Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 46

Morgunblaðið - 10.10.2015, Page 46
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Verkefni óskast Getum bætt við okkur inniverkefnum í vetur í flísalögnum og múrverki. Hákon Kristinsson múrarameistari, sími 690 9244 Raðauglýsingar 569 1100 Fyrirtæki Atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, umhverfis- og auðlindaráðuneyti og velferðarráðuneyti auglýsa eftir umsóknum um styrki Samkvæmt ákvörðun Alþingis er hlutaðeigandi ráðuneytum falið að úthluta styrkjum til félaga, samtaka eða einstaklinga af safnliðum fjárlaga. Um er að ræða styrkveitingar til verkefna sem ekki njóta lögbundins stuðnings eða falla undir sjóði eða sérstaka samninga. Umsóknum ber að skila rafrænt til þess ráðuneytis sem fer með viðkomandi málefni. Nauðsynlegt er að nota umsóknareyðublað hlutaðeigandi ráðuneytis. Verkefni eru einungis styrkhæf í einu ráðuneyti. Áskilinn er réttur til að færa umsókn til annars ráðuneytis enda falli verkefni betur að verksviði þess. Rafræn umsóknareyðublöð þeirra ráðuneyta sem hér um ræðir er að finna á umsóknarvef Stjórnarráðsins (http://minarsidur.stjr.is). Nánari upplýsingar um málefnasvið ráðuneyta, skilyrði umsókna og mat á þeim er að finna í auglýsingu á heimasíðum ráðuneytanna. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, þriðjudaginn 10. nóvember 2015. Styrkir Blue Water Shipping er alþjóðleg flutningsmiðlun með höfuðstöðvar í Esbjerg í Danmörku. Blue Water Shipping opnaði skrifstofu sína í Reykjavík árið 2012. Sölumaður Umfang starfseminnar hefur aukist jafnt og þétt og því auglýsum við eftir sölumanni til starfa Starfið felur í sér: » Ábyrgð á sölu » Heimsóknir til viðskiptavina, eftirfylgni, gerð söluskýrsl- na og önnur samskipti við viðskiptavini » Vinnu við tilboðsgerð og samninga, og þátttöku í upp- byggingu á sölu og þróun Blue Water býður þér: » Áhugavert og óformlegt starfsumhverfi þar sem þú hefur mikil áhrif á daglega starfsemi. » Fyrirtækjamenningu sem við erum stolt af. » Að vera hluti af kraftmiklu starfsliði með mikla reynslu » Kost á að skapa og virkja þitt framtak innan fyrirtækisins Hæfniskröfur » Reynsla af sölu- og markaðsstörfum » Almenn góð þekking á flutningsmiðlun » Geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi » Dugnaður og áhugi, hæfni og öryggi » Geta talað, lesið og skrifað á íslensku og ensku » Góð tölvukunnátta og bílpróf Umsóknir óskast sendar ásamt starfsferilsskrá merktar: Blue Water Shipping EHF Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður Berist til: Magnusar Joensen Eða á tölvupóstfangið mag@bws.dk merktar: Sölumaður Frekari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri, Magnus Joensen í síma 510 4489 Umsóknarfrestur er til 26/10-2015 Blue Water Shipping A/S | www.bws.dk Frekari upplýsingar um fyrirtækið og starfið má nál- gast á heimasíðu okkar www.bws.dk og þar er einnig hægt að senda inn umsókn um starfið. Félagslíf Kynningar- og upplýsingafundur um breytingu á deiliskipulagi Sigtúns 38 og 40 verður haldinn þriðjudaginn 13. október kl. 17:00 í Borgartúni 12-14 í Vindheimum 7. hæð. Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Boðað er til kynningarfundar vegna Sigtúns 38 og 40, Blómavalsreitur Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík, sími: 411 1111, www.reykjavik.is Fólk er boðið velkomið á upplýsingafund um breytingu á deiliskipulagi Sigtúns 38 og 40. Á fundinum verður farið yfir tillöguna, samgöngu-, umferðar og skólamál, einnig verður fjallað um innkomnar athugasemdir og viðbrögð við þeim. Í breytingunni felst að lóð nr. 38 er stækkuð og heimiluð er aukin uppbygging hótels á henni og lóð nr. 40 er minnkuð og heimiluð er uppbygging íbúðarhúsa í sex byggingum á henni í stað gróðurskála. Þá eru skrifaðir nýir sérskilmálar fyrir báðar lóðirnar miðað við breytta uppbyggingu. Tillagan var auglýst á sínum tíma frá 29. maí 2015 til og með 10. júlí 2015. Fundurinn er haldinn þriðjudaginn 13. október kl. 17:00 í Borgartúni 12-14 í Vindheimum 7. hæð. Gengið er inn um eystri dyr í Borgartúni 12-14 og lyfta tekin upp á sjöundu hæð, þar er einnig farið inn um eystri dyr í Vindheima. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur Tilboð/útboð *Nýtt í auglýsingu *20140 Skógarplöntur fyrir Norður-, Suður- og Vesturlandsskóga. Ríkiskaup, fyrir hönd Norður-, Suður-og Vesturlandsskóga, óska eftir tilboðum í 529.000 skógarplöntur fyrir Norðurlandsskóga, 215.000 skógarplöntur fyrir Suðurlandsskóga og 13.000 skógarplöntur fyrir Vesturlandsskóga. Heimilt er að bjóða í einstaka hluta (flokka) útboðsins. Ekki er heimilt að bjóða í hluta tegund- ar í sömu bakkagerð. Nánari upplýsingar er að finna í útboðsgögnum sem verða aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikiskaup.is í síðasta lagi miðvikudaginn 14. október nk. Opnun tilboða 26. nóvember 2015 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum.  EDDA 6015101115 El.br.k. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14. Raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.