Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 300. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Nafn stúlkunnar sem lést
2. Fatlaður maður skreið frá borði
3. Jólageitin brunnin
4. Ólafía Hrönn selur hæðina
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngvarinn og lagahöfundurinn
Chris Cornell heldur tónleika í Eld-
borg 23. mars á næsta ári og mun á
þeim flytja lög af nýrri plötu sinni,
Higher Truth, auk helstu laga af ferli
sínum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í
tónleikaferð Cornells um Evrópu.
Cornell er með þekktari rokksöngv-
urum sögunnar og gerði garðinn
frægan með hljómsveitunum Sound-
garden, Audioslave og Temple of the
Dog. Hann hefur hlotið fjölda
Grammy-verðlauna og verið til-
nefndur til Golden Globe-verðlauna
sem söngvari, lagahöfundur, texta-
smiður og gítarleikari.
Cornell í Eldborg
Tónlistarkonan
Edda Borg leikur í
kvöld ásamt
hljómsveit á
djasskvöldi Kex
hostels og hefjast
tónleikarnir kl.
20.30. Leikin
verða lög af plötu
Eddu, No Words
Needed, auk nýrra laga sem hún
vinnur að nú um stundir.
Edda Borg og hljóm-
sveit á Kex hosteli
Sinfóníuhljómsveit Íslands er á
tónleikaferð um landið og í kvöld leik-
ur hún í Hofi á Akureyri og á fimmtu-
daginn í Íþróttamiðstöðinni á Egils-
stöðum. Daníel
Bjarnason stjórnar
m.a. flutningi SÍ á
eigin verki, Blow
Bright, og er ferðin
stærsta verkefni
vetrarins hjá hljóm-
sveitinni.
Sinfó leikur fyrir
norðan og austan
Á miðvikudag Austan og suðaustan 10-18 m/s. Súld eða rigning,
en úrkomulítið norðanlands. Hiti 4 til 9 stig. Á fimmtudag Austan
10-18 m/s og vætusamt, einkum suðaustan- og austanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægt vaxandi suðaustanátt með súld eða
rigningu sunnantil og hlýnar í veðri, hiti að 8 stigum sunnantil
seinnipartinn, en vægt frost fyrir norðan fram á kvöld.
VEÐUR
Íslenska landsliðið í knatt-
spyrnu kvenna vann stóran
sigur á Slóvenum, 6:0, í síð-
asta leik sínum í undan-
keppni EM á þessu ári í
Lendava í gærkvöldi. Ís-
lenska landsliðið er efst í
riðlinum með fullt hús stiga
eftir þrjá leiki og markatöl-
una 12:0. Góður undirbún-
ingur skilaði sér, sagði Freyr
Alexandersson landsliðs-
þjálfari eftir sigurinn í
Lendava. »4
Stórsigur og
fullt hús stiga
„Landsliðssætið er stærsta viðurkenn-
ingin og heldur honum enn frekar á tán-
um. Hann er fullur sjálfstrausts og það
er ekki annað hægt en að gefa honum
gott klapp á bakið fyrir það hvernig
hann hefur tæklað þessi mál,“ segir
Sverre Björnsson, þjálfari Akureyrar, um
markvörðinn Hreiðar Levý Guðmunds-
son sem er leikmaður 10. umferðar í
Olís-deild karla í handknattleik. »2
Landsliðssætið er
stærsta viðurkenningin
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Daði Örn Jónsson tryggði sér um
helgina sigur á Evrópumeistaramóti
einstaklinga í bréfskák. Þetta er
besti árangur íslensks bréfskák-
manns og jafnframt einn besti ár-
angur sem íslenskur skákmaður hef-
ur náð. Mótið hefur staðið yfir í tæp
tvö ár og því er ekki lokið en titillinn
veitir Daða þátttökurétt í svokölluðu
kandídatamóti heimsmeistara-
keppninnar, sem er þegar hafið, og
tveir efstu í því móti fara á sjálft
heimsmeistaramótið.
„Lengsta skákin hjá mér tók um
eitt og hálft ár,“ segir Daði, en menn
hafa 50 daga fyrir hverja 10 leiki.
„Þetta getur tekið langan tíma,“
segir Daði, sem lauk keppni í byrjun
júní og fékk 10,5 vinninga af 16
mögulegum, vann fimm skákir og
gerði 11 jafntefli. Tveir skákmenn
eru með 9,5 vinninga og hafa þeir
einnig lokið keppni. Daði segir að til
þess að sigra megi menn helst ekki
tapa skák, en þrír efstu á mótinu eru
taplausir.
Daði var fjórði stigahæsti maður
mótsins með 2.519 Eló-stig. Hann
segir að út frá því hafi sigurinn kom-
ið á óvart. „Það eru þarna mjög öfl-
ugir menn og þar á meðal Spánverji,
sem varð Evrópumeistari á tveimur
undangengnum mótum, en hann og
rússneskur skákmaður gerðu jafn-
tefli um helgina og þar með geta þeir
ekki náð mér.“
Bréfskák hentar vel
Bréfskák nýtur töluverðra vin-
sælda, en Daði byrjaði ekki að tefla
hana fyrr en 2013 eftir að hafa verið
skákáhugamaður um árabil. Hann
segir að bréfskák hafi hentað sér
betur, því auðveldara sé að stunda
hana með vinnu. Menn geti tekið sér
þann tíma sem best henti, leikið þeg-
ar þeir vilja, farið í frí á milli leikja
og svo framvegis. Samskiptin séu
mjög örugg og öll deilumál í bréf-
skák hafi horfið með tölvuvæðing-
unni.
„Skák er skemmtileg, hvort sem
um er að ræða hefðbundna skák eða
bréfskák,“ segir Daði. Hann bendir
á að þetta séu mjög ólík form og ekki
sé víst að góður bréfskákmaður sé
góður í hefðbundinni skák og öfugt,
þó meiri líkur séu á því að sterkur
skákmaður verði góður bréfskák-
maður. „Bréfskákin líkist meira
skákrannsóknum og menn hafa tíma
til þess að liggja yfir hverjum ein-
asta leik. Slæmir afleikir eiga því að
vera mjög sjaldgæfir, en eitt af því
skemmtilega við venjulega skák er
að þar getur eiginlega allt gerst. Þar
geta mjög sterkir skákmenn leikið af
sér og tapað fyrir veikari skák-
mönnum.“
Ein skák tók um 18 mánuði
Daði Örn Jóns-
son Evrópumeist-
ari í bréfskák
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Bréfskák Daði Örn Jónsson notar tæknina, sendir leikina á netinu og er nýr Evrópumeistari í bréfskák.
Félag íslenskra bréfskákmanna var stofnað 1991. Á heimsíðu félagsins
kemur fram að elstu óstaðfestu heimildir um bréfskák séu frá 9. öld.
„Fyrstu staðfestu bréfskákirnar fóru fram árið 1804 þegar Þjóðverjinn
Friedrich Wilhelm von Mauvillon atti kappi við ónefndan andstæðing í
þremur skákum,“ segir þar og bent á að talið sé að Þorvaldur Jónsson
(1837–1916), héraðslæknir á Ísafirði, hafi orðið fyrstur Íslendinga til að
tefla bréfskák rétt fyrir aldamótin 1900.
Fram á níunda áratug liðinnar aldar voru leikir í bréfskák skrifaðir á
póstkort eða sem bréf og sendir með pósti, en nú orðið er teflt í gegnum
internetið. Í venjulegu skákmóti er fyrst tefld 1. umferð, síðan 2. umferð
og svo framvegis, en í bréfskák fara allar skákir mótsins af stað á sama
tíma. Þannig hófst Evrópumótið 15. desember 2013 og því lýkur fljótlega,
en nú eru fimm skákir eftir.
Allar skákir byrja á sama tíma
BRÉFSKÁK VERIÐ TEFLD UM ALDIR
„Hann er búinn að vera ofsalega góð-
ur í þessum fyrstu þremur leikjum
okkar og ég myndi segja að það væri
honum að þakka að við erum búnir að
vinna þá alla,“ segir Magnús Þór
Gunnarsson um
Val Orra Vals-
son sem er
leikmaður 3.
umferðar í
Dominos-
deildinni. »3
Valur Orri búinn að
vera ofsalega góður