Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vegagerðin hefur frá árinu 2004 tek-
ið af vegaskrá alls 922 vegi sem eru í
samanlagðri lengd alls 584 kílómetr-
ar. Þetta kemur fram í svari Ólafar
Nordal innanríkisráðherra við fyr-
irspurn Líneikar Önnu Sævars-
dóttur, þingmanns Framsóknar-
flokksins. Í svarinu greinir frá að í
ákveðnum héruðum hafi jafnvel tug-
ir vegspotta verið felldar út. Þar má
til dæmis nefna Borgarfjörðinn, þar
sem 49 vegir og alls 39 kílómetrar
hafa verið teknir út af skrám.
Fjöldi stuttra spotta
Heimild Vegagerðarinnar til að
fella vegi af skrá byggist á ákvæði í
vegalögum. Algengasta ástæða þess
að vegir séu afskráðir er að
sveitabæir leggjast í eyði og viðkom-
andi héraðsvegir tengja þar af leið-
andi ekki lengur byggð ból við sam-
göngukerfið. Þegar vegur fer af skrá
er skráðum eiganda fasteigna á jörð-
inni sem viðkomandi vegur liggur að
tilkynnt um ráðagerðirnar. Þá fær
sveitarfélagið ráðrúm til að koma at-
hugasemdum á framfæri. Þá hefur
verið felldur af skrá fjöldi stuttra
spotta, til dæmis vegir sem liggja að
kirkjum, félagsheimilum og svo
framvegis. Oft eru þessir vegir að-
eins örfáir tugir metra.
Þegar vegur er svo kominn af
skrá telst hann ekki lengur þjóð-
vegur og þá er Vegagerðin laus und-
an ábyrgð, hvað áhærir viðhald. Aðr-
ir vegir en þjóðvegir eru
sveitarfélagsvegir, einkavegir og
vegir utan vegflokka – til dæmis
slóðar uppi til fjalla, troðningar að
veiðistöðum, brautir á afréttum og
svo mætti áfram telja
Verður skilað
til sveitarfélaganna
G. Pétur Matthíasson, upplýs-
ingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir
að samkvæmt breytingu á vegalög-
um árið 2007 hafi sú breyting verið
gerð að umsjón og ábyrgð með um
50 km af vegum hafi þá átt að færast
yfir til sveitarfélaga. Þessu verður
þó ekki að fullu lokið fyrr en árið
2019 og vegum þá skilað í viðunandi
ástandi til sveitfélaganna. Fulltrúar
þeirra hafi svo kallað eftir því að
peningar til viðhalds og reksturs
vega fylgdu þessari breytingu.
Sé litið til einstakra byggða má
nefna Dalabyggð, en þar hefur fjöldi
vega verið tekinn af skrá svo sem í
Laxárdal, á Fellsströnd og Skarðs-
strönd enda hefur búseta á bæjum
þar breyst. Svipaða sögu er að segja
úr Borgarbyggð Skagafirði, af
Fljótsdalshéraði og víðar. Í Blá-
skógabyggð hafa einnig þær breyt-
ingar verið gerðar að í þéttbýlinu í
Reykholti í Biskupstungum þar sem
eru skóli og garðyrkjustöðvar er
sveitarfélagið tekin við götum og
brautum í bænum. Söm er raunin á
Laugarvatni sem er innan merkja
sama sveitarfélags.
Leiðin til Raufarhafnar
Til að setja hluti og vegalengdir í
eitthvert samhengi þá eru 584 kíló-
metrar, það er samanlögð lengd af-
skrifuðu veganna á síðustu tíu árum,
nánast jafn löng og leiðin frá
Reykjavík um hringveginn alla leið
norður í Þingeyjarsýslur og þaðan
svo um Tjörnes og Melrakkasléttu
til Raufarhafnar. Þangað eru úr höf-
uðborginni alls 578 kílómetrar. Þar
er 6 kílómetra frávik, miðað við
heildarsummuna, innan vikmarka.
Hundruð vega teknir af skrá
Langar leiðir tilheyra ekki lengur Vegagerðinni Stuttir spottar eru felldir út þegar bæir fara
í eyði Sveitarfélögin taka við keflinu og kalla eftir peningum til að annast viðhald og umsjón
Afskráðir vegir
578 km af skrá
Breytingar Summa þeirra vega sem teknir hafa verið af skrá síðustu árin er
tilsvarandi vegalengdinni úr borginni norður um land til Raufarhafar.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Jökuldalur Leiðin er greið og
áfangastaðurinn stundum ókunnur.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
ÞG verktakar hafa sent Samgöngu-
stofu beiðni um að mega hefja fram-
kvæmdir og setja upp bygginga-
krana vegna byggingar íbúðarhús-
næðis nærri norðurenda svokallað-
arar neyðarbrautar Reykjavíkur-
flugvallar, líkt og fram kom í Morg-
unblaðinu í gær.
Þórólfur Árnason, forstjóri Sam-
göngustofu, segir að Samgöngustofa
hafi sl. föstudag beðið Isavia um um-
sögn vegna fyrirhugaðrar uppsetn-
ingar.
„Eins og kunnugt er hefur Sam-
göngustofa fengið erindi frá ÞG
verktökum ehf. vegna bygginga-
krana við Hliðarenda, reit D á bygg-
ingarsvæðinu. Áður en Samgöngu-
stofa tekur málið formlega til
afgreiðslu hefur Samgöngustofa
beðið um umsögn Isavia vegna
fyrirhugaðrar uppsetningar.
Slíkt erindi var sent til Isavia
föstudaginn 23. október sl.,“ segir
orðrétt í skriflegu svari Þórólfs við
fyrirspurn Morgunblaðsins. For-
stjórinn svarar því hins vegar ekki
hvort það að reisa byggingakrana
við norðurenda neyðarbrautarinnar
geri það ekki að verkum að hann
verði í aðflugslínu brautarinnar.
Morgunblaðið/Þórður
Reykjavíkurflugvöllur ÞG verktakar vilja reisa byggingakrana við norður-
enda hinnar svokölluðu neyðarflugbrautar Reykjavíkurflugvallar, 06/24.
Biður Isavia um
umsögn um beiðni
Sækja um leyfi fyrir byggingakrana
Heiðmerkurvegur, sem liggur þvert
í gegnum skóglendið ofan við
Reykjavík, var tekinn af skrá Vega-
gerðarinnar fyrir nokkrum árum
og umsjón hans falinn sveit-
arfélögum. Heiðmörkin er í landi
Reykjavíkurborgar og Garðabæjar,
en í þeirra ranni var nokkur tregða
í byrjun við að sinna verkefninu.
Það var svo fyrir um tveimur árum,
eftir fréttaflutning í Morg-
unblaðinu um að vegurinn sem
þverar svæðið frá norðri til suðurs
væri ekki lengur fær, sem brag-
arbót var gerð.
Veganet Heiðmerkur er sam-
anlagt um 20 kílómetrar. Nyrðri
hluti svæðisins tilheyrir Reykjavík
en suðurhlutinn Garðabæ. „Þegar
málið komst loksins á dagskrá hjá
borginni og Garðbæingum hefur
vegunum hér verið ágætlega
sinnt,“ segir Helgi Gíslason, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, í samtali við Morg-
unblaðið. „Hins vegar fara hér í
gegn liðlega 100 þúsund bílar á
hverju ári og það segir sig sjálft að
malarvegur ber slíkt ekki. Veginn
hér í gegn þarf því að byggja upp
og leggja á hann slitlag.“
Afskráður vegur sé slitlagður
HEIÐMERKURVEGUR FRÁ VEGAGERÐ TIL SVEITARFÉLAGA
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heiðmörk Vegur, sem Reykjavíkurborg og Garðabær hafa nú umsjón með og við-
halda. þverar svæðið, sem er ægifagurt þegar landið er komið í búning haustlita.
Skógarmaður 100 þúsund bílar fara
um svæðið á ári, segir Helgi Gíslason.
AUKIN ÞJÓNUSTA
VIÐ EIGENDUR SKODA
• Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem
uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda.
• Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest
allt um ástand bílsins og gæði.
• Bílson hefur gæðavottun Bílgreinasambandsins með gæðaúttekt frá BSI á Íslandi auk
starfsleyfis til endurskoðunar frá Samgöngustofu.
Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu.
Komið, sjáið og sannfærist.
Kletthálsi 9 • Sími 568 1090
- V E R K S T Æ Ð I Ð -