Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinnan er verðlaun velmegunnar. Hugsaðu málið vel áður en þú lætur það eftir þér að eyða peningum í þetta og vegðu og mettu hvort þeim væri kannski betur varið í annað. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er tilvalið að kenna börnum nýja hluti. Til að mynda í erfðamálum, tryggingum o.þ.h. Sýndu þolinmæði því tiltektir þeirra munu hitta þá sjálfa fyrir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú er tíminn til að hlusta á þína innri rödd og hvert hún vill leiða þig. Til þín kann að verða leitað sem sáttasemjara og þá hefur þú þitt á tæru. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hægðu ferðina á leiðinni til vinnu í dag. Ef þú tekur hlutina of bókstaflega fer brandarinn fyrir ofan garð og neðan. Kímni fer um vandrataðan veg. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er úthlutað verkefni sem allir hafa gefist upp á. Vertu fyrri til að rétta fram sáttahönd, því sjaldan veldur einn þá tveir deila. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Skilgreiningin á mörkum kemur upp á yfirborðið. Rannsóknir bera góðan árangur og þér lukkast að koma umbótum og nýjum aðferðum til leiðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Maki þinn eða náinn vinur vill gera breyt- ingar á sambandi ykkar. Hættu að reyna að ganga í augun á fólki – láttu það koma til þín. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það eru þrjár plánetur í merkinu þínu sem veita þér aukinn kraft. Sinntu hon- um eins og þér frekast er unnt og leggðu annað til hliðar á meðan. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist eftirsókn eftir vindi. Stundum er í lagi að leyfa öðrum að njóta sín líka. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru ýmsir möguleikar í stöð- unni en farðu þér hægt því að flas er ekki til fagnaðar. Farðu út og gerðu eitthvað upp- byggilegt þér til dægrastyttingar! 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er ekkert hlaupið að því að raða lífsbrotunum saman svo vel fari til fram- tíðar. Ekki vera hissa þótt þú finnir þig knúna/knúinn til þess að vera í samkeppni við einhvern. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu bara nógu ákveðin/n í því sem þú tekur þér fyrir hendur og láttu ekki slá vopnin úr höndum þínum. Bjóddu þeim sem kunna að meta verkið og munu segja ná- kvæmlega það sem þú vilt heyra. Þetta skemmtilega ljóð eftir Þor-stein Stanya Magnússon var á Boðnarmiði í gær og heitir Kona. Í veröld minna vona, ég veit það elsku kona; þú miklar mig … Fölan prýðir fingur fagurgylltur hringur; ég þrái þig … Það að elska þig ég vil, en þú ert bara hvergi til … Páll Imsland heilsar leirliði á svölum morgni með sögunni af henni Þorgerði þrímálga Hún Þorgerður þrímálga’ á Teigi var þrautseig við svolgrið á legi. Hún alla tíð sló í ölræður þó á hverjum einasta degi. Sigrún Haraldsdóttir er á öðrum slóðum: Þegar hann Þór upp við foss þóttist sjá Kate litlu Moss blússu að þvo brá honum svo að augu hans ætluðu í kross. Hallmundur Kristinsson í Limru- bókinni: Vesalings litla Lóa laumaðist út í móa. Eignaðist ást sem óðara brást. Úti er alltaf að snjóa. „Hausttregi,“ segir Eðvarð Tay- lor Jónsson á Boðnarmiði og setur í sviga (enn ein haustvísa – inn- antökuháttur): Foldin gránar, fjúka lauf af trjám fölva haustsins slær á hæð og laut Fuglar vorsins flognir eru á braut falla höfug tár af ýta brám. Já, nú er haust og heilög nálgast jól húmsins dökka blæja sveipar tind. Úr haga og túni horfin sérhver kind hægt og rótt til viðar gengur sól. Höskuldur Búi er á sömu nótum: Blómið kæfir kafaldsglýja klessist snæviþakin jurt. Angur svæfir andlit skýja er þau þæfast hrakin burt. Gústi Mar. hlustaði á Sigmund Davíð í viðtali á Sprengisandi: Í sessi höfum Framsókn fest flokkinn vaskra drengja Íslands gæfa er það mest, sem enginn þarf að rengja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um konur, haustljóð og á Sprengisandi Í klípu VIÐHALDIÐ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „GEFÐU MÉR VIKU VIÐVÖRUN ÁÐUR EN ÞEIR HLEYPA ÞÉR HÉÐAN ÚT OG ÉG SKAL ÞRÍFA ELDHÚSIÐ.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... allt saman. ÉG ÞARF FAÐMLAG NEI, ÞAÐ ER EKKI RÉTT ÉG ÞARF ÍS! ÓVINUR OKKAR ER HER AF RISAVÖXNUM STRÍÐSMÖNNUM!! EN MUNIÐ MENN… … VIÐ HÖFUM HRAÐANN MEÐ OKKUR Í LIÐI!! HVENÆR BYRJUM VIÐ ÞÁ AÐ FLÝJA? ÞETTA ER FRÁBÆRT HÚS SEM ÞARFNAST SMÁ VIÐHALDS, OG HÉRNA ER KALLI, EINHLEYPUR OG FREKAR HANDLAGINN GAUR. Til sölu Þú Ég Skódi ljóti spýtir grjóti, heyrðiVíkverji sagt í gamla daga um þessa ágætu bíltegund. Mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan. Skód- inn er í dag eitt vinsælasta ökutæki í hinum vestræna heimi, og jafnvel víðar, og á Volkswagen-vélum mikið að þakka í því efni. Þess vegna var það rothögg fyrir marga Skoda- eigendur að heyra að þeirra bílar væru búnir svindlbúnaði í útblást- ursprófi líkt og fjölmargir bílar VW. Skódi ljóti skítur sóti, væri nær að orða þetta í dag, þó að það hljómi illa. x x x Víkverji er einn þeirra ökumannasem aka um á bíl með þessum búnaði. Bíllinn gengur eins og klukka, það er ekki vandamálið. En þetta mun hafa í för með sér ómælt óhagræði, jafnt á heimsvísu sem á heimilisbókhaldið. Ekkert er að marka tölur um losun gróðurhúsa- lofttegunda og hlýnun jarðar heldur áfram sem aldrei fyrr, söluvirði þessara svindlbíla hrynur og op- inberar álögur á þá aukast. x x x Víkverji ætlar rétt að vona aðVolkswagen, Skoda og aðrir bílaframleiðendur, sem uppvísir hafa orðið að svindli, muni gyrða sig í brók og bæta bíleigendum það tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Bíla- umboðin hér á landi hafa beðist af- sökunar á þessu megaklúðri og boð- að bréf til bíleigenda þegar komið er að því að innkalla ökutækin og lagfæra búnaðinn. Víkverji telur ekki nóg að gert. Hann vill helst fá nýjan bíl í staðinn en gerir sér grein fyrir að líklega sé það óraun- hæf krafa. Frí smurning og þjón- ustuskoðun til æviloka bíls og bíl- stjóra er eitthvað sem teldist sanngjarnt. Einnig hefði Víkverji ekkert á móti boðsmiða í leikhús, bensínkortum eða vænum afslætti á nýjum bíl. x x x Eitt er nefnilega alveg á hreinu.Bílaframleiðendur hafa gert upp á bak og saklausir eigendur svindlbílanna eiga heimtingu á ein- hverju öðru og meira en innköllun og ókeypis viðgerð á búnaðinum. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. 11:28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.