Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 43

Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Einstök starfstækifæri á fjármálamarkaði Bankasýsla ríkisins óskar eftir að ráða hæfa einstaklinga með ríka ábyrgðartilfinningu í störf lögfræðings og sérfræðings í eignaumsýslu til að sinna neðangreindum verkefnum. Um er að ræða ráðningar tveggja til þriggja einstaklinga í tímabundin verkefni tengd fyrirhugaðri sölumeðferð ríkisins á eignarhlut í Landsbankanum hf. Mikil áhersla er lögð á að viðkomandi einstaklingar myndi öfluga liðsheild með núverandi starfsliði og stjórn stofnunarinnar sem og þeim aðilum sem hún á í samskiptum við. Bankasýsla ríkisins er ríkisstofnun sem fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma. Bankasýsla ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 88/2009 um stofnunina og lögum nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Verkefni stofnunarinnar eru m.a. að sjá um samskipti ríkisins við fjármálafyrirtæki sem eigandi, að fara með atkvæði ríkissjóðs á hluthafafundum, að gera tillögur til ráðherra um sölu á eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum, annast sölumeðferð og leita tilboða í eignarhluti, meta tilboð, hafa umsjón með samningaviðræðum við utanaðkomandi ráðgjafa og væntanlega kaupendur og annast samningagerð. Umsóknarfrestur er til og með 26. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagssdottir@capacent.is) og Auður Bjarnadóttir (audur.bjarnadottir@capacent.is) hjá Capacent. SÉRFRÆÐINGUR Í EIGNAUMSÝSLU Leitað er að einstaklingi sem hefur mikla reynslu, þekkingu og áhuga á fjármálamörkuðum og fjármálafyrirtækjum. Starfssvið: • Umsjón með framkvæmd eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Gerð tillagna um sölumeðferð á eignarhlutum og þátttaka í framkvæmd ef af sölu verður • Samskipti við fjármálafyrirtæki, eftirlits- og stjórnsýslustofnanir, ráðgjafa og aðra aðila á fjármálamarkaði Menntunar- og hæfnikröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfinu, t.d. á sviði viðskiptafræði, verkfræði eða hagfræði • Þekking á fjármálum, reikningsskilum, stjórnarháttum og lagaumhverfi fyrirtækja • Þekking á eignastýringu hlutabréfa, innlendum verðbréfamörkuðum og fjármálagerningum fjármálafyrirtækja • Reynsla af fjárfestingum, endurskipulagningu og sölu fyrirtækja • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku • Hæfni í notkun Excel, Word, PowerPoint og Bloomberg • Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum • Nákvæmni, vandvirkni og metnaður LÖGFRÆÐINGUR Leitað er að reynslumiklum lögfræðingi með þekkingu á lagaumhverfi fjármálafyrirtækja og fjármálamarkaða og mikla starfsreynslu á þeim vettvangi. Starfssvið: • Umsjón með framkvæmd eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum • Gerð tillagna um sölumeðferð á eignarhlutum og þátttaka í framkvæmd ef af sölu verður • Samskipti við fjármálafyrirtæki, eftirlits- og stjórnsýslustofnanir, ráðgjafa og aðra aðila á fjármálamarkaði • Ritun lögfræðilegra álitsgerða, umsagna og skýrslna Menntunar- og hæfnikröfur: • Meistarapróf í lögfræði • Reynsla á sviði félagaréttar, verðbréfaréttar og stjórnsýsluréttar • Reynsla af fjárfestingum, endurskipulagningu og sölu fyrirtækja • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku • Sveigjanleiki, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum • Nákvæmni, vandvirkni og metnaður Atvinnuauglýsingar 569 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.