Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gestir á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík ræddu viðbrögð Norðurlandanna og Evrópu- þjóða við stórauknum straumi flóttamanna til álfunnar í Kaldalónssal Hörpu síðdegis í gær. Fyrirlesarar voru sérfræðingarnir Jean- Christopher Durmont frá OECD og Roderick Parkes frá stofnun Evrópusambandsins um rannsóknir í öryggismálum. Í kjölfarið fóru svo fram umræður um málefnið. Ræddu um viðbrögð við flóttamannastraumi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestir á þingi Norðurlandaráðs héldu fyrirlestra í Hörpu Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Þingmenn stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks, fengu þau boð frá forystu flokkanna snemma í gærmorgun, að vera viðbúnir því að vera kall- aðir á þingflokksfundi fyrirvaralít- ið, eða fyrirvaralaust, til þess að fjalla um lagafrumvörp um afnám hafta. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, er staða málsins sú, að ríkisstjórnin bíður umsagnar Seðlabankans, um beiðni slita- stjórnar Glitnis um að stór hluti stöðugleikaframlags búsins verði fólginn í því að íslenska ríkið eign- ist Íslandsbanka að fullu. Vinna við mat á beiðninni mun hafa dreg- ist í Seðlabankanum, en búist var við að Bjarni Benediktsson, efna- hags- og fjármálaráðherra, fengi umsögn bankans í hendur fyrir helgi, en af því varð ekki. Samkvæmt frásögnum stjórnar- þingmanna voru einhverjir óvissu- þættir, sem stóðu út af borðinu í gær og því var búist við funda- höldum í Seðlabankanum og fjár- málaráðuneytinu í allan gærdag. Jafnframt var reiknað með því í gær, að ef Seðlabankinn næði að klára umsögn sína í gær mundi ríkisstjórnin fjalla um málið ár- degis í dag og í framhaldi þess yrðu þingflokkar stjórnarflokk- anna kallaðir saman til fundar. Síðdegis varð hins vegar ljóst, að Seðlabankinn myndi ekki ná að ljúka umfjöllun sinni í gær. Þingmenn í viðbragðsstöðu  Þingmenn stjórnarflokkanna kallaðir á fund um afnám haftanna þegar umsögn Seðlabanka lítur dagsins ljós  Óvissuþættir töfðu afgreiðslu málsins í gær Morgunblaðið/Eggert Beðið Þingmenn stjórnarflokkanna eru í viðbragðsstöðu vegna haftamál- anna. Aðrir þingmenn bíða væntanlega einnig úrslitanna spenntir. „Mér fannst þessi siður vera orðinn úreltur, enda er þetta samfélag gjör- breytt frá því sem var. Í bæinn hefur flutt fólk sem veit kannski engin deili á hinum látna og túristar voru hissa. Töldu kannski að þjóðhöfðingi væri látinn,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason, bæjarfulltrúi í Norð- urþingi. Bæjarstjórnin þar samþykkti í síð- ustu viku tillögu Hjálmars Boga að hætt yrði að flagga íslenska fán- anum við stjórnsýsluhúsið í Húsavík í hálfa stöng við andlát í bæjarfélag- inu. Slíkt hefur tíðkast í áraraðir. Hefur reglan náð til fólks með heim- ilisfesti í bænum, einstaklinga sem legið hafa á sjúkrahúsinu í bænum og þeirra sem búið hafa fyrr á tíð í kaupstaðnum en eru fluttir á brott. „Stutt er síðan flaggað var í hálfa stöng vegna einstaklings sem bjó hér en var fluttur héðan fyrir tæp- um aldarfjórðungi, Mér fannst þetta orðið frekar langsótt, með fullri virðingu fyrir hinum látna,“ segir Hjálmar Bogi, sem er ánægður með að tillaga þessi var samþykkt í bæjarstjórn. Þar voru sex henni fylgjandi en þrír á móti. Í umræðum um málið tóku allir bæjarfulltrúar til máls. Viðbrögð verið sterk Þrátt fyrir að hætt verði að flagga í hálfa stöng við stjórnsýsluhúsið þegar andlát ber að, verður slíkt þó áfram gert við útfarir. Á Húsavík hafa jarðarfarir oft verið 15 til 18 á ári – og sé flaggað í hálfa stöng bæði á útfarar- og andlátsdegi gerir það 36 tilvik á ári. Með öðru tilfallandi voru fánadagarnir stundum í kring- um 40 á ári. „Þetta var ansi mikið og miðað við að kynslóðir koma og fara og fólki hér í bænum er að fjölga þá varð að breyta þesssu. Svona mál kalla þó jafnan á sterk viðbrögð, sem hafa verið heilmikil en yfirleitt jákvæð,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason. sbs@mbl.is Hætt að flagga í hálfa stöng Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hluttekning Sá siður að flagga í hálfa stöng við andlát er að breytast.  Aðeins flaggað við útför  Túristar á Húsavík voru hissa Þriggja daga þing Norður- landaráðs hefst í dag. Meginþema þingsins er nor- ræn framtíðarsýn og alþjóðamál. Fulltrúar á þinginu verða for- sætisráðherrar, aðrir ráðherrar og þingmenn frá öllum norrænu ríkj- unum, samtals um 1.000 manns. Þó að formleg dagskrá hefjist í dag var í gær rætt um flóttamenn og viðbrögð Norðurlandaþjóða og annarra Evr- ópuþjóða á fundi Hörpu. Samhliða þingi Norðurlandaráðs mun fundur forsætisráðherra Norð- urlandanna, Eystrasaltsríkanna og Bretlands hefjast á morgun. Leiðtogarnir munu taka þátt í sameiginlegu málþingi þjóðanna, Northern Future Forum, þar sem rætt verður um vöxt og viðgang skapandi greina og nýsköpun í op- inberum rekstri í þeim tilgangi að auka gæði opinberrar þjónustu. Mesta athygli vekur koma Davids Camerons, forsætisráðherra Bret- lands. Fram kom á vef breska dag- blaðsins The Guardian í gær að Cameron hyggist nota ferð sína til Íslands síðar í vikunni meðal annars til þess að lýsa því yfir að hann voni að Bretar verði áfram innan Evrópu- sambandsins og að fyrirkomulag eins og Norðmenn hafi við sam- bandið henti ekki breskum hags- munum. Ásamt níu forsætis- ráðherrum munu ríflega 80 sérfræðingar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Bret- landi taka þátt í umræðum. Norður- landaráðs- þing hefst David Cameron  Níu forsætisráð- herrar á Íslandi Nafn stúlkunnar sem lést í slysi við sveitabæ í Biskupstungum á laugar- dag er Jenný Lilja Gunnarsdóttir. Hún var þriggja ára, til heimilis í Ásakór 5 í Kópavogi. Foreldrar hennar eru Rebekka Ingadóttir og Gunnar Lúðvík Gunnarsson. Systur Jennýjar Lilju eru Júlía Klara og Dagmar Lilja. Nafn stúlk- unnar sem lést í slysi Thi Thuy Nguyen fékk dvalarleyfi á Íslandi í gær en Útlendingastofnun hafði áður talið að hjónaband henn- ar og eiginmanns hennar, Van Hao Do, væri aðeins til málamynda og hafði henni því verið synjað um dvalarleyfi áður. Víetnömsku hjónin kærðu í gær til Persónuverndar leka á upplýsingum frá Landspít- alanum til Útlendingastofnunar. Í gögnum máls þeirra hjá Út- lendingastofnun kemur fram að upplýsingar hafi borist í símtali frá Landspítalanum um háttalag hjónanna. Björg Valgeirsdóttir, lög- maður hjónanna, segir það vera brot á friðhelgi einkalífsins og óheimila miðlun upplýsinga um skjólstæðinga hennar. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þetta er far- sæll endir á dval- arleyfismálinu, en þau eru stað- ráðin í að leita réttar síns á lek- anum sem er mjög alvarlegur,“ sagði Björg í samtali við mbl.is í gær. Hún sagði það hafa verið þungbært fyrir um- bjóðendur sína að vera hafðir fyrir þessari sök sem byggir á „ólöglega miðuðum gögnum eða ágiskunum“. Kærðu vegna upplýsingaleka Björg Valgeirsdóttir  Víetnömsku hjónin kæra Landspítala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.