Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 Kvikmynd leik- stjórans Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, hlaut um helgina verðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Chicago, Silver Hugo, sem veitt eru fyrir bestu kvikmynd nýs leikstjóra. Eru það þriðju virtu verðlaunin sem kvikmyndin hlýtur því hún hlaut aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar í San Seb- astian í haust og aðalverðlaun kvik- myndahátíðarinnar í Varsjá um þarsíðustu helgi. Þrestir hlutu verðlaun í Chicago Rúnar Rúnarsson Á baksíðu Morgunblaðsins í gær var birt frétt um að söngvarinn Oddur Arnþór Jónsson myndi syngja á hádegistónleikum í Hafn- arborg í dag. Hið rétta er að Oddur syngur eftir viku, 3. nóvember, og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Oddur Arnþór syngur titilhlutverkið í óperunni Rakarinn frá Sevilla sem sýnd er í Eldborg í Hörpu og á tónleikunum eftir viku mun Antonía Hevesí leika með hon- um á píanó. Barítón Oddur Arnþór Jónsson Oddur syngur eftir viku í Hafnarborg Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning á verkum tveggja merkra listamanna, enska ljósmyndarans Janette Beckman og bandaríska graffitílistamannsins og hönnuðar- ins Cey Adams, verður opnuð í Gall- eríi Fold í kvöld kl. 20. Á sýningunni má sjá úrval ljósmynda Beckman og verk eftir Adams, klippimyndir og málverk á pappír sem eru m.a. inn- blásin eru af popplist og hipphoppi, auk þess sem sýndar eru ljósmyndir eftir Beckman sem götulistamenn voru fengnir til að skreyta. Beckman er þekkt af ljósmyndum sínum af heimskunnum tónlistar- mönnum og hljómsveitum, m.a. The Ramones, The Sex Pistols, The Clash og Run DMC. Adams hóf feril sinn sem götulistamaður í New York í upphafi níunda áratugarins, sýndi m.a. með Jean-Michel Bas- quiat og Keith Haring og var einn stofnenda hönnunarhússins Draw- ing Board sem sérhæfði sig í sköpun sjónrænna einkenna í tónlistarheim- inum fyrir listamenn sem voru á mála hjá plötuútgáfunni Def Jam Recordings, m.a. Run DMC, Beastie Boys, LL Cool J og Public Enemy. Svöruðu kalli Smutty Smiff Blaðamaður hitti þau Beckman og Adams í Gallerí Fold í gær og sagði Beckman það tónlistar- og útvarps- manninum Smutty Smiff að þakka að þau væru hingað komin. Beck- man kynntist Smutty þegar hún myndaði rokkabillísveit hans, Roc- kats, í upphafi níunda áratugarins í Lundúnum. Hún nam myndlist þar í borg, ætlaði sér að verða listmálari en áttaði sig á því að myndavélin ætti betur við hana. Spurð að því hvenær hún hafi byrjað að ljós- mynda tónlistarmenn segir Beck- man að það hafi verið á upphafs- árum pönksins, um miðbik áttunda áratugarins. Fyrsta hljómsveitin sem hún myndaði hafi verið Siouxsie and the Banshees og fleiri hafi svo fylgt í kjölfarið, m.a. The Police sem hún myndaði fyrir kápu fyrstu plötu sveitarinnar, Outlandos d’Amour. Beckman segir að í þá daga hafi hljómsveitir ekki haft úr miklum peningum að moða og ráðið meiru sjálfar um það hvernig þær kæmu fyrir. „Þá var enginn yfirmaður plötufyrirtækis að segja þeim hvernig þær ættu að líta út,“ segir hún og Adams bætir við að meiri virðing hafi verið borin fyrir tónlist- armönnunum. „Menn voru í þessu af ástríðu, ekki til að græða peninga,“ segir hann og Beckman nefnir sem dæmi Def Jam. „Það var ekki eins og Sony eða CBS þar sem yfirmenn sátu við stór fundarborð og skipuðu listamönnum fyrir,“ segir hún. Tón- listarmenn hafi fært Def Jam hljóð- snældur og ef varið var í tónlistina hafi hún einfaldlega verið gefin út. Adams skýtur inn í að aðdáendur hafi svo séð um að auglýsa tónlistina með jákvæðu umtali. Sem fyrr segir hóf Adams feril sinn sem götulistamaður og kynntist þannig mörgum listamönnum, bæði graffítí- og tónlistarmönnum sem Beckman hefur myndað marga hverja. Adams segir þau Beckman því hafa þekkt til verka hvort ann- ars og dag einn hafi komið upp sú hugmynd að fá graffitílistamenn, vini Adams, til að mála á ljósmyndir Beckman. Adams segir vini sína hafa verið spennta og að það hafi komið Beckman á óvart. „Ég sagði henni að hún væri rokkstjarna í þeirra augum og þetta gekk snurðu- laust fyrir sig,“ segir Adams og Beckman hlær. Byltingartímar Adams segir verk þeirra Beck- man í dag ólík þeim sem þau gerðu fyrir 30 árum en fólk sé spennt fyrir gömlu verkunum því þau veki með því fortíðarþrá. „Við erum stolt af þessum þætti okkar í tónlistarsög- unni, þessari arfleifð,“ segir Adams og bendir á að Beckman hafi mynd- að hipphopp-tríóið Salt-N-Pepa áð- ur en það komst á plötusamning og sló í gegn. En hvað stendur upp úr á ferlum þeirra? Adams segist stoltastur af því að hafa átt gott og gefandi sam- starf við listamenn Def Jam sem spanni nú rúm 30 ár. Nefnir hann þar m.a. Beastie Boys og Run DMC. „ Við vorum bara krakkar að reyna að búa til list og sjáðu bara hvað gerðist?“ segir hann. Hann hafi ekki grunað hversu mikil áhrif þessir listamenn ættu eftir að hafa á tón- listarsöguna. Beckman segir þessa listamenn fæsta hafa verið þekkta þegar hún myndaði þá og bendir á ljósmynd af Run DMC frá árinu 1984. „Þetta eru í raun heimildarportrettmyndir,“ segir hún, spurð að því hvernig hún skilgreini ljósmyndir sínar. Hún vilji sýna fólk eins og það sé í stað þess að sýna það eins og hún telji að það eigi að vera. Adams og Beckman eiga bæði glæstan feril að baki og eru sam- mála um að það megi að miklu leyti þakka því að vera á réttum tíma á réttum stað. Beckman segist hafa verið mjög heppin að fá að mynda merkilega tónlistarmenn á tveimur ólíkum og mikilvægum tímum í tón- listarsögunni, þ.e. upphafsárum pönksins og hipp-hoppsins. Andi byltingar hafi svifið yfir vötnum og hún hafi alltaf notið þess að ljós- mynda fólk sem syndir gegn straumnum. Á réttum stað á réttum tíma  Cey Adams og Janette Beckman í Galleríi Fold Morgunblaðið/Eva Björk Samsýning Listamennirnir, Cey Adams og Janette Beckman, með verk Adams í bakgrunni í Galleríi Fold. Terry Gunnell, prófessor í þjóð- fræði við Há- skóla Íslands, mun halda erindi í fyrirlestraröð Þjóðminjasafns- ins í fyrir- lestrasal safnsins í dag kl. 12. Terry mun fjalla um athafnir í tengslum við greftrun í heiðnum sið en kenningar eru uppi sem benda til þess að táknrænir helgi- siðir hafi verið settir á svið fyrir áhorfendur. Þá verður sagt frá hugmyndum um hvert fólk fór eft- ir dauða sinn. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fjallað um dauðann og sviðslist hans Terry Gunnell Tveir fyrir- lestrar verða haldnir í dag kl. 16.30 á Háskóla- torgi, HT-102, í Háskóla Íslands í fyrirlestaröð Miðaldastofu Háskóla Íslands um Sturlunga- öld. Sverrir Jakobsson, pró- fessor í miðaldasögu, fjallar um þrjá Íslendinga sem voru í lykil- hlutverki þegar Íslendingar gengust undir vald Noregskon- unga á árunum 1262–1264 og Gunnar Karlsson, prófessor em- eritus, spyr hvort Noregskon- ungur hafi átt sök á Sturlunga- öld. Tveir fyrirlestrar um Sturlungaöld Sverrir Jakobsson duxiana.com D U X® ,D U XI A N A® an d Pa sc al ® ar e re gi st er ed tr ad em ar ks ow ne d b y D U X D es ig n A B 20 12 . Okkar best varðveitta leyndarmál! Allar götur síðan DUX var stofnað 1926 þá hefur það verið metnaður okkar að framleiða heimsins þægilegust rúm, því það er frábær tilfinning að vakna úthvíldur eftir góðan nætursvefn. Til að ná því marki höfum við hjá DUX þróað DUX Pascal system er samanstendur af útskiftanlegu fjaðramottum sem gera þér kleift að sníða rúmið (stífleikann) að þínum þörfum hvenær sem þú vilt, eins oft og þú villt. Það er leyndarmálið að góðum svefni. DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950 CRIMSON PEAK 8,10:30 PAN 3D ÍSL 5:30 HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 5:50 KLOVN FOREVER 8,10:10 EVEREST 3D 5:30,8 SICARIO 10:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.