Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 vELFERÐARRÁÐUNEYTIÐ Embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og forvarna. Um er að ræða aðra af tveimur fag- skrifstofum á heilbrigðissviði ráðuneytisins. Skrifstofa gæða og forvarna annast verkefni sem varða m.a. öryggi, gæði og eftirlit í heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki, lýðheilsu og forvarnir, þar með taldar sóttvarnir og geislavarnir, lífvísindi og lífsiðfræði, einnig vísindarannsóknir á heilbrigðissviði, starfsrétt- indi, sjúkraskrár og gagnasöfn í heilbrigðis- þjónustu. Skrifstofustjóri stýrir og ber ábyrgð á málaflokkum sem heyra undir skrifstofuna sem og á verkefnum annarra starfsmanna skrif- stofunnar og útdeilingu þeirra. Í því felst stjórnun og rekstur skrifstofunnar, skipulagn- ing, áætlanagerð, stefnumótun, markmiðs- setning, samhæfing verkefna við stefnu ráðu- neytisins og mat og ábyrgð á árangri. Jafnframt ber hann fjárhagslega ábyrgð eftir atvikum. Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Heilbrigðis- ráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. janúar 2016. Menntunar- og hæfniskröfur: •Víðtæk háskólamenntun sem nýtist í starfi. •Yfirgripsmikil þekking og reynsla af þeim málaflokkum sem heyra undir skrifstofuna. •Stjórnunarreynsla og þekking á sviði verkstjórnunar. •Leiðtogahæfileikar. •Metnaður og vilji til að ná árangri. •Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni. •Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. •Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli. •Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. •Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu eða reynslu á sviði stjórnsýslu. Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstak- lingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra sem ræður í starfið. Nefndin starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð ákvarðar laun skrifstofustjóra, sbr. lög nr. 47/2006. Upplýsingar um starfið veita Vilborg Ingólfs- dóttir skrifstofustjóri og Anna Lilja Gunnars- dóttir ráðuneytisstjóri í síma 545 8100. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um embættið. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík eða í tölvupósti á póstfangið postur@vel.is eigi síðar en 2. nóvember 2015. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Velferðarráðuneytinu, 10. október 2015. Smáauglýsingar 569 1100 Geymslur Bílageymsla Húsnæði undir húsbíla, fellihýsi, hjólhýsi eða tjaldvagninn í vetur. Bjóðum upp á gott húsnæði í Sveitar- félaginu Garði. Leiguverð per meter: Húsbílar og hjólhýsi = 11.500 Tjaldvagnar og fellihýsi = 9.500 kr. Vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á guesthousegardur@simnet.is eða hringdu í síma 660-7890 eða 660-7891. Sumarhús Viðhaldslítil ferðaþjónustuhús og sumarhús til sölu halliparket@gmail.com sími 894 0048 Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn FASTEIGNA- VIÐHALD Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. johann@jaidnadarmenn.is S. 544-4444/777-3600 www.jáiðnaðarmenn.is Málverk Tilboð óskast í málverk eftir Kristínu Jónsdóttur. Áhugasamir hafi samband á box@mbl.is merkt: ,,M-25965” Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. Þjónusta                                 ! " #$ %&& ' '' ((()*)  Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Hitaveituskel 1850 L. Hitaveituskel 1650 L.     margar stærðir.         Þægilegir herrainniskór á góðu verði Teg: 808 Stærðir: 41 - 46 Verð: 3.990.- Teg: 852 Stærðir: 41 - 46 Verð: 4.990.- Teg: 824 Stærðir: 41 - 46 Verð: 4.685.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf. Sendum um allt land www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Póstsendum Ullar- og silkinær- fatnaður Ný sending í svörtu og hvítu Veiði 20 ára 1995-2015 • Reynsla • Þekking • Gæði Grásleppunet Skötuselsnet Silunganet Þorskanet Kola- og Flundrunet Ála- og Bleikjugildrur Felligarn Flot og Blýteinar Vinnuvettlingar o.m.fl. Höfðabakka 1 | 110 Rvk S. 892 8655 Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Húsviðhald          Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.