Morgunblaðið - 27.10.2015, Blaðsíða 17
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Fólk hefur oft verið varað við því að
borða of mikið af kjöti og nú hefur
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO
tekið af skarið í nýrri skýrslu: unnar
kjötvörur eins og beikon, pylsur og
flesk eru öflugir krabbameinsvaldar
eins og sígarettur, abest og arsenik.
En hættustigið er mismunandi, tekið
er fram að beikonsamloka sé ekki
jafn hættuleg og sígaretta. Einna
mest er hættan á að unna kjötið valdi
krabbameini í meltingarfærunum,
þ.á m. ristlinum.
Unnið kjöt er kjötvara sem hef-
ur verið breytt til þess að auka
geymsluþol eða breyta bragðinu,
með því að reykja það, salta eða
bæta við rotvarnaefnum. Hugsan-
legt er að það sé þessi viðbót sem
valdi krabbameinshættunni. Einnig
geta orðið til krabbameinsvaldandi
efnasambönd þegar kjöt er grillað.
Ekki eru allir sáttir við niður-
stöðuna, kjötframleiðendur eru
margir fokvondir, að sögn Guardian.
Og fleiri fordæma skýrsluna, segja
að í henni séu miklar oftúlkanir. Ro-
bert Pickard, fyrrverandi prófessor,
sem á sæti í opinberri nefnd um kjöt-
neyslu, segir að eftir sem áður sé
mikilvægast að verjast krabbameini
með því að hætta að reykja, forðast
offitu og drekka í hófi. Skýrslan er
gefin út af IARC, deild WHO sem
fjallar um krabbamein. Þar segir
einnig að sterkar vísbendingar séu
um óhollustu rauðs kjöts. Það geti
„sennilega valdið krabbameini í
fólki“.
50 grömm á dag varasöm?
En tekið er fram að rautt kjöt sé
einnig hollur matur sé þess neytt í
hófi. Að sögn BBC vill Krabbameins-
félag Bretlands því ráðleggja fólki að
draga úr neyslu á kjöti fremur en að
hætta alveg að neyta þess. Sérfræð-
ingar IARC segja að neyti fólk 50
gramma af unnu kjöti (t.d. tveggja
beikonsneiða) á dag auki það hætt-
una á ristilkrabba um 18%. „Fyrir
einstakling er hættan á að fá rist-
ilkrabba með því að borða unnið kjöt
eftir sem áður lítil en áhættan eykst í
takti við aukið magn af kjötinu,“ seg-
ir dr. Kurt Straif, yfirmaður hjá
IARC.
Lostæti Beikon og aðrar afurðir
svína eru vinsæll matur.
Segja unnið kjöt auka
hættu á krabbameini
Rannsóknaniðurstöður í nýrri skýrslu WHO harðlega
gagnrýndar og kjötframleiðendur ekki sáttir
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Sigur pólska hægriflokksins sem
nefnir sig Lög og réttlæti (LOR) í
kosningunum um helgina var afger-
andi, hann hreppti um 39% atkvæða
og rösklega helming þingsæta.
Flokkurinn er þjóðernissinn-
aður, andvígur evru og mjög tor-
trygginn út í Evrópusambandið.
Leiðtogi hans, hægri-pópúlistinn
Jaroslaw Kaczynski, verður ekki
nýr forsætisráðherra, við embætt-
inu tekur Beata Szydlo.
Athyglisvert er að aðeins fimm
flokkar munu fá sæti á þingi og
enginn þeirra telst vera til vinstri.
Mikill hagvöxtur hefur verið á
seinni árum í Póllandi, atvinnuleysi
er minna en að jafnaði í ESB-
ríkjunum en mörgum finnst sem
þeir hafi ekki notið þessa árangurs
í bættum lífskjörum. Kaczynski
sigraði einnig árið 2005. Persónu-
legar vinsældir hans eru þó vægast
sagt litlar, hann þykir enginn
mannasættir. Í nýlegri skoð-
anakönnun kom fram að aðeins ör-
lítill hluti hans eigin flokksmanna
vildi að hann yrði forsætisráðherra.
Árið 2005 lét Kaczynski annan
flokksmann taka við embættinu til
að byrja með en tók það seinna yfir
sjálfur. Velta margir því fyrir sér
hvort hann muni leika sama leikinn
núna, að sögn heimildarmanna
danska útvarpsins, DR. Sum kosn-
ingaloforð LOR geta orðið dýr og
bent er á að Pólland hafi fengið
mikla styrki frá ESB, þeir hafi átt
stóran þátt í að efla fjárhag rík-
isins.
Þúsundir Úkraínumanna hafa
flust til Póllands á seinni árum.
Úkraínumenn eru náskyld þjóð og
þeim hefur verið tekið vel. En Pól-
verjar eru margir mjög andvígir því
að hleypa inn í landið farand- og
flóttafólki frá Mið-Austurlöndum.
Þeir hafna því kröfum ESB um að
hvert ESB-ríki taki við ákveðnum
kvóta, deili byrðunum og Kaczynski
hefur beitt sér hart gegn kvótanum.
Vinstriflokkar á brott
Hægripópúlistar Jaroslaws Kaczynskis unnu mikinn
sigur í Póllandi en Borgaravettvangur er næststærstur
Lofar kjarabótum
» Kaczynski segir stjórn
Borgaravettvangsins, sem
einnig er hægriflokkur, hafa
gengið erinda stórfyrirtækja.
» Fallið verður frá áformum
um að hækka lífeyrisaldur,
skattar á stórfyrirtæki hækka,
einnig barnabætur.
Að minnsta kosti 260 manns hafa látið lífið eftir harðan
jarðskjálfta sem reið yfir Suður-Asíu í gær, flestir þeirra
voru Pakistanar. Óttast er að tala látinna eigi eftir að
hækka. Yfir þúsund eru slasaðir en skjálftinn fannst í
Afganistan, Pakistan og Indlandi. Upptök hans voru ná-
lægt Jurm í norðausturhluta Afganistan, í um 250 kíló-
metra fjarlægð frá Kabúl. Hann mældist 7,5 stig. Upptök
skjálftans eru skammt frá upptökum skjálfta sem skók
svæðið í október 2005. Sá var 7,6 stig og létu 75.000 lífið í
honum og 3,5 milljónir misstu heimili sín. Skjálftinn í
gær stóð yfir í minnsta kosti eina mínútu. Einn eftir-
skjálfti varð fljótlega eftir það og var hann 4,8 stig.
AFP
Harður jarðskjálfti í Suður-Asíu
Vörurnar frá Sólgæti eru hollar og
góðar fyrir sælkera á öllum aldri sem
vilja gera vel við sig. Líttu í kringum
þig í næstu verslun. Þú kemur eflaust
auga á eitthvað ljómandi gott.
HEILNÆMT OG
NÁTTÚRULEGT
LJÓMANDI
GOTT
solgaeti.isheilsa.is