjum við
Gísla Felixson og sendum ást-
vinum hans okkar dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Loks þegar hlíð fær hrím á kinn
hneggjar þú á mig fákur minn.
Stíg ég á bak og brott ég held
beint inn í sólarlagsins eld.
(Ólafur Jóhann Sigurðsson)
Fjölskyldan Höfða,
Guðný Þóra Friðriksdóttir.
Gísli Felixson hefur nú lokið
lífsgöngu sinni. Gísli er einn
þeirra sem settu svip sinn á
mannlíf og athafnir á Sauðár-
króki á síðustu öld og víst er að
margir munu minnast samskipta
við hann bæði í almennum störf-
um og á sviði félagsmála. Hann
hafði menntast bæði sem kenn-
ari og íþróttakennari og starfaði
framan af sem slíkur, en jafn-
framt varð hann snemma sum-
ars starfsmaður Vegagerðarinn-
ar, svo sem títt var með fólk úr
hans starfsstétt á þeim árum.
Gísli var þeirrar gerðar að
hann ávann sér traust bæði sam-
starfsmanna og yfirmanna og
var honum fljótt falin stjórn
verkefna og síðar yfirstjórn
þeirra á svæðinu. Varð það þá að
heilsársstarfi og lauk þar með
kennsluferli hans. Sinnti hann
starfi rekstrarstjóra uns hann
lét af störfum vegna aldurs og
reyndar var heilsa hans tekin að
bila um sama leyti.
Er óhætt að segja að starf
hans sem rekstrarstjóri hafi ver-
ið erilsamt, jafnt að sumri sem
vetri.
Gísli og eiginkona hans, Erla
Einarsdóttir, voru einstaklega
samhent hjón og vönduð að allri
gerð. Þau voru alla ævi bindind-
isfólk og studdu þau mál af heil-
um hug. Þau störfuðu bæði við
fræðslu ungmenna framan af
ævi, en um það leyti er Gísli tók
við heilsársstarfi hjá Vegagerð-
inni, hóf Erla störf hjá KS, sem
hún sinnti uns hún hætti vegna
aldurs.
Þau hjón reistu sér lítið frí-
stundahús í landi Höfða á Höfð-
aströnd og ræktuðu þar unaðs-
reit umhverfis og voru þar í
flestum frístundum. Erla lést ár-
ið 2008 af völdum krabbameins
og skömmu síðar lést yngri son-
ur þeirra af völdum sama sjúk-
dóms. Gísli hafði áður fengið
krabbamein í nýru og barðist við
þann óvin uns yfir lauk.
Við Gísli áttum ýmis sam-
skipti í gegnum tíðina og vorum
góðir kunningjar. Erla, kona
hans, var svo vinnufélagi minn
til áratuga, þannig að ekki hefur
farið hjá því að í þeim hjónum
átti ég góða og trausta vini.
Því vil ég að skilnaði þakka
Gísla vináttu og samfylgd og
margar góðar stundir, ekki síst á
fjöllum uppi. Eftirlifandi börn-
um og öðrum úr fjölskyldunni
votta ég innilega samúð.
Guðbrandur Þ.
Guðbrandsson.
Gísli Felixson
Er hann bróðir
minn þarna? var
spurt bjartri röddu
þegar Björg frænka
hringdi í pabba og
ég hugsaði alltaf, það sem hann
pabbi er heppinn að eiga svona
yndislega systur. Ég labbaði fyr-
ir aftan hana Björgu frænku mín
og reyndi eins og ég gat að vera
eins útskeif og hún, ég horfði á
brosið hennar, dökka hárið og
fannst hún vera fallegasta kona
sem ég hafði séð. Björg Jónas-
dóttir Sen var einstaklega ljúf og
góð frænka og það var alltaf ein-
hver stemning á Miklubrautinni
sem ég sóttist eftir. Þar var líf og
fjör og fyrir svanga krakka, sem
voru búin að leika sér allan dag-
inn og kannski að leita að Stubbi
Björg
Jónasdóttir Sen
✝ Björg Jón-asdóttir Sen
fæddist 22. maí
1926. Hún lést 16.
september 2015.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
heimilishundinum
strokgjarna, þá var
ótrúlega ánægju-
legt að opna ísskáp-
inn og fá að borða
hjá Björgu. Hún var
góður kokkur, og í
minningunni bragð-
aðist maturinn
hennar nákvæm-
lega eins og matur
ömmu Sillu. Mér
dettur ekki annað í
hug en að halda að pabbi sé sér-
lega ánægður með að vera búinn
að fá systur sína til sín, hann átti
nefnilega svo auðvelt með að fá
hana til að baka fyrir sig
döðlupæ og svo þótti honum of-
urvænt um hana eins og okkur
öllum. Það var gott að fá að
strjúka henni Björgu um vanga
áður en hún dó og þakka fyrir
sig. Elsku Þóra, Oddný, Jónas,
Jón og þið öll sem elskuðuð
Björgu, við gleymum henni aldr-
ei.
Sigurlaug Margrét
Jónasdóttir.
Nú er Magnús
föðurbróðir minn
farinn. Þar er mikill
öðlingur fallinn frá.
Hann er farinn á fund bróður
síns Andrésar, sem hefur beðið
með óþreyju eftir bróður sínum.
Göngutúrarnir hafa beðið. Mikil
vinátta var með Magga og Sjafn-
argötu 14. Að horfa á eftir þeim
tveim eftir Sjafnargötu eða upp
Mímisveginn var sjón sem gam-
Magnús
Ásmundsson
✝ Magnús Ás-mundsson fædd-
ist 17. júní 1927.
Hann lést 31. ágúst
2015.
Útför Magnúsar
fór fram 11. sept-
ember 2015.
an hefði verið að
hafa á myndbandi.
Húfurnar settar
einhvern veginn á
og báðir með allt
of stóra vettlinga.
Þetta er minning
sem gleymist ekki.
Elsku Maggi
minn: Takk fyrir
að hafa verið vinur
okkar á Sjafnar-
götu 14.
Elsku Katrín og fjölskylda,
hugsum til ykkar allra á erfiðri
stundu og þökkum fyrir að
dauðastríð Magga varð ekki
lengra.
Katrín Andrésdóttir,
Gunnar Kristjánsson
og fjölskylda.