Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 10.10.2015, Qupperneq 54
54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 11. október klukkan 14: Sunnudagsleiðsögn um Hvað er svona merkilegt við það? með Þorbjörgu Br. Gunnarsdóttur sýningarstjóra Þriðjudagur 13. október kl. 12: Hádegisfyrirlestur Erfðaefni Íslendinga: Agnar Helgason Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal Blaðamaður með myndavél á Veggnum Nytjahlutir úr silfri á Torgi Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna. Safnbúð og kaffihús Listasafn Reykjanesbæjar Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir Hughrif náttúrunnar, finnskur textíll 7 kjólar eftir Örnu Atladóttur hönnuð 3. september – 8. nóvember Byggðasafn Reykjanesbæjar Þyrping verður að þorpi Kirkjan mín, kirkjan þín, kirkjan okkar allra. Bátasafn Gríms Karlssonar Opið alla daga 12.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn LISTASAFN ÍSLANDS NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016 VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS – FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 18.10. 2015 PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS; JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016 SPEGILMYND – ný sýningin í Safni Ásgríms Jónssonar opnar sunnudaginn 11. október kl. 14 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 15: Rakel Pétursdóttir, deildarstjóri rannsókna og Safns Ásgríms Jónssonar, verður með leiðsögn um sýninguna Spegilmynd í Safni Ásgríms Jónssonar – Bergstaðastræti 74. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið dagl. kl. 11-17, lokað mán. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR GYÐJUR - Sýningin opnar laugardaginn 17. október Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR SPEGILMYND - Sýningin opnar 11. október Opið sunnudaga kl. 14-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Heimurinn án okkar Björg Þorsteinsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir, Marta María Jónsdóttir, Ragnar Már Nikulásson, Steina, Vilhjálmur Þorberg Bergsson Hljóðön - Orðin Sunnudag 11. október kl. 20 Kristín Þóra Haraldsdóttir, víóluleikari flytur verk Þórunnar Grétu Sigurðardóttur. Listamannaspjall Fimmtudag 15. október kl. 20 Björg Þorsteinsdóttir og Brynhildur Þorgeirsdóttir. Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17. SAFNAHÚSIÐ Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210 www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 GEYMILEGIR HLUTIR Að safna í söguna Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Það er lítið hægt að fara út ísöguþráð Klovn Foreverþví kolsvart grín þeirraKlovn-bræðra, Franks og Caspers, er þess eðlis að maður eyðileggur myndina með því að segja of mikið. Uppátæki þessara siðblindu vitleysinga eru sem fyrr kostuleg og svo pínleg að maður get- ur ekki annað en gripið um höfuð sér og skammast sín fyrir að hlæja að þeim. Frank og konan hans Mia eiga nú tvö börn og Casper þykir vinur sinn orðinn óbærilega leiðinlegur fjölskyldufaðir. Þeir hittast varla lengur og dag einn fær Casper nóg, selur húsið sitt og flytur til Los Ang- eles. Frank saknar vinar síns og heldur til Los Angeles til að fá Ca- sper til að flytja aftur til Danmerk- ur. Casper er ekki á því og heldur mikla veislu til að fagna því að hann, „Stóri Daninn“, sé nú loksins kom- inn til borgar englanna. Frank gerir alvarleg mistök sem hann veit að munu gera út af við vinskap þeirra en það vill honum til happs að Ca- sper veit ekki af þeim. Frank heldur aftur til Danmerkur, telur sig hólp- inn en nokkrum dögum síðar snýr Casper aftur í leit að hefnd. Grínið er heldur betur svæsið í þessari bráðfyndnu framhaldsmynd, svo svæsið að stundum þótti mér nóg um. Samfarasenur eru nokkrar allsvakalegar og áhorfendur fá að berja limi þeirra félaga augum oftar en einu sinni við hræðilega pínlegar aðstæður. Hér eru tilfinningalegar hamfarir á ferðinni og að venju er það maki Franks, Mia, sem maður vorkennir mest af öllum, konunni sem fyrirgefur manni sínum allt, hversu slæm sem afbrot hans eru. Leikur þeirra Franks, Caspers og Miu er frábær og þá ekki síst Franks sem mæðir hvað mest á í myndinni. Ef líkja ætti myndinni við rússíbanareið þá myndi sú reið enda með því að rússíbaninn flygi af spor- inu og út í sjó. Hvort myndin er svæsnari en sú fyrri verður hver að meta fyrir sig en eitt er víst: Frank og Casper er ekkert heilagt. Stórir Danir Frank og Casper með Stóran Dana í aftursætinu. Hamfarir og samfarir Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Klovn Forever bbbbn Leikstjóri: Mikkel Nørgaard. Handrit: Frank Hvam og Casper Christensen. Að- alleikarar: Casper Christensen, Frank Hvam, Mia Lyhne og Simone Colling. Danmörk, 2015. 99 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Það var þröng á þingi í fyrrakvöld þegar gamanmyndin Klovn For- ever var forsýnd í Háskólabíói. Myndin er framhald Klovn: The Movie sem sagði af vafasömum og subbulegum ævintýrum félaganna Franks Hvam og Casper Christen- sen, líkt og þættirnir sem mynd- irnar eru byggðar á og eru Íslend- ingum að góðu kunnir. Frank og Casper mættu á frumsýninguna og buðu upp á grínatriði í beinni út- sendingu Kastljóss frá kvikmynda- húsinu. Tvífari Franks, Friðgeir Axfjörð, og Casper veittu viðtal og þegar skammt var liðið á það mætti hinn rétti Frank. Casper brást þá hinn reiðasti við því að hafa verið blekktur og Frank og tvífarinn fengu það óþvegið. Að því loknu fékk blaðamaður ör- stutt viðtal við danska gríntvíeykið, styttra en til stóð þar sem æstur aðdáandi fór að spjalla við Casper í því miðju. Fékk blaðamaður þannig smjörþefinn af því hvernig er að taka viðtal við kvikmyndastjörnur á rauðum frumsýningardregli, um- kringdar æstum aðdáendum. Rassinn loðnari en hann hélt Myndin hefst fimm árum eftir að þeirri síðustu lauk, Frank orðinn tveggja barna faðir en Casper frá- skilinn og samur við sig, glaumgosi drifinn áfram af fáu öðru en kyn- hvötinni. Á veggspjaldi mynd- arinnar sjást Frank og Casper naktir í 69-stellingu og blaðamaður spyr hvort þeir hafi virkilega setið þannig fyrir eða hvort Photoshop- brellum hafi verið beitt. „Myndin er raunveruleg og þetta var alls ekki svo slæmt,“ svarar Frank. Hann hafi bara slakað á og reynt að horfa sem minnst á kynfæri vin- ar síns. – Menn þurfa að vera mjög góðir vinir til að fara í svona myndatöku! „Við erum mjög góðir vinir,“ seg- ir Casper og Frank bætir við að hann hafi verið feginn að þurfa ekki að gera þetta með bláókunn- ugum karlmanni. Casper segir þá að bláókunnugur maður hefði reyndar verið í lagi og Frank bætir við að hann hefði þá þurft að vera eldri karlmaður frá Rúmeníu. „Ég var svolítið hissa að sjá rassinn á mér, hann er loðnari en ég hélt. Ég ræddi það við eiginkonu mína en þetta gerist með aldrinum og verð- ur sífellt verra,“ bætir Frank við og blaðamaður leggur til brasilískt vax. Vinátta, hefnd og fyrirgefning Líkt og í myndinni á Frank núna tvö börn og Casper er skilinn við leikkonuna Iben Hjejle. Frank seg- ir myndina innblásna af lífi þeirra Caspers þó að hún sé augljóslega skáldskapur að langmestu leyti og Casper segir Klovn Forever svæsn- ari en Klovn: The Movie. Frank tekur undir það og Casper bætir sposkur við að fólk muni alls ekki kunna að meta myndina, þykja hún hræðileg. Myndin sé býsna ólík þeirri fyrri. „Hún fjallar um vin- áttu, hefnd og fyrirgefningu og að finna jafnvægið milli einkalífs og vináttu,“ segir Frank og bætir við að þeim Casper hafi orðið hugsað til Biblíunnar við handritsskrifin. Blaðamaður hlær að því og Frank verður fyrir eilitlum vonbrigðum. „Þú hlærð að því?“ segir hann al- varlegur í bragði en brosir svo. Greinilega ekki svo móðgaður. Fyrir sýningu myndarinnar ávörpuðu Frank og Casper bíó- gesti, léku á als oddi, gáfu kynfær- um hvor annars einkunnir (þau sjást oftar en einu sinni í myndinni) og sögðu fyrrnefnda myndatöku fyrir veggspjaldið aðeins hafa tekið þrjár klukkustundir. Var mikið hlegið að gamanmálum þeirra fé- laga, líkt og að myndinni sem á eft- ir fylgdi sem var allt í senn pínleg, svæsin og hrikalega fyndin. Svæsnari en sú fyrri Morgunblaðið/Styrmir Kári Nánir Casper Christensen og Frank Hvam með veggspjald Klovn Forever í bakgrunni fyrir forsýningu í fyrrakvöld.  Félagarnir Frank og Casper fara aftur yfir strikið í Klovn Forever

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.